„Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2024 21:19 Andri Rafn Yeoman var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með Breiðablik. Vísir/Anton Brink Andri Rafn Yeoman var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil sinn með Breiðablik en hann er annar af tveimur leikmönnum liðsins sem var hluti af titilliðunum árin 2010 og 2022. Hann sagði tilfinninguna frábæra. „Hún er það klárlega og eins og gerist oft í svona viðtölum þá er maður hálftómur. Maður getur sagt að þetta sé ólýsanlegt en það er svo margt sem er að gerast innan í manni, léttir, spennufall og auðvitað ótrúlega mikil gleði. Þriðja skiptið, þetta er geggjað,“ sagði Andri Rafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport strax á leik loknum. Blikar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn í kvöld og unnu verðskuldaðan 3-0 sigur. Andri sagði leikinn þó ekki hafa verið þann fallegasta sem Blikaliðið hefur spilað. „Eins og verður oft í svona leikjum og eins og varð í síðustu umferð, þá er bara farið í eitthvað annað og gert það sem þarf að gera. Þetta tímabil, þó það hafi byrjað seinna útaf Evrópukeppni í fyrra, þá hefur þetta verið vegferð og upp og niður og allt þar á milli,“ en Blikar spiluðu í Evrópukeppni allt fram í desembermánuð á síðasta ári. „Hrikalega sætt núna og vegferðin auðvitað miklu lengri þegar þetta þjálfarateymi og Óskar [Hrafn Þorvaldsson] komu inn og komu með aðra nálgun á margan hátt. Taktískt, æfingalega og sérstaklega andlega. Ég held að það sé ótrúlega dýrmætt og við höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum.“ Andri kom einnig inn á einkenni Blikaliðsins og sagði liðið vera búið að þróa leikstílinn í gegnum árin. Hann sagði frábært að fagna með stuðningsmönnum liðsins sem hlupu inn á völlinn um leið og flautað var til leiksloka. „Maður nær ekki alveg utan um þetta en maður hefur upplifað ýmislegt. Við höfum átt okkar einkenni alla þessa tíð, lið sem vill spila fótbolta og vill spila leikinn á ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að fá eitthvað annað inn í liðið til að vega upp á móti því. Siðustu ár höfum við tekið það lengra, reynt að finna mótvægi í einhverju öðru og orðið við alla leið. Ég held að það sé að skila þessu,“ sagði Andri Rafn að lokum. Viðtalið við Andra Rafn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Andri Rafn Yeoman Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Hún er það klárlega og eins og gerist oft í svona viðtölum þá er maður hálftómur. Maður getur sagt að þetta sé ólýsanlegt en það er svo margt sem er að gerast innan í manni, léttir, spennufall og auðvitað ótrúlega mikil gleði. Þriðja skiptið, þetta er geggjað,“ sagði Andri Rafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport strax á leik loknum. Blikar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn í kvöld og unnu verðskuldaðan 3-0 sigur. Andri sagði leikinn þó ekki hafa verið þann fallegasta sem Blikaliðið hefur spilað. „Eins og verður oft í svona leikjum og eins og varð í síðustu umferð, þá er bara farið í eitthvað annað og gert það sem þarf að gera. Þetta tímabil, þó það hafi byrjað seinna útaf Evrópukeppni í fyrra, þá hefur þetta verið vegferð og upp og niður og allt þar á milli,“ en Blikar spiluðu í Evrópukeppni allt fram í desembermánuð á síðasta ári. „Hrikalega sætt núna og vegferðin auðvitað miklu lengri þegar þetta þjálfarateymi og Óskar [Hrafn Þorvaldsson] komu inn og komu með aðra nálgun á margan hátt. Taktískt, æfingalega og sérstaklega andlega. Ég held að það sé ótrúlega dýrmætt og við höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum.“ Andri kom einnig inn á einkenni Blikaliðsins og sagði liðið vera búið að þróa leikstílinn í gegnum árin. Hann sagði frábært að fagna með stuðningsmönnum liðsins sem hlupu inn á völlinn um leið og flautað var til leiksloka. „Maður nær ekki alveg utan um þetta en maður hefur upplifað ýmislegt. Við höfum átt okkar einkenni alla þessa tíð, lið sem vill spila fótbolta og vill spila leikinn á ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að fá eitthvað annað inn í liðið til að vega upp á móti því. Siðustu ár höfum við tekið það lengra, reynt að finna mótvægi í einhverju öðru og orðið við alla leið. Ég held að það sé að skila þessu,“ sagði Andri Rafn að lokum. Viðtalið við Andra Rafn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Andri Rafn Yeoman
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
„Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55