Vaxandi stríðsátök, en með íslenskum vopnum? Eldur Smári Kristinsson skrifar 28. október 2024 07:47 Í fyrrakvöld fengum við fregnir af því að Ísrael hafi svarað fyrir árás Írana með því að ráðast á Íran, Írak og Sýrland. Þessi sívaxandi spenna og átök í heiminum eru mér – og eflaust mörgum öðrum – mikið áhyggjuefni og getur valdið fólki bæði kvíða og angist. Í Covid-19 tímabilinu horfðu skattgreiðendur um gjörvöll Vesturlönd upp á eina stærstu (ef ekki stærstu) eignatilfærslu á fjármunum sínum í hendur einkaaðila. Þetta hefur valdið því að fjárhagur Vesturlanda er í molum og við erum að horfa upp á afleiðingarnar af því núna. Þessi aukna spenna og hernaðarbrölt er svar atvinnustjórnmálamanna við bágu efnahagsástandi. Lausnin sem stendur til að bjóða okkur upp á er einfaldlega aukið hernaðarbrölt, því hergagnaiðnaðurinn og stríðsrekstur á að redda efnahagsástandinu og starfsframa stjórnmálamannanna. Í fjárlagafrumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi eru sjö milljarðar króna eyrnamerktir hernaðarbrölti stærri ríkja, þvert á andstöðu þjóðarinnar í þeim efnum. Það er þyngra en tárum taki að sjá rótgrónu íslensku stjórnmálaflokkana leggja blessun sína yfir slíkar ráðstafanir með íslenskar skattakrónur. Í Lýðræðisflokknum er stefna okkar skýr. Ísland er friðarþjóð og vopnakaup af þessu tagi er þvert á siðferðisleg gildi íslensku þjóðarinnar. Á ferð minni um Skagafjörð um helgina hefur þessi útgjaldaliður borist í tal í samræðum mínum við sveitunga hér. Það er ekki einn einasti maður sem ég hef hitt sem kærir sig um þá tilhugsun að sprengjubrot, kostuð af íslenskum skattgreiðendum, munu sundurtæta líkama karla í blóma lífsins, eða að byssukúlur, greiddar af ríkissjóði, endi í höfði eða hjarta þeirra sem eru einhver auðfórnanleg peð atvinnustjórnmálamanna í einhverju geopólitísku valdabrölti. Íslendingar vilja ekki láta bendla sig við neitt af þessu. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Í fyrrakvöld fengum við fregnir af því að Ísrael hafi svarað fyrir árás Írana með því að ráðast á Íran, Írak og Sýrland. Þessi sívaxandi spenna og átök í heiminum eru mér – og eflaust mörgum öðrum – mikið áhyggjuefni og getur valdið fólki bæði kvíða og angist. Í Covid-19 tímabilinu horfðu skattgreiðendur um gjörvöll Vesturlönd upp á eina stærstu (ef ekki stærstu) eignatilfærslu á fjármunum sínum í hendur einkaaðila. Þetta hefur valdið því að fjárhagur Vesturlanda er í molum og við erum að horfa upp á afleiðingarnar af því núna. Þessi aukna spenna og hernaðarbrölt er svar atvinnustjórnmálamanna við bágu efnahagsástandi. Lausnin sem stendur til að bjóða okkur upp á er einfaldlega aukið hernaðarbrölt, því hergagnaiðnaðurinn og stríðsrekstur á að redda efnahagsástandinu og starfsframa stjórnmálamannanna. Í fjárlagafrumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi eru sjö milljarðar króna eyrnamerktir hernaðarbrölti stærri ríkja, þvert á andstöðu þjóðarinnar í þeim efnum. Það er þyngra en tárum taki að sjá rótgrónu íslensku stjórnmálaflokkana leggja blessun sína yfir slíkar ráðstafanir með íslenskar skattakrónur. Í Lýðræðisflokknum er stefna okkar skýr. Ísland er friðarþjóð og vopnakaup af þessu tagi er þvert á siðferðisleg gildi íslensku þjóðarinnar. Á ferð minni um Skagafjörð um helgina hefur þessi útgjaldaliður borist í tal í samræðum mínum við sveitunga hér. Það er ekki einn einasti maður sem ég hef hitt sem kærir sig um þá tilhugsun að sprengjubrot, kostuð af íslenskum skattgreiðendum, munu sundurtæta líkama karla í blóma lífsins, eða að byssukúlur, greiddar af ríkissjóði, endi í höfði eða hjarta þeirra sem eru einhver auðfórnanleg peð atvinnustjórnmálamanna í einhverju geopólitísku valdabrölti. Íslendingar vilja ekki láta bendla sig við neitt af þessu. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar