„Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 13:01 Jón Ingi Sveinsson hélt blaði fyrir andliti sínu við upphaf aðalmeðferðarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Í gær gaf Jón Ingi skýrslu varðandi meinta skipulagða brotastarfsemi sem snerist um sölu og dreifingu fíkniefna sem mun hafa verið í gangi frá síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Í dag var hann spurður út í tvo ákæruliði sem báðir varða skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Kom af fjöllum „Ég hafna þessu algjörlega,“ sagði Jón Ingi, klæddur í svarta Real Madrid-treyju, þegar hann var spurður út í fyrri ákæruliðinn af áðurnefndum tveimur. „Ég veit ekkert um þessa peninga. Ég kem alveg af fjöllum.“ Í ákæruliðnum er honum og Pétri Þór Elíassyni gefið að sök að hafa í vörslum sínum tæplega 12,4 milljónir króna í reiðufé sem hafi verið ávinningur skipulagðrar brotastarfsemi. Jón Ingi er sagður hafa afhent öðrum sakborningi málsins peninginn á heimili sínu í Reykjavík. Sá sakborningur hafi síðan farið með peninginn á bifreiðaverkstæði Péturs og afhent Pétri þá. Hann hafi síðan daginn eftir afhent peninga enn öðrum sakborningnum, en lögregla stöðvaði lögregla akstur hans. „Veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Að sögn Jóns Inga var sakborningurinn sem sótti peningana nágranni hans, og hafði jafnframt verið með honum á sjó. Sakborningurinn hafi komið nokkrum sinnum heim til hans, en Jón Ingi kannast ekki við að hafa gefið honum poka eða að hann hafi verið að gera eitthvað fyrir hann. Sá sakborningur mun hafa sagt við lögreglu að hann hafi tekið við peningunum frá Jóni Inga. „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt,“ sagði Jón Ingi. „Við vorum alveg félagar. Ég veit ekki af hverju hann ætti að segja að ég hafi rétt honum einhvern poka.“ Hann sagði að honum þætti þetta mál ofboðslega langsótt. Miðað við lýsingarnar hafi tólf milljónir verið geymdar um nótt á bifreiðaverkstæði, sem Jóni þyki sérkennilegt og hæpið „Mér finnst þetta svo skrýtið. Og það er skrýtið að bendla mig við þetta allt.“ „Ekki ég í þessu símtali“ Hinn ákæruliðurinn sem Jón Ingi var spurður út í var að mörgu leyti svipaður, en hann varðar tæplega 16,2 milljónir króna og flutning á peningunum um höfuðborgarsvæðið. Karl Ingi Vilbergsson vísaði til hljóðritaðs símtals þegar hann spurði Jón Inga út í málið. „Þetta er ekki ég í þessu símtali,“ sagði hann og bætti síðan við að hann gæti fullyrt það. Hann var spurður út í að hinn sakborningurinn hefði komið heim til hans. Jón Ingi sagði það vel geta passað. Sakborningurinn hafi stundum komið til hans, borðað langloku, drukkið kaffi og farið svo. „Hann var með bréfpoka með sér?“ spurði Karl Ingi. „Ætli það hafi ekki bara verið samloka?“ svaraði Jón Ingi. „Það er ekkert óeðlilegt að hann hafi komið heim til mín,“ sagði Jón Ingi sem gagnrýndi lögregluna. „Mér finnst löggan vera að reyna að setja mig í þetta hlutverk, og henni langar það svo rosalega mikið.“ Há en ekki óeðlileg upphæð Jafnframt gagnrýndi Jón Ingi að rúmlega 24 þúsund evrur sem væru í hans eigu hefðu verið gerðar upptækar af lögreglu. Hann sagðist hafa aflað þeirra með því að þjónusta erlenda laxveiðimenn víða um land, og fyrir það hefði hann fengið greitt í evrum því hann væri ekki með posa. Hann útskýrði að hann væri að leigja þessum mönnum búnað, kaupa mat handa þeim og áfengi. Jón Ingi sagðist hafa gert grein fyrir þessum tekjum í skattframtali. „Þetta er há upphæð, ég veit það, en þetta er ekki óeðlileg upphæð.“ Mikið að gera á verkstæðinu Pétur gaf einnig sína aðra skýrslu í dag. Hann var spurður út í meint peningaþvætti sem líkt og áður segir tengdist bílaverkstæði hans. Hann sagðist ekki vera viss um hvort hann hafi verið á vettvangi þegar peningurinn kom á verkstæðið. Það væri vegna þess að þegar hann væri að vinna væri mikið að gera hjá honum, og stundum væri hann ekki á sjálfu verkstæðinu heldur að sækja varahluti úti í bæ. Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Í gær gaf Jón Ingi skýrslu varðandi meinta skipulagða brotastarfsemi sem snerist um sölu og dreifingu fíkniefna sem mun hafa verið í gangi frá síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Í dag var hann spurður út í tvo ákæruliði sem báðir varða skipulagða brotastarfsemi og peningaþvætti. Kom af fjöllum „Ég hafna þessu algjörlega,“ sagði Jón Ingi, klæddur í svarta Real Madrid-treyju, þegar hann var spurður út í fyrri ákæruliðinn af áðurnefndum tveimur. „Ég veit ekkert um þessa peninga. Ég kem alveg af fjöllum.“ Í ákæruliðnum er honum og Pétri Þór Elíassyni gefið að sök að hafa í vörslum sínum tæplega 12,4 milljónir króna í reiðufé sem hafi verið ávinningur skipulagðrar brotastarfsemi. Jón Ingi er sagður hafa afhent öðrum sakborningi málsins peninginn á heimili sínu í Reykjavík. Sá sakborningur hafi síðan farið með peninginn á bifreiðaverkstæði Péturs og afhent Pétri þá. Hann hafi síðan daginn eftir afhent peninga enn öðrum sakborningnum, en lögregla stöðvaði lögregla akstur hans. „Veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Að sögn Jóns Inga var sakborningurinn sem sótti peningana nágranni hans, og hafði jafnframt verið með honum á sjó. Sakborningurinn hafi komið nokkrum sinnum heim til hans, en Jón Ingi kannast ekki við að hafa gefið honum poka eða að hann hafi verið að gera eitthvað fyrir hann. Sá sakborningur mun hafa sagt við lögreglu að hann hafi tekið við peningunum frá Jóni Inga. „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt,“ sagði Jón Ingi. „Við vorum alveg félagar. Ég veit ekki af hverju hann ætti að segja að ég hafi rétt honum einhvern poka.“ Hann sagði að honum þætti þetta mál ofboðslega langsótt. Miðað við lýsingarnar hafi tólf milljónir verið geymdar um nótt á bifreiðaverkstæði, sem Jóni þyki sérkennilegt og hæpið „Mér finnst þetta svo skrýtið. Og það er skrýtið að bendla mig við þetta allt.“ „Ekki ég í þessu símtali“ Hinn ákæruliðurinn sem Jón Ingi var spurður út í var að mörgu leyti svipaður, en hann varðar tæplega 16,2 milljónir króna og flutning á peningunum um höfuðborgarsvæðið. Karl Ingi Vilbergsson vísaði til hljóðritaðs símtals þegar hann spurði Jón Inga út í málið. „Þetta er ekki ég í þessu símtali,“ sagði hann og bætti síðan við að hann gæti fullyrt það. Hann var spurður út í að hinn sakborningurinn hefði komið heim til hans. Jón Ingi sagði það vel geta passað. Sakborningurinn hafi stundum komið til hans, borðað langloku, drukkið kaffi og farið svo. „Hann var með bréfpoka með sér?“ spurði Karl Ingi. „Ætli það hafi ekki bara verið samloka?“ svaraði Jón Ingi. „Það er ekkert óeðlilegt að hann hafi komið heim til mín,“ sagði Jón Ingi sem gagnrýndi lögregluna. „Mér finnst löggan vera að reyna að setja mig í þetta hlutverk, og henni langar það svo rosalega mikið.“ Há en ekki óeðlileg upphæð Jafnframt gagnrýndi Jón Ingi að rúmlega 24 þúsund evrur sem væru í hans eigu hefðu verið gerðar upptækar af lögreglu. Hann sagðist hafa aflað þeirra með því að þjónusta erlenda laxveiðimenn víða um land, og fyrir það hefði hann fengið greitt í evrum því hann væri ekki með posa. Hann útskýrði að hann væri að leigja þessum mönnum búnað, kaupa mat handa þeim og áfengi. Jón Ingi sagðist hafa gert grein fyrir þessum tekjum í skattframtali. „Þetta er há upphæð, ég veit það, en þetta er ekki óeðlileg upphæð.“ Mikið að gera á verkstæðinu Pétur gaf einnig sína aðra skýrslu í dag. Hann var spurður út í meint peningaþvætti sem líkt og áður segir tengdist bílaverkstæði hans. Hann sagðist ekki vera viss um hvort hann hafi verið á vettvangi þegar peningurinn kom á verkstæðið. Það væri vegna þess að þegar hann væri að vinna væri mikið að gera hjá honum, og stundum væri hann ekki á sjálfu verkstæðinu heldur að sækja varahluti úti í bæ.
Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent