Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:49 Fjölmörg börn veiktust á leikskólanum og eru enn veik. Vísir/Einar Rannsóknir Matís á uppruna E.coli smits á leikskólanum Mánagarði hafa staðfest að bakterían var í hakki sem var matreitt á leikskólanum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. Börnin fengu hakk og spaghettí í matinn þann 17. október og veiktust eftir það. Hakkið var blandað nautgripa- og kindahakk frá Kjarnafæði. Það fór ekki í almenna sölu, heldur eingöngu selt til stærri eldhúsa. Um 45 börn hafa veikst af sýkingunni. Fjögur voru á gjörgæslu í gær og 11 inniliggjandi á Barnaspítalanum. Í tilkynningu á vef MAST segir að rannsóknir Matís staðfesti að E.coli hafi fundist bæði í hakki og í saursýnum sem voru tekin frá börnunum sem veiktust. Raðgreining á erfðaefni bakteríanna sýndi að uppruninn er sá sami. Öll matvælasýni neikvæð nema hakkið Í tilkynningu kemur jafnframt fram að eftir að hafa tekið ítarleg viðtöl við foreldra barnanna sem veiktust hafi sjónum verið beint að 17. október. „Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór á staðinn og tók fjölmörg sýni til rannsóknar af matvælum sem notuð voru við matargerðina þennan dag, s.s. hakk, grænmeti, linsubaunir, melónur, haframjöl og fleira. Öll matvælasýni voru neikvæð með tilliti til E. coli að hakkinu undanskildu. Nokkur börn sem venjulega borða ekki kjöt veiktust einnig en ekki er hægt að fullyrða um smitleið hjá þeim. Hugsanlega hafa þau smitast af öðrum börnum sem sóttu leikskólann eftir að þau veiktust en áður en leikskólanum var lokað,“ segir í tilkynningu MAST. Í tilkynningu segir að hakkið hafi verið blandað nautgripa- og kindahakk frá Kjarnafæði. Það fór ekki í almenna sölu, heldur eingöngu selt til stærri eldhúsa, svo sem veitingastaða, mötuneyta og leikskóla. Tóku hakkið úr umferð Matvælastofnun hafði samband við forsvarsmenn fyrirtækisins þegar grunur beindist að hakkinu og hafði fyrirtækið samdægurs samband við alla aðila sem fengu hakk úr sömu framleiðslulotu og notað var í leikskólanum Mánagarði. Við innköllun kom í ljós að kaupendur höfðu þegar notað það í starfsemi sinni. Engar upplýsingar hafa komið fram um smit eða veikindi hjá neytendum hjá öðrum eldhúsum. Í tilkynningu er jafnframt bent á að E. coli bakteríur eru hluti af náttúrulegri þarmaflóru manna og dýra og geta borist í vatn, kjöt, grænmeti og önnur matvæli við framleiðslu þeirra. Mismunandi tegundir E. coli eru til. Flestar gerðir E. coli eru skaðlausar en Shigatoxin myndandi E. coli (STEC) bera gen sem skrá fyrir eiturefnum sem geta valdið veikindum (meinvirknigen). Stofnar þeirra geta þó verið mis sjúkdómsvaldandi. Ekki gerð krafa um að allt kjöt sé laust við E. coli Þá er bent á að samkvæmt löggjöf um kjötframleiðslu er ekki gerð krafa til framleiðenda að allt kjöt sé laust við E. coli áður en það fer á markað. „Hins vegar eiga kjötframleiðendur að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka líkur á mengun á skrokkum og kjötvörum í ferlinu. Það er fyrst og fremst gert með hreinum gripum, réttum handbrögðum og hreinum búnaði. Sýnatökur í ferlinu miðast því við að kanna hvort vinnubrögð séu fullnægjandi.“ Þá segir að Matvælastofnun hafi árið 2018 greint frá skimun á tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í íslensku kjöti á markaði hérlendis. Þar hafi komið fram að STEC meinvirknigen fundust í tæplega 30 prósent sýna af lambakjöti og 11,5 prósent sýna af nautgripakjöti. Sambærilegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar á grænmeti, ávöxtum eða öðrum matvælum hér á landi. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Eitt barn hefur verið útskrifað af gjörgæslu Landspítalans vegna E. coli sýkingarinnar sem greindist á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Ellefu eru inniliggjandi og enn fjögur á gjörgæslu. Greint er frá á vef RÚV. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mati sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. 31. október 2024 11:09 Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. 30. október 2024 11:43 Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Börnin fengu hakk og spaghettí í matinn þann 17. október og veiktust eftir það. Hakkið var blandað nautgripa- og kindahakk frá Kjarnafæði. Það fór ekki í almenna sölu, heldur eingöngu selt til stærri eldhúsa. Um 45 börn hafa veikst af sýkingunni. Fjögur voru á gjörgæslu í gær og 11 inniliggjandi á Barnaspítalanum. Í tilkynningu á vef MAST segir að rannsóknir Matís staðfesti að E.coli hafi fundist bæði í hakki og í saursýnum sem voru tekin frá börnunum sem veiktust. Raðgreining á erfðaefni bakteríanna sýndi að uppruninn er sá sami. Öll matvælasýni neikvæð nema hakkið Í tilkynningu kemur jafnframt fram að eftir að hafa tekið ítarleg viðtöl við foreldra barnanna sem veiktust hafi sjónum verið beint að 17. október. „Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór á staðinn og tók fjölmörg sýni til rannsóknar af matvælum sem notuð voru við matargerðina þennan dag, s.s. hakk, grænmeti, linsubaunir, melónur, haframjöl og fleira. Öll matvælasýni voru neikvæð með tilliti til E. coli að hakkinu undanskildu. Nokkur börn sem venjulega borða ekki kjöt veiktust einnig en ekki er hægt að fullyrða um smitleið hjá þeim. Hugsanlega hafa þau smitast af öðrum börnum sem sóttu leikskólann eftir að þau veiktust en áður en leikskólanum var lokað,“ segir í tilkynningu MAST. Í tilkynningu segir að hakkið hafi verið blandað nautgripa- og kindahakk frá Kjarnafæði. Það fór ekki í almenna sölu, heldur eingöngu selt til stærri eldhúsa, svo sem veitingastaða, mötuneyta og leikskóla. Tóku hakkið úr umferð Matvælastofnun hafði samband við forsvarsmenn fyrirtækisins þegar grunur beindist að hakkinu og hafði fyrirtækið samdægurs samband við alla aðila sem fengu hakk úr sömu framleiðslulotu og notað var í leikskólanum Mánagarði. Við innköllun kom í ljós að kaupendur höfðu þegar notað það í starfsemi sinni. Engar upplýsingar hafa komið fram um smit eða veikindi hjá neytendum hjá öðrum eldhúsum. Í tilkynningu er jafnframt bent á að E. coli bakteríur eru hluti af náttúrulegri þarmaflóru manna og dýra og geta borist í vatn, kjöt, grænmeti og önnur matvæli við framleiðslu þeirra. Mismunandi tegundir E. coli eru til. Flestar gerðir E. coli eru skaðlausar en Shigatoxin myndandi E. coli (STEC) bera gen sem skrá fyrir eiturefnum sem geta valdið veikindum (meinvirknigen). Stofnar þeirra geta þó verið mis sjúkdómsvaldandi. Ekki gerð krafa um að allt kjöt sé laust við E. coli Þá er bent á að samkvæmt löggjöf um kjötframleiðslu er ekki gerð krafa til framleiðenda að allt kjöt sé laust við E. coli áður en það fer á markað. „Hins vegar eiga kjötframleiðendur að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka líkur á mengun á skrokkum og kjötvörum í ferlinu. Það er fyrst og fremst gert með hreinum gripum, réttum handbrögðum og hreinum búnaði. Sýnatökur í ferlinu miðast því við að kanna hvort vinnubrögð séu fullnægjandi.“ Þá segir að Matvælastofnun hafi árið 2018 greint frá skimun á tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í íslensku kjöti á markaði hérlendis. Þar hafi komið fram að STEC meinvirknigen fundust í tæplega 30 prósent sýna af lambakjöti og 11,5 prósent sýna af nautgripakjöti. Sambærilegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar á grænmeti, ávöxtum eða öðrum matvælum hér á landi.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Eitt barn hefur verið útskrifað af gjörgæslu Landspítalans vegna E. coli sýkingarinnar sem greindist á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Ellefu eru inniliggjandi og enn fjögur á gjörgæslu. Greint er frá á vef RÚV. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mati sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. 31. október 2024 11:09 Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. 30. október 2024 11:43 Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Eitt barn hefur verið útskrifað af gjörgæslu Landspítalans vegna E. coli sýkingarinnar sem greindist á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Ellefu eru inniliggjandi og enn fjögur á gjörgæslu. Greint er frá á vef RÚV. Rannsókn á E.coli smiti á leikskólanum Mánagarði beinist aðallega að mati sem börnin neyttu þann 17. október. Þá fengu börnin hafragraut, spaghettí og melónur í kaffitímanum. 31. október 2024 11:09
Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. 30. október 2024 11:43
Smitaðist fimm mánaða en lifir nú eðlilegu lífi „Ég bið bara fólk og samfélagið allt að hugsa fallega til þeirra. Þessi baktería er hræðileg. Ég man þegar minn litli var inni á spítala þá fengum við kveðjur úr ótrúlegustu áttum og fólk var að kveikja á kertum fyrir hann. Þetta hlýjar svo mikið og að finna fyrir að fólk sé að hugsa til þín. Ég held að allir séu að hugsa til þeirra og senda alla þá orku sem til er.“ 28. október 2024 19:41