Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2024 07:03 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. Vísir/KTD Ökumenn þurfa í sumum tilfellum að greiða hátt í helmingi hærra gjald en ella ef þeir vilja fá ökuskírteini sitt á plasti eftir áramót. Gjald á útgáfu stafrænna ökuskírteina verður aftur á móti óbreytt. Sérstakt gjald fyrir ökuskírteini úr plasti er lagt til í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem var lagður fram á Alþingi í síðustu viku. Gjaldið er meðal annars sagt tilkomið vegna umhverfis-, öryggis- og kostnaðarsjónarmiða. Gjaldið nemur tvö þúsund krónum fyrir plastskírteini en fjögur þúsund krónum ef rétthafi óskar eftir flýtimeðferð. Fólk 65 ára og eldra þarf að greiða fimm hundruð krónur aukalega fyrir að fá skírteini úr plasti. Verði breytingin samþykkt verða plastskírteini 23,2 prósent dýrari en rafræn ökuskírteini en 46,5 prósent dýrari með flýtimeðferð. Kostnaður eldri borgara ykist um 27,8 prósent með nýja gjaldinu. Á að stytta afgreiðslutímann Ákveðið var að flytja framleiðslu á plastökuskírteinum til Íslands þegar samningur við erlendan aðila rann út. Í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra segir að hluta þeirrar ákvörðunar megi rekja til öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi fram að þessu verið flutt vikulega til landsins. Einnig hafi verið horft til þess að draga úr framleiðslu á plastskírteinum og auka notkun þeirra rafrænu. Með því að flytja framleiðslu plastskírteinanna til Íslands eigi afgreiðslutími þeirra að styttast verulega. Margra mánaða bið hefur verið eftir plastökuskírteinum á þessu ári. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvatti fólk til þess að nota frekar rafræn skírteini í síðasta mánuði. Frumvarpið um breytingarnar er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hægt er að senda inn umsagnir um það til 31. október. Bílar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sérstakt gjald fyrir ökuskírteini úr plasti er lagt til í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem var lagður fram á Alþingi í síðustu viku. Gjaldið er meðal annars sagt tilkomið vegna umhverfis-, öryggis- og kostnaðarsjónarmiða. Gjaldið nemur tvö þúsund krónum fyrir plastskírteini en fjögur þúsund krónum ef rétthafi óskar eftir flýtimeðferð. Fólk 65 ára og eldra þarf að greiða fimm hundruð krónur aukalega fyrir að fá skírteini úr plasti. Verði breytingin samþykkt verða plastskírteini 23,2 prósent dýrari en rafræn ökuskírteini en 46,5 prósent dýrari með flýtimeðferð. Kostnaður eldri borgara ykist um 27,8 prósent með nýja gjaldinu. Á að stytta afgreiðslutímann Ákveðið var að flytja framleiðslu á plastökuskírteinum til Íslands þegar samningur við erlendan aðila rann út. Í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra segir að hluta þeirrar ákvörðunar megi rekja til öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi fram að þessu verið flutt vikulega til landsins. Einnig hafi verið horft til þess að draga úr framleiðslu á plastskírteinum og auka notkun þeirra rafrænu. Með því að flytja framleiðslu plastskírteinanna til Íslands eigi afgreiðslutími þeirra að styttast verulega. Margra mánaða bið hefur verið eftir plastökuskírteinum á þessu ári. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvatti fólk til þess að nota frekar rafræn skírteini í síðasta mánuði. Frumvarpið um breytingarnar er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hægt er að senda inn umsagnir um það til 31. október.
Bílar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira