Tónlistarkonan Olivia Rodrigo fékk að heyra það út af kjöri Rodri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 07:30 Tónlistarkonan Olivia Rodrigo og knattspyrnumaðurinn Rodri eru með svipað nafn og það skapaði ákveðinn misskilning. Getty/Frazer Harrison/MI News Nettröllin lentu í ákveðnu vandamáli þegar þau vildu herja á spænska miðjumanninn Rodri eftir að hann fékk Gullhnöttinn, Ballon d'Or, á mánudagskvöldið. Það er þekkt vandamál í dag að frægt íþróttafólk fær yfir sig alls konar leiðindi á samfélagsmiðlum þegar einhver er ósáttur með þau. Vettvangur til að koma þessum leiðindum á framfæri er svo sannarlega til staðar með öllum þessum samfélagsmiðlum sem eru í boði. Margir aðdáendur Vinícius Júnior og Real Madrid voru virkilega ósáttir með að Brasilíumaðurinn fékk ekki þessi virtustu verðlaun fótboltamanna. Þessir ósáttu aðdáendur hans fóru á netið og leituðu af samfélagsmiðlum spænska miðjumannsins Rodri sem hafði betur í kjörinu. Það gekk skiljanlega mjög illa vegna þess að besti fótboltamaður heims er ekki með neina samfélagsmiðla. Rodri finnst ekki á Instagram, Tik Tok, Facebook eða á X-inu. Hann hafði því ekki birt neina mynd af sér stoltum með Gullhnöttinn eftirsótta. Sum nettröllin voru ekki með það á hreinu eða sættu sig bara ekki við þá staðreynd. Þeir fóru að leita að aðgangi Rodri og margir þeirra fundu í staðin samfélagsmiðla bandarísku tónlistarkonunnar Oliviu Rodrigo. Eftirnafn hennar, Rodrigo, er auðvitað mjög líkt Rodri. Hann heitir líka fullu nafni Rodrigo Hernández Cascante. Tónlistarkonan fékk því að heyra það út af kjöri Rodri og kom örugglega alveg af fjöllum. Alls konar skilaboð ekkert tengd henni. Hún hefur auðvitað verið upptekin á hljómleikaferðlagi, Guts World Tour, og hélt tónleika síðast í Sydney í Ástralíu. Rodri er heldur ekkert á leiðinni á samfélagsmiðla á næstunni enda þekktur fyrir að lifa mjög venjulegu lífi laus við öll látalæti og óþarfa athygli. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Sjá meira
Það er þekkt vandamál í dag að frægt íþróttafólk fær yfir sig alls konar leiðindi á samfélagsmiðlum þegar einhver er ósáttur með þau. Vettvangur til að koma þessum leiðindum á framfæri er svo sannarlega til staðar með öllum þessum samfélagsmiðlum sem eru í boði. Margir aðdáendur Vinícius Júnior og Real Madrid voru virkilega ósáttir með að Brasilíumaðurinn fékk ekki þessi virtustu verðlaun fótboltamanna. Þessir ósáttu aðdáendur hans fóru á netið og leituðu af samfélagsmiðlum spænska miðjumannsins Rodri sem hafði betur í kjörinu. Það gekk skiljanlega mjög illa vegna þess að besti fótboltamaður heims er ekki með neina samfélagsmiðla. Rodri finnst ekki á Instagram, Tik Tok, Facebook eða á X-inu. Hann hafði því ekki birt neina mynd af sér stoltum með Gullhnöttinn eftirsótta. Sum nettröllin voru ekki með það á hreinu eða sættu sig bara ekki við þá staðreynd. Þeir fóru að leita að aðgangi Rodri og margir þeirra fundu í staðin samfélagsmiðla bandarísku tónlistarkonunnar Oliviu Rodrigo. Eftirnafn hennar, Rodrigo, er auðvitað mjög líkt Rodri. Hann heitir líka fullu nafni Rodrigo Hernández Cascante. Tónlistarkonan fékk því að heyra það út af kjöri Rodri og kom örugglega alveg af fjöllum. Alls konar skilaboð ekkert tengd henni. Hún hefur auðvitað verið upptekin á hljómleikaferðlagi, Guts World Tour, og hélt tónleika síðast í Sydney í Ástralíu. Rodri er heldur ekkert á leiðinni á samfélagsmiðla á næstunni enda þekktur fyrir að lifa mjög venjulegu lífi laus við öll látalæti og óþarfa athygli. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Sjá meira