Treystir Bjarna betur en öðrum forystumönnum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2024 18:20 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og loftlagsráðherra. Vísir/Einar „Varðandi forystu Sjálfstæðisflokksins, ég treysti Bjarna Benediktssyni miklu betur en forystumönnum hinna flokkanna. Jú jú ég veit alveg að ég bauð mig fram á landsfundi og sé ekkert eftir því en það breytir engu um það að ef ég á að velja hér einstakling til þess að leiða ríkisstjórn þá vel ég Bjarna án nokkurs vafa.“ Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, inntur eftir því hvort eðlilegt sé að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra leiði flokkinn í gegnum kosningar þó hann mælist óvinsæll meðal kjósenda í skoðanakönnunum. Guðlaugur og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ræddu um stjórn ríkisfjármála og komandi þingkosningar sem verða þann 30. nóvember í Sprengisandi í dag. Töluvert fleiri vilja sjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra eða Guðlaug Þór leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum í stað Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, ef marka má skoðanakönnun Prósent sem var unnin fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Fjöldi annarra flokka eigni sér hægri stefnu Að mati Guðlaugs eru orðnar skýrari línur í stjórnmálunum núna en áður og segir hann að það verði kosið um hvort að samfélagið vilji hægri- eða vinstristjórn. „Hvort að við trúum því að einstaklingar hér fái að njóta sín og þá er ég að vísa til þess að við lækkum skatta, einföldum reglugerðir og einföldum líf fólks. Stöðugleiki í efnahagsmálum. Við erum svo sannarlega að kjósa um útlendingamálin, grænorkumálin, heilbrigðis- mennta- og samgöngumál.“ Guðlaugur segist hugsi yfir því að fjöldi flokka vilji eigna sér hægri stefnuna. Hann tekur fram að hann sjái það þó ekki gerast í verki. „Nú tröllríður öllu svör sem að formaður Samfylkingarinnar sendi á kjósanda í Reykjavík norður eins og ég skil málið. Þau vilja alls ekki sýna þann valkost sem er stjórn borgarinnar. Ef þetta fer eins og skoðanakannanir benda til þá erum við að horfa á það ríkisstjórnar mynstur í landstjórninni og það er bara mjög alvarleg staða.“ Sjö ára tilraunastarfsemi sem gekk ekki upp Þorbjörg segir kosningarnar snúast um breytingar og vísar til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sem sjö ára tilraunastarfsemi sem hefur ekki gengið upp samkvæmt skoðanakönnunum og almennri orðræðu. „Þessi slit Sjálfstæðisflokksins, að þau hafi komist að því eftir sjö ár að þau fýli ekki Svandísi Svavarsdóttur er ekki að skila sér lóðbeint í fylgisaukningu. Við sjáum það líka að allir flokkar í stjórnarandstöðu eru að bæta við sig fylgi.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Hún segir fremstu kröfu kjósanda vera að komandi ríkisstjórn geti gengið í takt. Fólk vilji ríkisstjórn með sameiginlega stefnu sem geti náð árangri. „Það sem að við erum að leggja upp með er að það þarf alvöru hagstjórn. Stóra verkefni er að ná niður verðbólgu og ná niður vöxtum. Staðan sé sú að fólk sem er með ágætis tekjur er að fresta því að setja ný dekk á bílinn og viðhalda húsnæði. Fólk með venjulegar og ágætis tekjur finnur fyrir þessari verðbólgu og upplifir að það þurfi alvöru ríkisstjórn sem gengur í takt til að ná henni niður.“ Lánablætið jaðri við spilafíkn Með alvöru hagstjórn á Þorbjörg við samstarf þar sem er skýr sýn fyrir hendi. „Það þarf tiltekt í ríkisfjármálunum. Lánablæti þessarar ríkisstjórnar er þannig að það jaðrar við spilafíkn. Það þarf að horfa á heilbrigða forgangsröðun sem þýðir að við gerum minna af sumu og jafnvel sleppum einhverju til að gera meira af öðru. Við förum í það að greiða niður skuldir þannig að vaxtakostnaður sé ekki fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Það hefur áhrif á innviði og þjónustu.“ Þorbjörg bætir jafnframt við að vanræksla gagnvart geðheilbrigði, löggæslu og málefnum barna hafi skilað þeim ólgutímum sem ríkja núna. Segir Sjálfstæðisflokk óstjórntækan í borginni „Ég held að megnið af því sem Þorbjörg sagði get ég verið sammála um þegar hún leggur áherslu á efnahagsstjórnina og stöðugleikann. Það sem er holur hljómur hjá Viðreisn er það sem að aftur Kristrún er hreinlega að segja, sá sem er búinn að stýra borginni og ber mesta ábyrgð í samstarfi við meðal annars Viðreisn, strokið hann út. Ég hef aldrei séð þetta áður. Við í Reykjavík finnum fyrir þessu. Ef við erum að tala um skuldir og skatta og við segjum að ríkisstjórnin stóð sig ekki nógu vel í þessum málaflokkum. Við erum hins vegar búin að lækka skatta um það sem nemur um 300 milljónum síðan við tókum við,“ segir Guðlaugur og segir ástandið verra í Reykjavíkurborg. Þorbjörg segist hjartanlega ósammála því að komandi kosningar snúist um Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, og ítrekar að leiðandi stef Sjálfstæðisflokksins sé að það sé alltaf allt öðrum að kenna en flokknum sjálfum. „Ef við erum að nefna Sjálfstæðisflokkinn í borginni þá er það þannig að það er ofskaplega illa varðveitt leyndarmál og hefur verið til umræðu í fjölmiðlum nýlega að flokkurinn þar er óstjórntækur. Það skiptir ekki máli ef að Einar Þorsteinsson, vinnur kosningu eða Dagur B. allir flokkar komast að þeirri niðurstöðu, og meira að segja núna þegar þið eruð með oddvita sem er sæmilega fær í samskiptum að með henni sé einhver hópur sem lætur þannig að flokkurinn er óstjórntækur. Forysta flokksins hefur ekki viljað taka á þessu og afleiðingin er sú sem hún er.“ Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, inntur eftir því hvort eðlilegt sé að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra leiði flokkinn í gegnum kosningar þó hann mælist óvinsæll meðal kjósenda í skoðanakönnunum. Guðlaugur og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ræddu um stjórn ríkisfjármála og komandi þingkosningar sem verða þann 30. nóvember í Sprengisandi í dag. Töluvert fleiri vilja sjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra eða Guðlaug Þór leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum í stað Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, ef marka má skoðanakönnun Prósent sem var unnin fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Fjöldi annarra flokka eigni sér hægri stefnu Að mati Guðlaugs eru orðnar skýrari línur í stjórnmálunum núna en áður og segir hann að það verði kosið um hvort að samfélagið vilji hægri- eða vinstristjórn. „Hvort að við trúum því að einstaklingar hér fái að njóta sín og þá er ég að vísa til þess að við lækkum skatta, einföldum reglugerðir og einföldum líf fólks. Stöðugleiki í efnahagsmálum. Við erum svo sannarlega að kjósa um útlendingamálin, grænorkumálin, heilbrigðis- mennta- og samgöngumál.“ Guðlaugur segist hugsi yfir því að fjöldi flokka vilji eigna sér hægri stefnuna. Hann tekur fram að hann sjái það þó ekki gerast í verki. „Nú tröllríður öllu svör sem að formaður Samfylkingarinnar sendi á kjósanda í Reykjavík norður eins og ég skil málið. Þau vilja alls ekki sýna þann valkost sem er stjórn borgarinnar. Ef þetta fer eins og skoðanakannanir benda til þá erum við að horfa á það ríkisstjórnar mynstur í landstjórninni og það er bara mjög alvarleg staða.“ Sjö ára tilraunastarfsemi sem gekk ekki upp Þorbjörg segir kosningarnar snúast um breytingar og vísar til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sem sjö ára tilraunastarfsemi sem hefur ekki gengið upp samkvæmt skoðanakönnunum og almennri orðræðu. „Þessi slit Sjálfstæðisflokksins, að þau hafi komist að því eftir sjö ár að þau fýli ekki Svandísi Svavarsdóttur er ekki að skila sér lóðbeint í fylgisaukningu. Við sjáum það líka að allir flokkar í stjórnarandstöðu eru að bæta við sig fylgi.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Hún segir fremstu kröfu kjósanda vera að komandi ríkisstjórn geti gengið í takt. Fólk vilji ríkisstjórn með sameiginlega stefnu sem geti náð árangri. „Það sem að við erum að leggja upp með er að það þarf alvöru hagstjórn. Stóra verkefni er að ná niður verðbólgu og ná niður vöxtum. Staðan sé sú að fólk sem er með ágætis tekjur er að fresta því að setja ný dekk á bílinn og viðhalda húsnæði. Fólk með venjulegar og ágætis tekjur finnur fyrir þessari verðbólgu og upplifir að það þurfi alvöru ríkisstjórn sem gengur í takt til að ná henni niður.“ Lánablætið jaðri við spilafíkn Með alvöru hagstjórn á Þorbjörg við samstarf þar sem er skýr sýn fyrir hendi. „Það þarf tiltekt í ríkisfjármálunum. Lánablæti þessarar ríkisstjórnar er þannig að það jaðrar við spilafíkn. Það þarf að horfa á heilbrigða forgangsröðun sem þýðir að við gerum minna af sumu og jafnvel sleppum einhverju til að gera meira af öðru. Við förum í það að greiða niður skuldir þannig að vaxtakostnaður sé ekki fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Það hefur áhrif á innviði og þjónustu.“ Þorbjörg bætir jafnframt við að vanræksla gagnvart geðheilbrigði, löggæslu og málefnum barna hafi skilað þeim ólgutímum sem ríkja núna. Segir Sjálfstæðisflokk óstjórntækan í borginni „Ég held að megnið af því sem Þorbjörg sagði get ég verið sammála um þegar hún leggur áherslu á efnahagsstjórnina og stöðugleikann. Það sem er holur hljómur hjá Viðreisn er það sem að aftur Kristrún er hreinlega að segja, sá sem er búinn að stýra borginni og ber mesta ábyrgð í samstarfi við meðal annars Viðreisn, strokið hann út. Ég hef aldrei séð þetta áður. Við í Reykjavík finnum fyrir þessu. Ef við erum að tala um skuldir og skatta og við segjum að ríkisstjórnin stóð sig ekki nógu vel í þessum málaflokkum. Við erum hins vegar búin að lækka skatta um það sem nemur um 300 milljónum síðan við tókum við,“ segir Guðlaugur og segir ástandið verra í Reykjavíkurborg. Þorbjörg segist hjartanlega ósammála því að komandi kosningar snúist um Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, og ítrekar að leiðandi stef Sjálfstæðisflokksins sé að það sé alltaf allt öðrum að kenna en flokknum sjálfum. „Ef við erum að nefna Sjálfstæðisflokkinn í borginni þá er það þannig að það er ofskaplega illa varðveitt leyndarmál og hefur verið til umræðu í fjölmiðlum nýlega að flokkurinn þar er óstjórntækur. Það skiptir ekki máli ef að Einar Þorsteinsson, vinnur kosningu eða Dagur B. allir flokkar komast að þeirri niðurstöðu, og meira að segja núna þegar þið eruð með oddvita sem er sæmilega fær í samskiptum að með henni sé einhver hópur sem lætur þannig að flokkurinn er óstjórntækur. Forysta flokksins hefur ekki viljað taka á þessu og afleiðingin er sú sem hún er.“
Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira