Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 12:17 Viðbragðs- og eftirlitsaðilar hafa lýst áhyggjum af áramótabrennum. Frá áramótabrennu í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar ætlar að leggja til að fallið verði frá tillögu um að fækka áramótabrennum. Ástæðan er sögð mikil hvatning frá íbúum og íbúaráðum. Ráðið samþykkti erindi um að fækka áramótabrennum úr tíu í sex á fundi sínum á miðvikudag. Vísaði það til beiðna frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti sem telji hættu af brennunum, meðal annars vegna nálægðar við byggð, umferðaröryggi og neikvæðra umhverfisáhrifa. Þá hafi brennurnar orðið dýrari fyrir borgina þar sem nú þurfi að kaupa efni í þær en ekki nýta það sem fellur til. Nú segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, að fallið verði frá tillögunni um að fækka brennunum. Í færslu á Facebook segir hún það gert eftir „mikla hvatningu frá íbúum og íbúaráðum“. „Sömuleiðis verði skoðað hvernig hægt er að mæta athugasemdum viðbragðsaðila án þess að afleggja brennurnar,“ skrifar hún. Þá ætli meirihlutinn að leggja til að eiga samráð við íbúa og viðbragðsaðila á næsta ári um staðsetningar brennanna til lengri tíma litið. Þar eigi að ræða mögulega nýjar staðsetningar eða aðrar breytingar til þess að mæta ólíkum sjónarmiðum. „Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða sem þarf að ígrunda betur að mínu mati. Þegar kemur að umhverfisþættinum þá er ég uppteknari af stærri og áhrifaríkari aðgerðum í þeim efnum en svona token aðgerðum,“ skrifar Dóra Björt. Reykjavík Áramót Umhverfismál Borgarstjórn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Ráðið samþykkti erindi um að fækka áramótabrennum úr tíu í sex á fundi sínum á miðvikudag. Vísaði það til beiðna frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti sem telji hættu af brennunum, meðal annars vegna nálægðar við byggð, umferðaröryggi og neikvæðra umhverfisáhrifa. Þá hafi brennurnar orðið dýrari fyrir borgina þar sem nú þurfi að kaupa efni í þær en ekki nýta það sem fellur til. Nú segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, að fallið verði frá tillögunni um að fækka brennunum. Í færslu á Facebook segir hún það gert eftir „mikla hvatningu frá íbúum og íbúaráðum“. „Sömuleiðis verði skoðað hvernig hægt er að mæta athugasemdum viðbragðsaðila án þess að afleggja brennurnar,“ skrifar hún. Þá ætli meirihlutinn að leggja til að eiga samráð við íbúa og viðbragðsaðila á næsta ári um staðsetningar brennanna til lengri tíma litið. Þar eigi að ræða mögulega nýjar staðsetningar eða aðrar breytingar til þess að mæta ólíkum sjónarmiðum. „Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða sem þarf að ígrunda betur að mínu mati. Þegar kemur að umhverfisþættinum þá er ég uppteknari af stærri og áhrifaríkari aðgerðum í þeim efnum en svona token aðgerðum,“ skrifar Dóra Björt.
Reykjavík Áramót Umhverfismál Borgarstjórn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira