Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 13:02 Nikolaj Hansen þurfti að fjarlægja logandi blys af gervigrasinu í Víkinni. Nóttina fyrir leik voru mörg bretti máluð í Breiðablikslitum af óprúttnum aðila. Óspektir stuðningsmanna á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta eru komnar inn á borð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Víkingar kalla einnig eftir refsingu vegna skemmdarverka í skjóli nætur fyrir leik en ólíklegt mun vera að nefndin refsi Blikum vegna þeirra. Nóttina fyrir úrslitaleikinn komst óprúttinn aðili inn á Víkingssvæði, vopnaður málningarrúllu og grænni málningu í anda Breiðabliks. Samkvæmt frétt Fótbolta.net málaði hann um 250-300 bretti í grænum lit, af um 2.000 brettum sem komið var upp sérstaklega vegna leiksins til að sem flestir áhorfendur gætu orðið vitni að sögulegri stund. Í frétt Fótbolta.net var því jafnframt haldið fram að Víkingar ætluðu að kæra Breiðablik vegna málsins, og að tjónið næmi einni og hálfri milljón. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir í samtali við Vísi í dag að enn standi til að leita til KSÍ vegna málsins. Tjónið vegna brettanna sé minna en óttast var en að málning hafi einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ segir Haraldur við Vísi. Blysi kastað inn á völlinn Það á eftir að skýrast hvað lögregla aðhefst vegna málsins en samkvæmt upplýsingum Vísis er aftur á móti afar ólíklegt að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ refsi Breiðabliki vegna skemmdarverkanna. Þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Þó mun vera minnst á skemmdarverkin í langri atvikalýsingu eftirlitsmanns KSÍ þar sem önnur ólæti, á meðan á leik stóð, eru rakin. Þar mun meðal annars vera horft til þess að stuðningsmenn beggja liða kveiktu á blysum. Í eitt skiptið, eftir þriðja og síðasta mark Blika í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim titilinn, þurfti Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, að fjarlægja logandi blys af gervigrasvellinum eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Nikolaj fjarlægði blys af vellinum Aga- og úrskurðarnefnd gefur væntanlega bæði Víkingi og Breiðabliki færi á að segja sína hlið áður en hún fundar næsta þriðjudag, þar sem úrskurðar má vænta. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Nóttina fyrir úrslitaleikinn komst óprúttinn aðili inn á Víkingssvæði, vopnaður málningarrúllu og grænni málningu í anda Breiðabliks. Samkvæmt frétt Fótbolta.net málaði hann um 250-300 bretti í grænum lit, af um 2.000 brettum sem komið var upp sérstaklega vegna leiksins til að sem flestir áhorfendur gætu orðið vitni að sögulegri stund. Í frétt Fótbolta.net var því jafnframt haldið fram að Víkingar ætluðu að kæra Breiðablik vegna málsins, og að tjónið næmi einni og hálfri milljón. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir í samtali við Vísi í dag að enn standi til að leita til KSÍ vegna málsins. Tjónið vegna brettanna sé minna en óttast var en að málning hafi einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ segir Haraldur við Vísi. Blysi kastað inn á völlinn Það á eftir að skýrast hvað lögregla aðhefst vegna málsins en samkvæmt upplýsingum Vísis er aftur á móti afar ólíklegt að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ refsi Breiðabliki vegna skemmdarverkanna. Þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Þó mun vera minnst á skemmdarverkin í langri atvikalýsingu eftirlitsmanns KSÍ þar sem önnur ólæti, á meðan á leik stóð, eru rakin. Þar mun meðal annars vera horft til þess að stuðningsmenn beggja liða kveiktu á blysum. Í eitt skiptið, eftir þriðja og síðasta mark Blika í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim titilinn, þurfti Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, að fjarlægja logandi blys af gervigrasvellinum eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Nikolaj fjarlægði blys af vellinum Aga- og úrskurðarnefnd gefur væntanlega bæði Víkingi og Breiðabliki færi á að segja sína hlið áður en hún fundar næsta þriðjudag, þar sem úrskurðar má vænta.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn