Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar 29. október 2024 10:01 Við athuganir á kennaraskortinum alræmda, tók ég eftir því að á ákveðnu tímabili dró úr honum. Tímabili sem hófst haustið 2008, þegar hér varð fjármálahrun sem er greypt í þjóðarsálina. Þá jókst hlutfall kennara við störf í skólum landsins. Aðföngin spruttu fram. En er hægt að tala um skort þegar aðföng eru til staðar? Aðföng sem voru bara vant við látin við að sinna öðrum störfum á almennum markaði á meðan veislan var í gangi og hagvöxtur blússandi. En 2008 steyptist almenni markaðurinn svo til beint á andlitið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Í kjölfarið var gríðarlegt atvinnuleysi og neyddust þá kennarar til að hverfa frá öðrum störfum og fara aftur að kenna. Nú talar fólk um kreppu, háa stýrivexti og húsnæðismarkaðinn, en hvers vegna sést ekki sama þróun núna og 2008? Hvar eru þessi aðföng? Eru hlutirnir ekki nógu slæmir enn sem komið er? Þurfa hlutirnir að versna svo aðföngin, sem hafa horfið frá kennarastörfum, séu tilneydd til baka? Er best að þeir sem kenna geri það af illri nauðsyn? Er það hagvöxturinn og kaupmáttaraukning sem heldur þeim frá? Hugnast þeim frekar að vinna þar sem hægt er að biðja um launahækkun fyrir vel unnin störf? Er kennarastarfið yfirhöfuð samkeppnishæft? Á þetta eingöngu að vera hugsjónastarf? Það virðist að minnsta kosti enn sem komið er auðvelt að finna eitthvað annað að gera. Starf sem er kannski bara minna vesen. Kannski þarf bara annað hrun? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Við athuganir á kennaraskortinum alræmda, tók ég eftir því að á ákveðnu tímabili dró úr honum. Tímabili sem hófst haustið 2008, þegar hér varð fjármálahrun sem er greypt í þjóðarsálina. Þá jókst hlutfall kennara við störf í skólum landsins. Aðföngin spruttu fram. En er hægt að tala um skort þegar aðföng eru til staðar? Aðföng sem voru bara vant við látin við að sinna öðrum störfum á almennum markaði á meðan veislan var í gangi og hagvöxtur blússandi. En 2008 steyptist almenni markaðurinn svo til beint á andlitið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Í kjölfarið var gríðarlegt atvinnuleysi og neyddust þá kennarar til að hverfa frá öðrum störfum og fara aftur að kenna. Nú talar fólk um kreppu, háa stýrivexti og húsnæðismarkaðinn, en hvers vegna sést ekki sama þróun núna og 2008? Hvar eru þessi aðföng? Eru hlutirnir ekki nógu slæmir enn sem komið er? Þurfa hlutirnir að versna svo aðföngin, sem hafa horfið frá kennarastörfum, séu tilneydd til baka? Er best að þeir sem kenna geri það af illri nauðsyn? Er það hagvöxturinn og kaupmáttaraukning sem heldur þeim frá? Hugnast þeim frekar að vinna þar sem hægt er að biðja um launahækkun fyrir vel unnin störf? Er kennarastarfið yfirhöfuð samkeppnishæft? Á þetta eingöngu að vera hugsjónastarf? Það virðist að minnsta kosti enn sem komið er auðvelt að finna eitthvað annað að gera. Starf sem er kannski bara minna vesen. Kannski þarf bara annað hrun? Höfundur er kennari.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar