Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar 29. október 2024 12:03 Í samskiptum og samvinnu við fólkið í lífi okkar, hvort sem um ræðir fjölskyldumeðlimi, maka, vini eða vinnufélaga er eðlilegt að greina stundum á. Fólk byggir hegðun sína og samskipti á ólíkum gildum og viðhorfum. Ástarsambandið er ekki undanskilið þessu. Áralangar rannsóknir á pörum hafa sýnt að þau sem eru góð í að takast á við ágreining – þau sem kunna að rífast – eru margfalt líklegri til þess að eiga í löngu og hamingjuríku sambandi heldur en þau sem eiga í vandræðum með að takast á við ágreining. En hvernig veit ég hvort ég sé góð í að rífast? Einn af lykilþáttum í að viðhalda heilbrigðu ástarsambandi er að vera góð í að takast á við ágreining í sameiningu. Það getur komið sér vel að vera góður í að vera óánægður og kunna að velja viðbörgðin sín. Við erum mörg gjörn á að bregðast við á sjálfsstýringu án þess að velta fyrir okkur hvernig væri heppilegast að bregðast við. Það getur verið freistandi eða jafnvel sjálfvirkt viðbragð að grípa til ásakana, gagnrýna og fara í vörn en hjálplegra er að mæta til leiks með viljann að vopni. Það er viljann til þess að komast að samkomulagi og gera málamiðlanir. Með því erum við að velja viðbrögðin okkar. Viljinn til samvinnu kemur okkur hálfa leið. Þau pör sem eru gjörn að bregðast við með vörn og/eða ásökunum eru ekki að mæta ágreiningnum í sameiningu og persónugera vandann jafnvel, þ.e. fara að kenna hvort öðru um í stað þess að líta á vandann sem sjálfstæðan og leita lausna í sameiningu. Þessi pör eru því miður ólíklegri til þess að endast og eiga í hamingjuríku ástarsambandi. Örvæntið þó ekki, því það er vel hægt að læra að rífast með árangursríkari hætti. Ef ástarsambandið er orðið fast í hjólförum vanans, jafnvel farið að taka orku frekar en að gefa orku, ef við erum farin að glíma við tíðan ágreining eða ef við hreinlega viljum hressa upp á samskiptin, þá getur reynst gagnlegt að leita til fagaðila og fá stuðning. Parameðferð hjá fjölskyldufræðingi er ekki bara árangursríkt úrræði sem byggir á gagnreyndum aðferðum heldur getur líka verið skemmtilegt og fræðandi að sækja slíka meðferð og vinna þannig að hamingjuríku ástarsambandi. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Fjölskyldumál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í samskiptum og samvinnu við fólkið í lífi okkar, hvort sem um ræðir fjölskyldumeðlimi, maka, vini eða vinnufélaga er eðlilegt að greina stundum á. Fólk byggir hegðun sína og samskipti á ólíkum gildum og viðhorfum. Ástarsambandið er ekki undanskilið þessu. Áralangar rannsóknir á pörum hafa sýnt að þau sem eru góð í að takast á við ágreining – þau sem kunna að rífast – eru margfalt líklegri til þess að eiga í löngu og hamingjuríku sambandi heldur en þau sem eiga í vandræðum með að takast á við ágreining. En hvernig veit ég hvort ég sé góð í að rífast? Einn af lykilþáttum í að viðhalda heilbrigðu ástarsambandi er að vera góð í að takast á við ágreining í sameiningu. Það getur komið sér vel að vera góður í að vera óánægður og kunna að velja viðbörgðin sín. Við erum mörg gjörn á að bregðast við á sjálfsstýringu án þess að velta fyrir okkur hvernig væri heppilegast að bregðast við. Það getur verið freistandi eða jafnvel sjálfvirkt viðbragð að grípa til ásakana, gagnrýna og fara í vörn en hjálplegra er að mæta til leiks með viljann að vopni. Það er viljann til þess að komast að samkomulagi og gera málamiðlanir. Með því erum við að velja viðbrögðin okkar. Viljinn til samvinnu kemur okkur hálfa leið. Þau pör sem eru gjörn að bregðast við með vörn og/eða ásökunum eru ekki að mæta ágreiningnum í sameiningu og persónugera vandann jafnvel, þ.e. fara að kenna hvort öðru um í stað þess að líta á vandann sem sjálfstæðan og leita lausna í sameiningu. Þessi pör eru því miður ólíklegri til þess að endast og eiga í hamingjuríku ástarsambandi. Örvæntið þó ekki, því það er vel hægt að læra að rífast með árangursríkari hætti. Ef ástarsambandið er orðið fast í hjólförum vanans, jafnvel farið að taka orku frekar en að gefa orku, ef við erum farin að glíma við tíðan ágreining eða ef við hreinlega viljum hressa upp á samskiptin, þá getur reynst gagnlegt að leita til fagaðila og fá stuðning. Parameðferð hjá fjölskyldufræðingi er ekki bara árangursríkt úrræði sem byggir á gagnreyndum aðferðum heldur getur líka verið skemmtilegt og fræðandi að sækja slíka meðferð og vinna þannig að hamingjuríku ástarsambandi. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun