Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2024 16:02 Svandis segir að vel megi setja spurningamerki við það þegar Vinstri græn endurnýjuðu stjórnarsamstarfið árið 2021. vísir/anton brink Svandís Svavarsdóttir segir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hafi ekki látið í ljósi neinar mótbárur þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði fyrir máli sem varðar lokuð búsetuúrræði hælisleitenda. Í síðasta kosningapallborði tók Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, á móti formönnum flokka á hægri væng stjórnmálanna og í dag var komið að því að beina sjónum til vinstri. Og þar kvað við eilítið annan tón. Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona, fékk til sín þær Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, leiðtoga Sósíalistaflokks Íslands á sviði Alþingis og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata. Mikið er undir í kosningunum eins og jafnan en ekki er mikill tími til stefnu. Fylgi umræddra þriggja flokka mældist undir fimm prósentum í síðustu Maskínukönnun. En allar ætla þær sér á þing þó skoðanakannanir segi þær ramba á mörkum þess að komast inn og ekki. „Nei, það gerði hann ekki“ Á einum stað í umræðunum sagðist Margrét Helga hafa orðið hissa þegar hún fylgdist með oddvitaumræðum á Ríkissjónvarpinu, þegar Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins setti á þrumuræðu um innflytjendamál. Og það urðu fleiri. Hún spurði því Svandísi, sem var við ríkisstjórnarborðið, hvort Sigurður Ingi hafi haft sig í frammi þegar teknar voru ákvarðanir um hertar reglur í innflytjendamálum? Svandís vildi svara þessu almennt, á þeim nótum að jú vissulega hafi þetta verið nýr tónn hjá Sigurði Inga og hann hafi komið mörgum á óvart. „Guð láti á gott vita, gott ef leiðtogar tali í þessa átt.“ En setti hann sig upp á móti frumvarpi Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði hælisleitenda? „Nei, hann gerði það ekki,“ sagði þá Svandís. Setur spurningarmerki við ríkisstjórnarsamstarfið Margrét Helga fylgdi spurningu sinni eftir og nefndi að vinstrið mæti nú laskað til leiks. Hún spurði Svandísi hvort þau beri ábyrgð á því að hafa laskað vinstri hreyfinguna almennt með því að ganga inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf? Margrét Helga taldi ekki úr vegi að kjósendur vissu hug Vinstri grænna til þeirrar spurningar. Svandís minnti á að allir þeir flokkar sem skipi ríkisstjórnina séu laskaðir. Hún vildi leiða spurninguna að árinu 2021, ákvörðunin þá, að halda samstarfinu áfram, hafi verið verulega afdrifarík. „Ég er þeirrar skoðunar í grundvallaratriðum að stjórnarmynstur af þessu tagi sé ekki gott fyrir lýðræðið til langs tíma, getur verið gott en allt orkar tvímælist þá gert er.“ Margrét Helga stýrði Pallborðsumræðum en að þessu sinni var horft til vinstri. Þær Þórhildur Sunna, Sanna Magdalena og Svandís Svavarsdóttir voru í meginatriðum sammála nema Svandís vildi meina að Vinstri græn hafi fengið ýmsu áorkað við ríkisstjórnarborðið.vísir/Anton Brink Svandís sagði að sú ákvörðun vekti sannarlega spurningar. Margrét Helga hnykkti á spurningunni og spurði hvort Vinstri græn þyrftu ekki að gera þennan tíma upp? Svandís sagði að þau væru nú að hefja nýja kafla. Hún sagði grasrótina vera að lifna við, Rósa Björk Brynjólfsdóttir væri til að mynda komin til baka og margir aðrir sem höfðu sagt skilið við hreyfinguna. Þau hafi náð margháttuðum árangri á þessum árum þrátt fyrir allt. Hún sagði að hún gæti ekki svarað þessu á annan hátt. Ákvörðunin var afdrifarík, hún orkaði tvímælis og hvort þau í Vinstri grænum hafi greitt fyrir hana of dýru verði, yrði bara að koma á daginn. Bylgja gegn kvenfólki rís Allar voru þær sammála um að íhaldshyggjan væri að rísa ekki bara hér á landi heldur beggja vegna Atlantsála. Þórhildur sagði að andstaða hefði risið vegna þess að konum hafi gengið vel að ná réttindum sínum, gagnvart transsamfélaginu og ýmislegt fleira megi nefna; réttindi ákveðinna hópa hafi verið töluð niður. Forréttindahópar telji að sér vegið. Þórhildur Sunna sagði það einkenna tímana núna að forréttindahópar vilji rísa upp sem aldrei fyrr og verja vígi sín, og mótmæla því að konur hafi náð fram réttindum sínum.vísir/anton brink „Það getur reynst varhugavert því þetta elur á vanlíðan hjá þeim sem eiga undir högga að sækja, hinsegin fólk hefur fengið að finna fyrir þessu.“ Þórhildur sagði bylgju gagnvart kvenfrelsi nokkuð sem hún hafi áhyggjur af. „Nú erum við að taka aftur upp umræðuna sem við áttum í þungunarrofsumræðunni á þingi,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún vildi meina að íhaldshyggja væri að brjóta sér til rúms. „Við erum í pendúl, hann er að fara til baka og það á eftir að koma í ljós í kosningunum. Þær ber bratt að og koma öllum á óvart, ekki skrítið að margir séu að gera upp hug sinn.“ Innflytjendur blórabögglar Sanna Magdalena var þessu sammála. Hún sagði að nú væri verið að etja jaðarsettum hópum saman, vísvitandi, af hægri öflum. Sanna Magdalena taldi það svívirðu að stjórnvöld vildu teikna upp hópa sem minna mega sín sem blóraböggla.vísir/anton brink „Í Evrópu er verið að draga upp mynd af því að þeir sem eru með erlendan bakgrunn séu baggi á velferðarkerfinu sem er ekki satt. En þetta er gert meðvitað til að stjórnvöld geti fundið blóraböggul og sett hann fram í umræðuna, í stað þess að segja hreint út: Við höfum brugðist.“ Sanna benti á orð Bjarna Benediktssonar til marks um þetta. Hann hafi verið með neikvæða orðræðu sem beinst hefur gegn útlendingum. „En ógnin eru stjórnvöld sem hafa ekki verið að sinna innviðum, húsnæði og þessi félagslegu kerfi hafa verið að grotna niður, búa til blóraböggul sem hægt er að benda á.“ Þessa athyglisverðu umræðu má finna í heild sinni í spilaranum hér neðar. Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Hælisleitendur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Í síðasta kosningapallborði tók Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona, á móti formönnum flokka á hægri væng stjórnmálanna og í dag var komið að því að beina sjónum til vinstri. Og þar kvað við eilítið annan tón. Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona, fékk til sín þær Svandísi Svavarsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, leiðtoga Sósíalistaflokks Íslands á sviði Alþingis og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata. Mikið er undir í kosningunum eins og jafnan en ekki er mikill tími til stefnu. Fylgi umræddra þriggja flokka mældist undir fimm prósentum í síðustu Maskínukönnun. En allar ætla þær sér á þing þó skoðanakannanir segi þær ramba á mörkum þess að komast inn og ekki. „Nei, það gerði hann ekki“ Á einum stað í umræðunum sagðist Margrét Helga hafa orðið hissa þegar hún fylgdist með oddvitaumræðum á Ríkissjónvarpinu, þegar Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins setti á þrumuræðu um innflytjendamál. Og það urðu fleiri. Hún spurði því Svandísi, sem var við ríkisstjórnarborðið, hvort Sigurður Ingi hafi haft sig í frammi þegar teknar voru ákvarðanir um hertar reglur í innflytjendamálum? Svandís vildi svara þessu almennt, á þeim nótum að jú vissulega hafi þetta verið nýr tónn hjá Sigurði Inga og hann hafi komið mörgum á óvart. „Guð láti á gott vita, gott ef leiðtogar tali í þessa átt.“ En setti hann sig upp á móti frumvarpi Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði hælisleitenda? „Nei, hann gerði það ekki,“ sagði þá Svandís. Setur spurningarmerki við ríkisstjórnarsamstarfið Margrét Helga fylgdi spurningu sinni eftir og nefndi að vinstrið mæti nú laskað til leiks. Hún spurði Svandísi hvort þau beri ábyrgð á því að hafa laskað vinstri hreyfinguna almennt með því að ganga inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf? Margrét Helga taldi ekki úr vegi að kjósendur vissu hug Vinstri grænna til þeirrar spurningar. Svandís minnti á að allir þeir flokkar sem skipi ríkisstjórnina séu laskaðir. Hún vildi leiða spurninguna að árinu 2021, ákvörðunin þá, að halda samstarfinu áfram, hafi verið verulega afdrifarík. „Ég er þeirrar skoðunar í grundvallaratriðum að stjórnarmynstur af þessu tagi sé ekki gott fyrir lýðræðið til langs tíma, getur verið gott en allt orkar tvímælist þá gert er.“ Margrét Helga stýrði Pallborðsumræðum en að þessu sinni var horft til vinstri. Þær Þórhildur Sunna, Sanna Magdalena og Svandís Svavarsdóttir voru í meginatriðum sammála nema Svandís vildi meina að Vinstri græn hafi fengið ýmsu áorkað við ríkisstjórnarborðið.vísir/Anton Brink Svandís sagði að sú ákvörðun vekti sannarlega spurningar. Margrét Helga hnykkti á spurningunni og spurði hvort Vinstri græn þyrftu ekki að gera þennan tíma upp? Svandís sagði að þau væru nú að hefja nýja kafla. Hún sagði grasrótina vera að lifna við, Rósa Björk Brynjólfsdóttir væri til að mynda komin til baka og margir aðrir sem höfðu sagt skilið við hreyfinguna. Þau hafi náð margháttuðum árangri á þessum árum þrátt fyrir allt. Hún sagði að hún gæti ekki svarað þessu á annan hátt. Ákvörðunin var afdrifarík, hún orkaði tvímælis og hvort þau í Vinstri grænum hafi greitt fyrir hana of dýru verði, yrði bara að koma á daginn. Bylgja gegn kvenfólki rís Allar voru þær sammála um að íhaldshyggjan væri að rísa ekki bara hér á landi heldur beggja vegna Atlantsála. Þórhildur sagði að andstaða hefði risið vegna þess að konum hafi gengið vel að ná réttindum sínum, gagnvart transsamfélaginu og ýmislegt fleira megi nefna; réttindi ákveðinna hópa hafi verið töluð niður. Forréttindahópar telji að sér vegið. Þórhildur Sunna sagði það einkenna tímana núna að forréttindahópar vilji rísa upp sem aldrei fyrr og verja vígi sín, og mótmæla því að konur hafi náð fram réttindum sínum.vísir/anton brink „Það getur reynst varhugavert því þetta elur á vanlíðan hjá þeim sem eiga undir högga að sækja, hinsegin fólk hefur fengið að finna fyrir þessu.“ Þórhildur sagði bylgju gagnvart kvenfrelsi nokkuð sem hún hafi áhyggjur af. „Nú erum við að taka aftur upp umræðuna sem við áttum í þungunarrofsumræðunni á þingi,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún vildi meina að íhaldshyggja væri að brjóta sér til rúms. „Við erum í pendúl, hann er að fara til baka og það á eftir að koma í ljós í kosningunum. Þær ber bratt að og koma öllum á óvart, ekki skrítið að margir séu að gera upp hug sinn.“ Innflytjendur blórabögglar Sanna Magdalena var þessu sammála. Hún sagði að nú væri verið að etja jaðarsettum hópum saman, vísvitandi, af hægri öflum. Sanna Magdalena taldi það svívirðu að stjórnvöld vildu teikna upp hópa sem minna mega sín sem blóraböggla.vísir/anton brink „Í Evrópu er verið að draga upp mynd af því að þeir sem eru með erlendan bakgrunn séu baggi á velferðarkerfinu sem er ekki satt. En þetta er gert meðvitað til að stjórnvöld geti fundið blóraböggul og sett hann fram í umræðuna, í stað þess að segja hreint út: Við höfum brugðist.“ Sanna benti á orð Bjarna Benediktssonar til marks um þetta. Hann hafi verið með neikvæða orðræðu sem beinst hefur gegn útlendingum. „En ógnin eru stjórnvöld sem hafa ekki verið að sinna innviðum, húsnæði og þessi félagslegu kerfi hafa verið að grotna niður, búa til blóraböggul sem hægt er að benda á.“ Þessa athyglisverðu umræðu má finna í heild sinni í spilaranum hér neðar.
Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Hælisleitendur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira