Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 22:25 Danir héldu kvöldverð til heiðurs Höllu Tómasdóttur, sjöunda forseta íslenska lýðveldisins þan 8. október. Ástralskur slúðurmiðill vill meina að Danakonungur hafi daðrað við utanríkisráðherra Íslendinga. Getty Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar Eitthvað eru fréttirnar lengi að berast til Ástrala af því að kvöldverðurinn til heiðurs Höllu var haldinn 8. október síðastliðinn, fyrir rúmum þremur vikum síðan. Þrátt fyrir það birtist í dag greinin „Queen Marys's heartache: Fred gets flirty again!“ sem lauslega mætti þýða „Hugarangur Maríu drottningar: Frikki gerist daðurslegur á ný!“. Þar vilja Ástralarnir meina að Friðrik hafi verið að daðra við utanríkisráðherra Íslands sem hafi komið illa við Maríu Danadrottningu. Þórdís sögð vera týpa Friðriks Ástæðan fyrir þessum áhuga Ástrala á ríkjasambandi Íslands og Danmerkur virðist vera að María Danadrottning er fædd í Hobart í Tasmaníu í Ástralíu og er fyrsta konan af áströlskum uppruna til að vera drottning í evrópsku landi. Í fréttinni er því lýst hvernig María hafi verið tárvot og í uppnámi á meðan Friðrik hvíslaði í eyra Þórdísar, sem sat við hliðina á honum. Reglulega hafi drottningin horft flóttaleg í átt að manni sínum. Danskur heimildamaður ástralska miðilsins segir að María hafi virtst vansæl strax í byrjun kvölds. „Ungi íslenski pólitíkusinn Þórdís er mjög svo týpan hans Friðriks, svo hún hlýtur að hafa haldið Maríu órólegri allt kvöldið,“ segir þessi sami heimildamaður. Þá veltir sá hinn sami fyrir sér hvort það hafi verið stirt á milli þeirra hjóna áður en Þórdís og hinir gestirnir komu í hús. Ár liðið frá skandalnum í Madríd Það er tæplega ár liðið frá því að Friðrik var til umfjöllunar í fjölmiðlum bæði í Danmörku og á Spáni vegna meints framhjáhalds hans með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova í Madríd. Spænsk slúðurblöð héldu því fram að Friðrik og Casanova hafi varið nótt saman og farið saman á listasafn. „Ég hafna öllum staðhæfingum sem gefa til kynna að Friðrik Danaprins og ég eigi í rómantísku ástarsambandi,“ sagði Genoveva í yfirlýsingu sem birtist í blaðinu Hola! „Slíkir orðrómar eru hreint út sagt falskir og brengla raunveruleikann á ósvífinn hátt. Mál þetta er nú þegar komið á borð lögmanna minn.“ Heimsókn Friðriks til Spánar átti sér stað á sama tíma og eiginkona hans, María prinsessa, var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í lok október 2023. Ferð Maríu var formleg og tilkynnt opinberlega en Spánarför Friðriks var það ekki. Þrálátir orðrómar um hjónabandsörðugleika hafa plagað hjónin allar götur síðan. Þá vekur það athygli fjölmiðla að María hafi farið til Ástralíu án Friðriks akkúrat þegar ár er liðið frá því hann var í Madríd. „Þessi nýjasta daðurshrina mun hafa búið til enn meiri spennu milli þeirri og hvort það sé hægt að bæta úr því á enn eftir að koma í ljósi,“ sagði danski heimildamaðurinn einnig við Now to Love. Danmörk Ástralía Fjölmiðlar Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Eitthvað eru fréttirnar lengi að berast til Ástrala af því að kvöldverðurinn til heiðurs Höllu var haldinn 8. október síðastliðinn, fyrir rúmum þremur vikum síðan. Þrátt fyrir það birtist í dag greinin „Queen Marys's heartache: Fred gets flirty again!“ sem lauslega mætti þýða „Hugarangur Maríu drottningar: Frikki gerist daðurslegur á ný!“. Þar vilja Ástralarnir meina að Friðrik hafi verið að daðra við utanríkisráðherra Íslands sem hafi komið illa við Maríu Danadrottningu. Þórdís sögð vera týpa Friðriks Ástæðan fyrir þessum áhuga Ástrala á ríkjasambandi Íslands og Danmerkur virðist vera að María Danadrottning er fædd í Hobart í Tasmaníu í Ástralíu og er fyrsta konan af áströlskum uppruna til að vera drottning í evrópsku landi. Í fréttinni er því lýst hvernig María hafi verið tárvot og í uppnámi á meðan Friðrik hvíslaði í eyra Þórdísar, sem sat við hliðina á honum. Reglulega hafi drottningin horft flóttaleg í átt að manni sínum. Danskur heimildamaður ástralska miðilsins segir að María hafi virtst vansæl strax í byrjun kvölds. „Ungi íslenski pólitíkusinn Þórdís er mjög svo týpan hans Friðriks, svo hún hlýtur að hafa haldið Maríu órólegri allt kvöldið,“ segir þessi sami heimildamaður. Þá veltir sá hinn sami fyrir sér hvort það hafi verið stirt á milli þeirra hjóna áður en Þórdís og hinir gestirnir komu í hús. Ár liðið frá skandalnum í Madríd Það er tæplega ár liðið frá því að Friðrik var til umfjöllunar í fjölmiðlum bæði í Danmörku og á Spáni vegna meints framhjáhalds hans með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova í Madríd. Spænsk slúðurblöð héldu því fram að Friðrik og Casanova hafi varið nótt saman og farið saman á listasafn. „Ég hafna öllum staðhæfingum sem gefa til kynna að Friðrik Danaprins og ég eigi í rómantísku ástarsambandi,“ sagði Genoveva í yfirlýsingu sem birtist í blaðinu Hola! „Slíkir orðrómar eru hreint út sagt falskir og brengla raunveruleikann á ósvífinn hátt. Mál þetta er nú þegar komið á borð lögmanna minn.“ Heimsókn Friðriks til Spánar átti sér stað á sama tíma og eiginkona hans, María prinsessa, var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í lok október 2023. Ferð Maríu var formleg og tilkynnt opinberlega en Spánarför Friðriks var það ekki. Þrálátir orðrómar um hjónabandsörðugleika hafa plagað hjónin allar götur síðan. Þá vekur það athygli fjölmiðla að María hafi farið til Ástralíu án Friðriks akkúrat þegar ár er liðið frá því hann var í Madríd. „Þessi nýjasta daðurshrina mun hafa búið til enn meiri spennu milli þeirri og hvort það sé hægt að bæta úr því á enn eftir að koma í ljósi,“ sagði danski heimildamaðurinn einnig við Now to Love.
Danmörk Ástralía Fjölmiðlar Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira