„Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2024 21:19 Andri Rafn Yeoman var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með Breiðablik. Vísir/Anton Brink Andri Rafn Yeoman var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil sinn með Breiðablik en hann er annar af tveimur leikmönnum liðsins sem var hluti af titilliðunum árin 2010 og 2022. Hann sagði tilfinninguna frábæra. „Hún er það klárlega og eins og gerist oft í svona viðtölum þá er maður hálftómur. Maður getur sagt að þetta sé ólýsanlegt en það er svo margt sem er að gerast innan í manni, léttir, spennufall og auðvitað ótrúlega mikil gleði. Þriðja skiptið, þetta er geggjað,“ sagði Andri Rafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport strax á leik loknum. Blikar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn í kvöld og unnu verðskuldaðan 3-0 sigur. Andri sagði leikinn þó ekki hafa verið þann fallegasta sem Blikaliðið hefur spilað. „Eins og verður oft í svona leikjum og eins og varð í síðustu umferð, þá er bara farið í eitthvað annað og gert það sem þarf að gera. Þetta tímabil, þó það hafi byrjað seinna útaf Evrópukeppni í fyrra, þá hefur þetta verið vegferð og upp og niður og allt þar á milli,“ en Blikar spiluðu í Evrópukeppni allt fram í desembermánuð á síðasta ári. „Hrikalega sætt núna og vegferðin auðvitað miklu lengri þegar þetta þjálfarateymi og Óskar [Hrafn Þorvaldsson] komu inn og komu með aðra nálgun á margan hátt. Taktískt, æfingalega og sérstaklega andlega. Ég held að það sé ótrúlega dýrmætt og við höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum.“ Andri kom einnig inn á einkenni Blikaliðsins og sagði liðið vera búið að þróa leikstílinn í gegnum árin. Hann sagði frábært að fagna með stuðningsmönnum liðsins sem hlupu inn á völlinn um leið og flautað var til leiksloka. „Maður nær ekki alveg utan um þetta en maður hefur upplifað ýmislegt. Við höfum átt okkar einkenni alla þessa tíð, lið sem vill spila fótbolta og vill spila leikinn á ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að fá eitthvað annað inn í liðið til að vega upp á móti því. Siðustu ár höfum við tekið það lengra, reynt að finna mótvægi í einhverju öðru og orðið við alla leið. Ég held að það sé að skila þessu,“ sagði Andri Rafn að lokum. Viðtalið við Andra Rafn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Andri Rafn Yeoman Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
„Hún er það klárlega og eins og gerist oft í svona viðtölum þá er maður hálftómur. Maður getur sagt að þetta sé ólýsanlegt en það er svo margt sem er að gerast innan í manni, léttir, spennufall og auðvitað ótrúlega mikil gleði. Þriðja skiptið, þetta er geggjað,“ sagði Andri Rafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport strax á leik loknum. Blikar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn í kvöld og unnu verðskuldaðan 3-0 sigur. Andri sagði leikinn þó ekki hafa verið þann fallegasta sem Blikaliðið hefur spilað. „Eins og verður oft í svona leikjum og eins og varð í síðustu umferð, þá er bara farið í eitthvað annað og gert það sem þarf að gera. Þetta tímabil, þó það hafi byrjað seinna útaf Evrópukeppni í fyrra, þá hefur þetta verið vegferð og upp og niður og allt þar á milli,“ en Blikar spiluðu í Evrópukeppni allt fram í desembermánuð á síðasta ári. „Hrikalega sætt núna og vegferðin auðvitað miklu lengri þegar þetta þjálfarateymi og Óskar [Hrafn Þorvaldsson] komu inn og komu með aðra nálgun á margan hátt. Taktískt, æfingalega og sérstaklega andlega. Ég held að það sé ótrúlega dýrmætt og við höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum.“ Andri kom einnig inn á einkenni Blikaliðsins og sagði liðið vera búið að þróa leikstílinn í gegnum árin. Hann sagði frábært að fagna með stuðningsmönnum liðsins sem hlupu inn á völlinn um leið og flautað var til leiksloka. „Maður nær ekki alveg utan um þetta en maður hefur upplifað ýmislegt. Við höfum átt okkar einkenni alla þessa tíð, lið sem vill spila fótbolta og vill spila leikinn á ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að fá eitthvað annað inn í liðið til að vega upp á móti því. Siðustu ár höfum við tekið það lengra, reynt að finna mótvægi í einhverju öðru og orðið við alla leið. Ég held að það sé að skila þessu,“ sagði Andri Rafn að lokum. Viðtalið við Andra Rafn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Andri Rafn Yeoman
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
„Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn