Læknar boða miklu harðari aðgerðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2024 16:59 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi. Þetta kemur fram í pósti Læknafélags Íslands til félagsmanna sinna sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra. Læknar höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir sem ríkið taldi ólöglegar. Stjórn Læknafélagsins ákvað í samráði við samninganefnd að láta ekki reyna á þann ágreining fyrir dómstólum heldur fresta verkfalli og efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um nýtt verkfallsplan. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina er nú hafin en með þessu frestast fyrirhuguð verkföll um viku. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar er aðeins breytt og nær til hvers vinnustaðar lækna í staðinn fyrir að vera allsherjaratkvæðagreiðsla. Samningslausir í um sjö mánuði Fyrirhuguðum verkföllum er lýst með eftirfarandi hætti á kjörseðli: „Það verða vikulega verkföll, samtímis á öllum vinnustöðvum lækna, sem verkfall nær til, frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 að hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll annað hvort á þriðjudegi og fimmtudegi eða mánudegi og miðvikudegi, en með sama fyrirkomulagi, þ.e. frá miðnætti til hádegis. Engin verkföll verða þó frá 20. desember 2024 til og með 5. janúar 2025.“ Um umtalsvert harðari aðgerðir er að ræða en áður var boðað til. Þær hljóðuðu upp á verkfallsaðgerðir hjá einstökum deildum einn og einn dag. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir frá 1. apríl síðastliðnum eða í um sjö mánuði. „Samningaviðræður hafa ekki skilað þeim árangri, sem samninganefnd LÍ gerði sér vonir um og nauðsynlegt talið að þrýsta á árangur með verkfallsaðgerðum. Stjórn LÍ og samninganefnd hafa fjallað um tillögur aðgerðarhóps LÍ og samþykkt að bera þær undir atkvæði lækna, sem starfa samkvæmt kjarasamningi LÍ og fjármála- og efnahagsráðherra. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun LÍ er nú hafin. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl. 16 fimmtudaginn 7. nóvember,“ segir í tölvupósti Læknafélags Íslands (LÍ) til félagsmanna. Heilbrigðismál Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti Læknafélags Íslands til félagsmanna sinna sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra. Læknar höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir sem ríkið taldi ólöglegar. Stjórn Læknafélagsins ákvað í samráði við samninganefnd að láta ekki reyna á þann ágreining fyrir dómstólum heldur fresta verkfalli og efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um nýtt verkfallsplan. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðunina er nú hafin en með þessu frestast fyrirhuguð verkföll um viku. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar er aðeins breytt og nær til hvers vinnustaðar lækna í staðinn fyrir að vera allsherjaratkvæðagreiðsla. Samningslausir í um sjö mánuði Fyrirhuguðum verkföllum er lýst með eftirfarandi hætti á kjörseðli: „Það verða vikulega verkföll, samtímis á öllum vinnustöðvum lækna, sem verkfall nær til, frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 að hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll annað hvort á þriðjudegi og fimmtudegi eða mánudegi og miðvikudegi, en með sama fyrirkomulagi, þ.e. frá miðnætti til hádegis. Engin verkföll verða þó frá 20. desember 2024 til og með 5. janúar 2025.“ Um umtalsvert harðari aðgerðir er að ræða en áður var boðað til. Þær hljóðuðu upp á verkfallsaðgerðir hjá einstökum deildum einn og einn dag. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir frá 1. apríl síðastliðnum eða í um sjö mánuði. „Samningaviðræður hafa ekki skilað þeim árangri, sem samninganefnd LÍ gerði sér vonir um og nauðsynlegt talið að þrýsta á árangur með verkfallsaðgerðum. Stjórn LÍ og samninganefnd hafa fjallað um tillögur aðgerðarhóps LÍ og samþykkt að bera þær undir atkvæði lækna, sem starfa samkvæmt kjarasamningi LÍ og fjármála- og efnahagsráðherra. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun LÍ er nú hafin. Atkvæðagreiðslan stendur yfir til kl. 16 fimmtudaginn 7. nóvember,“ segir í tölvupósti Læknafélags Íslands (LÍ) til félagsmanna.
Heilbrigðismál Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Sjá meira
Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42