Þetta staðfestir slökkviliðið á höfuðborgarsvæðið í samtali við fréttastofu. Slysið varð þar sem framkvæmdir standa nú yfir á veginum við álverið.
Miklar raðir hafa myndast á Reykjanesbrautinni vegna árekstursins. Búið er að loka Reykjanesbrautinni í báðar áttir og er umferð hleypt um undirgöng. Sömuleiðis er hjáleið um Krýsuvíkurveg, Suðurstrandarveg og Grindavíkurveg.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er einn af þeim þremur sem hafa verið fluttir af vettvangi mikið slasaður.
Ekki var hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.
Uppfært 9:45: Búið er að opna Reykjanesbrautina á ný.

Fréttin verður uppfærð.