„Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2024 14:01 Óskar Bjarni Óskarsson og strákarnir hans fá afar krefjandi verkefni í kvöld. vísir/anton Valur mætir Elvari Erni Jónssyni, Arnari Frey Arnarssyni og félögum þeirra í Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hlakkar til að takast á við Íslendingana og stjörnurnar í liði Melsungen og vonast eftir betri frammistöðu hjá sínum mönnum en í fyrri leiknum. „Við erum bara spenntir. Það er alltaf gaman að spila að spila heima. Þetta er í sjálfu sér fyrsti heimaleikurinn. Við spiluðum [gegn Porto] í Kaplakrika þar FH-ingar og Valsmenn gerðu þetta stórkostlega saman. Núna erum við hérna í N1-höllinni og það er bara eftirvænting. Þetta er toppliðið í Þýskalandi með marga frábæra leikmenn,“ sagði Óskar Bjarni á nokkuð óhefðbundnum blaðamannafundi Vals fyrir leikinn í dag. Valur er í 3. sæti Olís-deildarinnar og hefur náð í eitt stig í Evrópudeildinni. Óskar Bjarni er mátulega sáttur við gengið á tímabilinu. Erum svona lala „Við höfum kroppað í stig hér og þar og eigum inni á flestum vígstöðvum. Það er engin krísa en við viljum klárlega bæta okkur og verðum smám saman betri á öllum vígstöðvum. Við erum svona lala. Það urðu einhverjar breytingar hjá okkur. Við getum ekki alltaf falið okkur bak við það en það tekur tíma að þroskast og verða betri og ég held að það verði þannig í vetur. Þetta verður góður vetur,“ sagði Óskar Bjarni. Magnús Óli Magnússon í leiknum gegn Porto í Kaplakrika. Hann endaði með 27-27 jafntefli.vísir/anton Dagskráin hefur verið stíf hjá Val að undanförnu. Óskar Bjarni segir að það hafi gengið nokkuð vel að halda mönnum við efnið og í góðu standi. Endurheimtin flókin „Það hefur gengið ágætlega. Við ætluðum að bæta okkur í því frá því við vorum síðast í þessari keppni. Það er alltaf talsvert af ferðalögum fyrir Íslendinga og svo erum við með námsmenn og vinnandi menn þannig að endurheimtin er alltaf dálítið flókin. En einbeitingin er í sjálfu sér ágæt. Þú æfir ekki mikið en menn þurfa að liggja aðeins yfir myndböndum og gera vinnuna heima líka. Þeir eiga að verða betri og betri í því,“ sagði Óskar Bjarni. Viktor Sigurðsson er lykilmaður í liði Vals.vísir/anton „Við sjáum hvað verður en mér finnst þetta hrikalega gaman og ég held að strákunum finnist það líka. Þú ert bara að spila á móti alvöru mótherjum; Melsungen, Porto, Vardar. Þetta er það sem þú vildir og er þar sem félagið á að vera. Við reynum að stefna hærra og hærra og verða betri og betri í þessu.“ Fyrirmyndin Elvar Melsungen er sem fyrr sagði á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er ógnarsterkt og verkefni Vals í kvöld því ærið. „Þeir spila góða vörn og eru vel þjálfaðir. Þú þarft alvöru hóp í þessa deild í Þýskalandi. Þeir eru með marga landsliðsmenn og góða leikmenn. Það er gaman að fá Íslendinga, Elvar Örn og Arnar. Við vitum fyrir hvað þeir standa en einbeitum okkur meira að okkur. Við viljum gera mun betur en við gerðum í Þýskalandi,“ sagði Óskar Bjarni en Valur tapaði, 36-21, fyrir Melsungen í síðustu viku. Óskar Bjarni þekkir Elvar vel og hrósaði Selfyssingnum í hástert á blaðamannafundinum. „Fyrir áhorfendur, að fá topplið hingað, og strákana okkar að máta sig við þá bestu er þetta stórkostlegt tækifæri. Það er gaman að fá Elvar og Arnar. Elvar er sennilega einn mesti stríðsmaður sem við eigum. Hann spilar sextíu mínútur í vörn og sókn, með frábært viðhorf, æfir eins og vitleysingur og er góð fyrirmynd. Þetta er maður sem við eigum að ýta upp sem fyrirmynd,“ sagði Óskar Bjarni. Óskar Bjarni segir Elvar Örn Jónsson vera mikla og góða fyrirmynd.getty/Alex Davidson „Arnar finnst mér hafa staðið sig mjög vel. Við erum búnir að skoða alla leikina þeirra í Þýskalandi. Ég vona fyrir hönd landsliðsins að hann stígi ennþá meira upp. Kannski ekki gegn okkur en í öðrum leikjum.“ Leikur Vals og Melsungen hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
„Við erum bara spenntir. Það er alltaf gaman að spila að spila heima. Þetta er í sjálfu sér fyrsti heimaleikurinn. Við spiluðum [gegn Porto] í Kaplakrika þar FH-ingar og Valsmenn gerðu þetta stórkostlega saman. Núna erum við hérna í N1-höllinni og það er bara eftirvænting. Þetta er toppliðið í Þýskalandi með marga frábæra leikmenn,“ sagði Óskar Bjarni á nokkuð óhefðbundnum blaðamannafundi Vals fyrir leikinn í dag. Valur er í 3. sæti Olís-deildarinnar og hefur náð í eitt stig í Evrópudeildinni. Óskar Bjarni er mátulega sáttur við gengið á tímabilinu. Erum svona lala „Við höfum kroppað í stig hér og þar og eigum inni á flestum vígstöðvum. Það er engin krísa en við viljum klárlega bæta okkur og verðum smám saman betri á öllum vígstöðvum. Við erum svona lala. Það urðu einhverjar breytingar hjá okkur. Við getum ekki alltaf falið okkur bak við það en það tekur tíma að þroskast og verða betri og ég held að það verði þannig í vetur. Þetta verður góður vetur,“ sagði Óskar Bjarni. Magnús Óli Magnússon í leiknum gegn Porto í Kaplakrika. Hann endaði með 27-27 jafntefli.vísir/anton Dagskráin hefur verið stíf hjá Val að undanförnu. Óskar Bjarni segir að það hafi gengið nokkuð vel að halda mönnum við efnið og í góðu standi. Endurheimtin flókin „Það hefur gengið ágætlega. Við ætluðum að bæta okkur í því frá því við vorum síðast í þessari keppni. Það er alltaf talsvert af ferðalögum fyrir Íslendinga og svo erum við með námsmenn og vinnandi menn þannig að endurheimtin er alltaf dálítið flókin. En einbeitingin er í sjálfu sér ágæt. Þú æfir ekki mikið en menn þurfa að liggja aðeins yfir myndböndum og gera vinnuna heima líka. Þeir eiga að verða betri og betri í því,“ sagði Óskar Bjarni. Viktor Sigurðsson er lykilmaður í liði Vals.vísir/anton „Við sjáum hvað verður en mér finnst þetta hrikalega gaman og ég held að strákunum finnist það líka. Þú ert bara að spila á móti alvöru mótherjum; Melsungen, Porto, Vardar. Þetta er það sem þú vildir og er þar sem félagið á að vera. Við reynum að stefna hærra og hærra og verða betri og betri í þessu.“ Fyrirmyndin Elvar Melsungen er sem fyrr sagði á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er ógnarsterkt og verkefni Vals í kvöld því ærið. „Þeir spila góða vörn og eru vel þjálfaðir. Þú þarft alvöru hóp í þessa deild í Þýskalandi. Þeir eru með marga landsliðsmenn og góða leikmenn. Það er gaman að fá Íslendinga, Elvar Örn og Arnar. Við vitum fyrir hvað þeir standa en einbeitum okkur meira að okkur. Við viljum gera mun betur en við gerðum í Þýskalandi,“ sagði Óskar Bjarni en Valur tapaði, 36-21, fyrir Melsungen í síðustu viku. Óskar Bjarni þekkir Elvar vel og hrósaði Selfyssingnum í hástert á blaðamannafundinum. „Fyrir áhorfendur, að fá topplið hingað, og strákana okkar að máta sig við þá bestu er þetta stórkostlegt tækifæri. Það er gaman að fá Elvar og Arnar. Elvar er sennilega einn mesti stríðsmaður sem við eigum. Hann spilar sextíu mínútur í vörn og sókn, með frábært viðhorf, æfir eins og vitleysingur og er góð fyrirmynd. Þetta er maður sem við eigum að ýta upp sem fyrirmynd,“ sagði Óskar Bjarni. Óskar Bjarni segir Elvar Örn Jónsson vera mikla og góða fyrirmynd.getty/Alex Davidson „Arnar finnst mér hafa staðið sig mjög vel. Við erum búnir að skoða alla leikina þeirra í Þýskalandi. Ég vona fyrir hönd landsliðsins að hann stígi ennþá meira upp. Kannski ekki gegn okkur en í öðrum leikjum.“ Leikur Vals og Melsungen hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti