Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ Kristín Ólafsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 30. október 2024 19:57 Fjölskylda Ibrahims ætlar að halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Fjölmenni kom saman í Hafnarfirði síðdegis í dag til minningar um Ibrahim Shah, átta ára dreng sem lést þegar steypubíl var ekið yfir hann á leið heim af fótboltaæfingu. Í dag, 30. október, er nákvæmlega ár frá slysinu. Nokkur hundruð manns komu saman í dag fyrir utan Haukaheimilið í Hafnarfirði, þar sem Ibrahim æfði fótbolta. Viðstaddir gengu sömu leið og Ibrahim var vanur að ganga heim af æfingum og numu staðar við slysstaðinn, á iðnaðarsvæði við Ásvallalaug. Þar var haldin minningarstund þar sem fólk lagði kerti og blóm á götuna í mikilli kyrrð. Í Haukaheimili ávörpuðu foreldrar Ibrahims viðstadda. Slíkt hið sama gerðu vinir hans og bekkjarfélagar sem töluðu um hvað Ibrahim hafi verið góður, kurteis og góður vinur. Góður í fótbolta, fyndinn og sagt fyndna brandara. Samar E. Zahida systir Ibrahim varð meyr við að sjá fjölmennið á minningarathöfninni. „Hann var elskaður. Þetta er búið að vera fallegt. Ég veit að hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring,“ sagði Samar sem ræddi við fréttastofu að lokinni athöfninni. „Þetta var hugmyndin hennar mömmu. Hún vildi endurtaka daginn hans Ibrahim. Hann hafði komið á æfingu og hún kláraðist klukkan fimm. Þá hjólar hann þessa leið þegar hann verður fyrir steypubílnum. Okkur langaði að heiðra minningu hans á þessum stað.“ Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Hún er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég get alveg sagt það að ég þekki ekki allt þetta fólk. Það er mjög fallegt að sjá hversu margir hafa fundið til og hvað þetta hefur snert marga. Þau komu hingað til að standa með okkur. Maður getur ekki beðið um betra bakland.“ Sheikh Aamir, faðir Ibrahims og eigandi veitingastaðarins Shalimar, ræddi sömuleiðis við fréttastofu þann 9. janúar síðastliðinn, þegar Ibrahim hefði orðið níu ára. Þá ákváðu foreldrar hans að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Sheikh. Frá minningarstundinni.vísir/sigurjón Kveikt var á kertum til minningar um Ibrahim.vísir/sigurjón Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Nokkur hundruð manns komu saman í dag fyrir utan Haukaheimilið í Hafnarfirði, þar sem Ibrahim æfði fótbolta. Viðstaddir gengu sömu leið og Ibrahim var vanur að ganga heim af æfingum og numu staðar við slysstaðinn, á iðnaðarsvæði við Ásvallalaug. Þar var haldin minningarstund þar sem fólk lagði kerti og blóm á götuna í mikilli kyrrð. Í Haukaheimili ávörpuðu foreldrar Ibrahims viðstadda. Slíkt hið sama gerðu vinir hans og bekkjarfélagar sem töluðu um hvað Ibrahim hafi verið góður, kurteis og góður vinur. Góður í fótbolta, fyndinn og sagt fyndna brandara. Samar E. Zahida systir Ibrahim varð meyr við að sjá fjölmennið á minningarathöfninni. „Hann var elskaður. Þetta er búið að vera fallegt. Ég veit að hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring,“ sagði Samar sem ræddi við fréttastofu að lokinni athöfninni. „Þetta var hugmyndin hennar mömmu. Hún vildi endurtaka daginn hans Ibrahim. Hann hafði komið á æfingu og hún kláraðist klukkan fimm. Þá hjólar hann þessa leið þegar hann verður fyrir steypubílnum. Okkur langaði að heiðra minningu hans á þessum stað.“ Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Hún er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég get alveg sagt það að ég þekki ekki allt þetta fólk. Það er mjög fallegt að sjá hversu margir hafa fundið til og hvað þetta hefur snert marga. Þau komu hingað til að standa með okkur. Maður getur ekki beðið um betra bakland.“ Sheikh Aamir, faðir Ibrahims og eigandi veitingastaðarins Shalimar, ræddi sömuleiðis við fréttastofu þann 9. janúar síðastliðinn, þegar Ibrahim hefði orðið níu ára. Þá ákváðu foreldrar hans að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Sheikh. Frá minningarstundinni.vísir/sigurjón Kveikt var á kertum til minningar um Ibrahim.vísir/sigurjón
Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira