Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar 31. október 2024 08:32 Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú. En við gerum mun meira en bara að mæta í kennslu Inga Rún, þú talar um að við séum sérfræðingar á okkar sviði, en við þurfum að undirbúa okkur fyrir kennslu, fara yfir verkefni, búa til próf, búa til verkefni, passa upp á að verkefnin henti fjölbreyttum nemendahópum, stunda reglulegt námsmat, svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru reglulegir fundir með nemendum og foreldrum, teymisfundir með foreldrum og sérfræðingum, teymisfundir einungis með sérfræðingum. Allt gert til þess að mæta hverjum og einum, því við erum með einstaklingsmiðað nám þar sem allir eiga rétt á námi og að þeirra þörfum sé sinnt og styrkleikum sé mætt. Að sérhver nemandi fái að njóta sín í námi. Ég kenni 26 tíma á viku og oft meira, ég sinni fundum á milli kennslu og eftir kennslu, ég sinni öllu öðru eftir kennslu og eins margir hafa talað um þá er ég að búa til verkefni, skapandi og áhugaverð verkefni, í frítíma mínum, á kvöldin, um helgar eða jafnvel í flugvélinni á meðan aðrir loka augum og slaka á. Svo þarf að ígrunda kennsluna, hvað virkar og hvað ekki, hverju ég þarf að breyta og hvað passar, því þótt að ein leið passi fyrir einn hóp, þá þarf ekki að vera að sama leiðin passi fyrir næsta hóp. Ígrundunin fer oft fram eftir kennslu og er mjög mikilvæg því hún kemur í veg fyrir að ég staðni í starfi, hún hjálpar kennara að vera gagnrýninn á sig sjálfan og finna leiðir sem gætu passað betur. Ég þarf að hugsa um alla nemendur óðháð fötlun, trú, þjóðerni og samfélagsstöðu, allir eiga að vera jafnir í kennslustofunni, námið þarf að ná til allra. Og það er í mínum verkahring að sjá til þess að allir hafi tækifæri til þess að blómsta, læra og njóta sín í námi. Því þarf ég að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera verkefnin áhugaverð, nota tækni sem hentar hverjum og einum. Í bekk geta verið allt að 25 nemendur, 6 – 7 nemendur með fatlanir eða skerðingar að einhverju tagi, erlendir nemendur kannski 2 – 4 hið minnsta, sem fá kannski að mesta lagi 40 mínútur á dag í íslenskuveri og ef þú ert heppin þá færðu aðstoð inn í bekk en það eru alls ekki allir sem fá stuðning inn í bekk. Eftir allt hér að ofan hef ég samt enn ekki minnst á að kennarar þurfa sífellt að vera í endurmenntun, til þess að læra nýjar kennsluleiðir, skoða fræðin og læra á nýjar tækninýjungar svo að þeir geti miðlað og kennt nemendum það sem nýjast er og eflt nemendur í vinnu og lærdómi. Í þessari grein hef ég kallað mig kennara en það er ekki alls kostar rétt, ég er ennþá leiðbeinandi en mun öðlast kennsluréttindi um áramótin eftir viðbótarnám. Við það munu launin mín hækka en satt best að segja mun hækkunin ekki nema miklu og því eru margir í minni stöðu sem sjá ekki sinn hag í að bæta við sig kennsluréttinum þar sem hækkunin er svo lítil. En þá verð ég komin með sex ára háskólanám, búin að sérhæfa mig í kennslu barna á einhverfurófi og með ýmsar aðrar skyldar raskanir eða fatlanir og vil að horft sé til minnar sérþekkingu og að ég fái laun samkvæmt því. Inga Rún, ég þarf ekki að bæta við meiri kennsluskyldu, ég er ekki löt því ég legg mig alla fram svo að allir nemendur fái að njóta sín í námi og að hver er einn sé metinn út frá sínum styrkleikum. Inga Rún og aðrir sem sitja við samningsborðið, ég á rétt á samkeppnishæfum launum samkvæmt minni sérfræðiþekkingu. Höfundur er bara leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég var afar stolt af Magnúsi Þór Jónssyni, formanni KÍ eftir Kastljósþátt mánudagsins, þar sem hann leiðrétti af stakri ró og þolinmæði rangfærslur Ingu Rúnar, formanni samninganefndar Sambands íslenskra sveitafélaga Inga benti á að til að hækka í launum gætu kennarar bara kennt meira, en hún virðist halda að kennarar stimpli sig inn kl. 8:30 og út rétt fyrir hálfþrjú. En við gerum mun meira en bara að mæta í kennslu Inga Rún, þú talar um að við séum sérfræðingar á okkar sviði, en við þurfum að undirbúa okkur fyrir kennslu, fara yfir verkefni, búa til próf, búa til verkefni, passa upp á að verkefnin henti fjölbreyttum nemendahópum, stunda reglulegt námsmat, svo fátt eitt sé nefnt. Svo eru reglulegir fundir með nemendum og foreldrum, teymisfundir með foreldrum og sérfræðingum, teymisfundir einungis með sérfræðingum. Allt gert til þess að mæta hverjum og einum, því við erum með einstaklingsmiðað nám þar sem allir eiga rétt á námi og að þeirra þörfum sé sinnt og styrkleikum sé mætt. Að sérhver nemandi fái að njóta sín í námi. Ég kenni 26 tíma á viku og oft meira, ég sinni fundum á milli kennslu og eftir kennslu, ég sinni öllu öðru eftir kennslu og eins margir hafa talað um þá er ég að búa til verkefni, skapandi og áhugaverð verkefni, í frítíma mínum, á kvöldin, um helgar eða jafnvel í flugvélinni á meðan aðrir loka augum og slaka á. Svo þarf að ígrunda kennsluna, hvað virkar og hvað ekki, hverju ég þarf að breyta og hvað passar, því þótt að ein leið passi fyrir einn hóp, þá þarf ekki að vera að sama leiðin passi fyrir næsta hóp. Ígrundunin fer oft fram eftir kennslu og er mjög mikilvæg því hún kemur í veg fyrir að ég staðni í starfi, hún hjálpar kennara að vera gagnrýninn á sig sjálfan og finna leiðir sem gætu passað betur. Ég þarf að hugsa um alla nemendur óðháð fötlun, trú, þjóðerni og samfélagsstöðu, allir eiga að vera jafnir í kennslustofunni, námið þarf að ná til allra. Og það er í mínum verkahring að sjá til þess að allir hafi tækifæri til þess að blómsta, læra og njóta sín í námi. Því þarf ég að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gera verkefnin áhugaverð, nota tækni sem hentar hverjum og einum. Í bekk geta verið allt að 25 nemendur, 6 – 7 nemendur með fatlanir eða skerðingar að einhverju tagi, erlendir nemendur kannski 2 – 4 hið minnsta, sem fá kannski að mesta lagi 40 mínútur á dag í íslenskuveri og ef þú ert heppin þá færðu aðstoð inn í bekk en það eru alls ekki allir sem fá stuðning inn í bekk. Eftir allt hér að ofan hef ég samt enn ekki minnst á að kennarar þurfa sífellt að vera í endurmenntun, til þess að læra nýjar kennsluleiðir, skoða fræðin og læra á nýjar tækninýjungar svo að þeir geti miðlað og kennt nemendum það sem nýjast er og eflt nemendur í vinnu og lærdómi. Í þessari grein hef ég kallað mig kennara en það er ekki alls kostar rétt, ég er ennþá leiðbeinandi en mun öðlast kennsluréttindi um áramótin eftir viðbótarnám. Við það munu launin mín hækka en satt best að segja mun hækkunin ekki nema miklu og því eru margir í minni stöðu sem sjá ekki sinn hag í að bæta við sig kennsluréttinum þar sem hækkunin er svo lítil. En þá verð ég komin með sex ára háskólanám, búin að sérhæfa mig í kennslu barna á einhverfurófi og með ýmsar aðrar skyldar raskanir eða fatlanir og vil að horft sé til minnar sérþekkingu og að ég fái laun samkvæmt því. Inga Rún, ég þarf ekki að bæta við meiri kennsluskyldu, ég er ekki löt því ég legg mig alla fram svo að allir nemendur fái að njóta sín í námi og að hver er einn sé metinn út frá sínum styrkleikum. Inga Rún og aðrir sem sitja við samningsborðið, ég á rétt á samkeppnishæfum launum samkvæmt minni sérfræðiþekkingu. Höfundur er bara leiðbeinandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar