Vaxandi stríðsátök, en með íslenskum vopnum? Eldur Smári Kristinsson skrifar 28. október 2024 07:47 Í fyrrakvöld fengum við fregnir af því að Ísrael hafi svarað fyrir árás Írana með því að ráðast á Íran, Írak og Sýrland. Þessi sívaxandi spenna og átök í heiminum eru mér – og eflaust mörgum öðrum – mikið áhyggjuefni og getur valdið fólki bæði kvíða og angist. Í Covid-19 tímabilinu horfðu skattgreiðendur um gjörvöll Vesturlönd upp á eina stærstu (ef ekki stærstu) eignatilfærslu á fjármunum sínum í hendur einkaaðila. Þetta hefur valdið því að fjárhagur Vesturlanda er í molum og við erum að horfa upp á afleiðingarnar af því núna. Þessi aukna spenna og hernaðarbrölt er svar atvinnustjórnmálamanna við bágu efnahagsástandi. Lausnin sem stendur til að bjóða okkur upp á er einfaldlega aukið hernaðarbrölt, því hergagnaiðnaðurinn og stríðsrekstur á að redda efnahagsástandinu og starfsframa stjórnmálamannanna. Í fjárlagafrumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi eru sjö milljarðar króna eyrnamerktir hernaðarbrölti stærri ríkja, þvert á andstöðu þjóðarinnar í þeim efnum. Það er þyngra en tárum taki að sjá rótgrónu íslensku stjórnmálaflokkana leggja blessun sína yfir slíkar ráðstafanir með íslenskar skattakrónur. Í Lýðræðisflokknum er stefna okkar skýr. Ísland er friðarþjóð og vopnakaup af þessu tagi er þvert á siðferðisleg gildi íslensku þjóðarinnar. Á ferð minni um Skagafjörð um helgina hefur þessi útgjaldaliður borist í tal í samræðum mínum við sveitunga hér. Það er ekki einn einasti maður sem ég hef hitt sem kærir sig um þá tilhugsun að sprengjubrot, kostuð af íslenskum skattgreiðendum, munu sundurtæta líkama karla í blóma lífsins, eða að byssukúlur, greiddar af ríkissjóði, endi í höfði eða hjarta þeirra sem eru einhver auðfórnanleg peð atvinnustjórnmálamanna í einhverju geopólitísku valdabrölti. Íslendingar vilja ekki láta bendla sig við neitt af þessu. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í fyrrakvöld fengum við fregnir af því að Ísrael hafi svarað fyrir árás Írana með því að ráðast á Íran, Írak og Sýrland. Þessi sívaxandi spenna og átök í heiminum eru mér – og eflaust mörgum öðrum – mikið áhyggjuefni og getur valdið fólki bæði kvíða og angist. Í Covid-19 tímabilinu horfðu skattgreiðendur um gjörvöll Vesturlönd upp á eina stærstu (ef ekki stærstu) eignatilfærslu á fjármunum sínum í hendur einkaaðila. Þetta hefur valdið því að fjárhagur Vesturlanda er í molum og við erum að horfa upp á afleiðingarnar af því núna. Þessi aukna spenna og hernaðarbrölt er svar atvinnustjórnmálamanna við bágu efnahagsástandi. Lausnin sem stendur til að bjóða okkur upp á er einfaldlega aukið hernaðarbrölt, því hergagnaiðnaðurinn og stríðsrekstur á að redda efnahagsástandinu og starfsframa stjórnmálamannanna. Í fjárlagafrumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi eru sjö milljarðar króna eyrnamerktir hernaðarbrölti stærri ríkja, þvert á andstöðu þjóðarinnar í þeim efnum. Það er þyngra en tárum taki að sjá rótgrónu íslensku stjórnmálaflokkana leggja blessun sína yfir slíkar ráðstafanir með íslenskar skattakrónur. Í Lýðræðisflokknum er stefna okkar skýr. Ísland er friðarþjóð og vopnakaup af þessu tagi er þvert á siðferðisleg gildi íslensku þjóðarinnar. Á ferð minni um Skagafjörð um helgina hefur þessi útgjaldaliður borist í tal í samræðum mínum við sveitunga hér. Það er ekki einn einasti maður sem ég hef hitt sem kærir sig um þá tilhugsun að sprengjubrot, kostuð af íslenskum skattgreiðendum, munu sundurtæta líkama karla í blóma lífsins, eða að byssukúlur, greiddar af ríkissjóði, endi í höfði eða hjarta þeirra sem eru einhver auðfórnanleg peð atvinnustjórnmálamanna í einhverju geopólitísku valdabrölti. Íslendingar vilja ekki láta bendla sig við neitt af þessu. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun