Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 18:15 Þingflokkur Miðflokksins telur nú þrjá en Jakob Frímann var rétt í þessu að ganga til liðs við þá Sigmund Davíð og Bergþór. Jakob Frímann vill ekkert tjá sig um viðskipti sín og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Ekki nema bara óska henni og hennar fólki alls hins besta. vísir/vilhelm Miðflokknum hefur borist góður liðsauki því nú rétt í þessu var gengið frá því að Jakob Frímann Magnússon, sem áður var í Flokki fólksins, hefur gengið til liðs hann. Jakob sagði sig nýverið úr Flokki fólksins eftir að honum hafði óvænt verið vikið úr oddvitasætinu í Norðurlandi eystra, en við stöðu hans þar tók Sigurjón Þórðarson. Jakob var ekki lengi utan flokka á þingi en Miðflokkurinn hefur nú þrjá í sínu þingliði: Formanninn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingflokksformanninn Bergþór Ólason. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá allra flokkanna til hlítar og les mikla skynsemishyggju úr stefnu Miðflokksins eins og hún birtist á vefnum. Hún rímar að mörgu leyti við mín lífsviðhorf og það sem ég hef einbeitt mér að á undanförnum árum, sem er að bæta hlut viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Jakob segir að í lykilmálum sé stefna Miðflokksins skýr og hún falli sér vel að skapi. En voru fleiri flokkar sem komu til greina? „Ég fór yfir stefnu allra flokkanna og mátaði mín viðhorf við þær stefnur og ég vil segja hreint út að þetta varð niðurstaða mín.“ Það kom mönnum á óvart þegar Sigurjóni var skipt inn og þér út. Hvað geturðu sagt mér um viðskipti þín og Ingu Sæland? „Ég ætla ekki að tjá mig um þau samskipti að öðru leyti en því að ég óska henni og hennar fólki alls hins besta.“ En hvert verður framhaldið, munt þú fara fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum, sem eru eftir mánuð? „Ég ætla ekki að sjá mig frekar á þessu stigi málsins.“ Í kvöld mun Miðflokkurinn kynna lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og verður spennandi að sjá hvort Jakob Frímann verði þar á meðal frambjóðenda. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Jakob sagði sig nýverið úr Flokki fólksins eftir að honum hafði óvænt verið vikið úr oddvitasætinu í Norðurlandi eystra, en við stöðu hans þar tók Sigurjón Þórðarson. Jakob var ekki lengi utan flokka á þingi en Miðflokkurinn hefur nú þrjá í sínu þingliði: Formanninn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingflokksformanninn Bergþór Ólason. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá allra flokkanna til hlítar og les mikla skynsemishyggju úr stefnu Miðflokksins eins og hún birtist á vefnum. Hún rímar að mörgu leyti við mín lífsviðhorf og það sem ég hef einbeitt mér að á undanförnum árum, sem er að bæta hlut viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Jakob segir að í lykilmálum sé stefna Miðflokksins skýr og hún falli sér vel að skapi. En voru fleiri flokkar sem komu til greina? „Ég fór yfir stefnu allra flokkanna og mátaði mín viðhorf við þær stefnur og ég vil segja hreint út að þetta varð niðurstaða mín.“ Það kom mönnum á óvart þegar Sigurjóni var skipt inn og þér út. Hvað geturðu sagt mér um viðskipti þín og Ingu Sæland? „Ég ætla ekki að tjá mig um þau samskipti að öðru leyti en því að ég óska henni og hennar fólki alls hins besta.“ En hvert verður framhaldið, munt þú fara fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum, sem eru eftir mánuð? „Ég ætla ekki að sjá mig frekar á þessu stigi málsins.“ Í kvöld mun Miðflokkurinn kynna lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og verður spennandi að sjá hvort Jakob Frímann verði þar á meðal frambjóðenda.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira