Læknar á leið í verkfall Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2024 16:42 Læknar hefja verkfallsaðgerðir 18. nóvember ef samningar nást ekki við ríkið. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. Þetta staðfestir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, við fréttastofu. Góð þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en um 83 prósent af 1250 félagsmönnum greiddu atkvæði. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember. Fram kemur á vef Læknafélagsins að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins, verði tilkynnt á morgun um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 18. nóvember hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðirnar verða í nokkrum lotum: Fyrsta lotan er 18. til 21. nóvember, næsta lota er 2. til 5. desember, sú þriðja 16. til 19. desember. Í janúar 2025 verða í hverri viku verkföll lækna á einhverri starfseiningu þeirra, eins og nánar kemur fram í meðfylgjandi lýsingu. Þessar aðgerðir eru yfirgripsmiklar og munu ná til ýmissa eininga og stofnanna í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu Læknafélagsins segir að stjórn og samninganefnd félagsins vonist til að ekki þurfi að koma til þessara verkfallsaðgerða og að samningar náist áður en verkföllin eigi að hefjast. Verkfallsaðgerðir lækna verða sem hér segir: Í nóvember 2024: 1. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 18. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 2. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 19. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 3. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 4. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 21. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í desember 2024: 5. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 17. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 6. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 3. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 18. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 7. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 4. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagins 19. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 8. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 5. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. desember 2024 (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. Í janúar 2025: 9. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagins 6. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti þriðjudagsins 14. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti miðvikudagsins 22. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti fimmtudagsins 30. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 10. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 7. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 15. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 23. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 27. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 11. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 16. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 28. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 12. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 9. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 13. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 29. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þetta staðfestir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, við fréttastofu. Góð þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en um 83 prósent af 1250 félagsmönnum greiddu atkvæði. Verkfallsaðgerðir hjá læknum, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, hefjast 18. nóvember. Fram kemur á vef Læknafélagsins að ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins, verði tilkynnt á morgun um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 18. nóvember hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðirnar verða í nokkrum lotum: Fyrsta lotan er 18. til 21. nóvember, næsta lota er 2. til 5. desember, sú þriðja 16. til 19. desember. Í janúar 2025 verða í hverri viku verkföll lækna á einhverri starfseiningu þeirra, eins og nánar kemur fram í meðfylgjandi lýsingu. Þessar aðgerðir eru yfirgripsmiklar og munu ná til ýmissa eininga og stofnanna í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu Læknafélagsins segir að stjórn og samninganefnd félagsins vonist til að ekki þurfi að koma til þessara verkfallsaðgerða og að samningar náist áður en verkföllin eigi að hefjast. Verkfallsaðgerðir lækna verða sem hér segir: Í nóvember 2024: 1. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 18. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 2. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 19. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 3. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 4. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 21. nóvember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í desember 2024: 5. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 17. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 6. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 3. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 18. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð. 7. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 4. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagins 19. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 8. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 5. desember 2024 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) og frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. desember 2024 (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. Í janúar 2025: 9. Frá miðnætti aðfaranótt mánudagins 6. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti þriðjudagsins 14. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti miðvikudagsins 22. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti fimmtudagsins 30. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Sjúkrahúsið á Akureyri. Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (eingöngu læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). 10. Frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 7. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 15. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 23. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 27. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta Landspítala. Hjarta-, augn- og krabbameinsþjónusta Landspítala. 11. Frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 16. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 20. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 28. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Klínisk rannsóknar- og stoðþjónusta Landspítala. Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala. Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 12. Frá miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 9. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt mánudagsins 13. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 21. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur), frá miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins 29. janúar 2025 til miðnættis sama dag (einn sólarhringur) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: Skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónusta Landspítala (þó ekki læknar sem starfa við svæfingar og gjörgæslu). Geðþjónusta Landspítala. Embætti landlæknis. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Ráðgjafar- og greiningarstöð.
Heilbrigðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira