Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 06:42 Stjórn foreldrafélags Áslandsskóla segist styðja verkfall kennara en gagnrýnir aðferðafræði þeirra. Reginn Foreldrafélag Áslandsskóla telur verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands brjóta gegn grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að mismuna börnum og skerða nám þeirra barna sem eru í verkfallsskólum. Þrír grunnskólar hófu verkfall 29. október sem stendur í þrjár vikur. Aðrir þrír grunnskólar hefja svo verkfall 25. nóvember. Einnig eru tímabundin verkföll í framhaldsskólum og ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Móðir barns í leikskólanum Drafnarsteini gagnrýndi aðgerðirnar með svipuðum hætti í aðsendri grein á Vísi í gær. Þar gagnrýndi hún það einnig að ekki hefði verið greint frá því hvernig skólarnir voru valdir. Í yfirlýsingu frá foreldrafélaginu í Áslandsskóla segir að foreldrarnir virði rétt kennara til verkfallsaðgerða en að þau lýsi yfir gagnrýni á þá aðferðarfræði að vera í verkfalli í ákveðnum skólum, en ekki öllum. Undir yfirlýsinguna skrifar stjórn foreldrafélagsins en í stjórninni eru þær Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir, formaður, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristbjörg Kristbergsdóttir, Imba Þórðardóttir, Inga Helga Sveinsdóttir, Berglind Ósk Alfreðsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir „Slíkar aðgerðir skapa ójafnræði og óréttlæti gagnvart nemendum og fjölskyldum þeirra í þeim skólum sem valdir eru, án skýringa á grundvelli þess hvers vegna einir nemendur sæta skerðingum fram yfir aðra skóla á landinu,“ segir í yfirlýsingunni. Staða nemenda erfið Þá segir að stjórnin lýsi yfir áhyggjum af stöðu nemenda í skólanum og þá sérstaklega þeirra barna sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra áskoranna eða áskoranna í námi. „Þessar aðgerðir skapa óvissu og streitu fyrir fjölskyldur og raska skólastarfi í þeim skólum sem verða fyrir valinu, án nokkurrar skýringar á grundvelli þess hvers vegna nemendur Áslandsskóla skulu sæta þessum skerðingum fram yfir aðra.“ Foreldrafélagið bendir á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi öll börn rétt á námi og vernd gegn mismunun. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013. „Foreldrafélagið telur að núverandi verkfallsaðgerðir gangi gegn þessum grunngildum með því að skerða nám nemenda í Áslandsskóla fram yfir önnur börn í þjóðfélaginu.“ Þá hvetja þau að lokum samningsaðila til að ná sáttum. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Réttindi barna Hafnarfjörður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Þrír grunnskólar hófu verkfall 29. október sem stendur í þrjár vikur. Aðrir þrír grunnskólar hefja svo verkfall 25. nóvember. Einnig eru tímabundin verkföll í framhaldsskólum og ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Móðir barns í leikskólanum Drafnarsteini gagnrýndi aðgerðirnar með svipuðum hætti í aðsendri grein á Vísi í gær. Þar gagnrýndi hún það einnig að ekki hefði verið greint frá því hvernig skólarnir voru valdir. Í yfirlýsingu frá foreldrafélaginu í Áslandsskóla segir að foreldrarnir virði rétt kennara til verkfallsaðgerða en að þau lýsi yfir gagnrýni á þá aðferðarfræði að vera í verkfalli í ákveðnum skólum, en ekki öllum. Undir yfirlýsinguna skrifar stjórn foreldrafélagsins en í stjórninni eru þær Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir, formaður, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristbjörg Kristbergsdóttir, Imba Þórðardóttir, Inga Helga Sveinsdóttir, Berglind Ósk Alfreðsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir „Slíkar aðgerðir skapa ójafnræði og óréttlæti gagnvart nemendum og fjölskyldum þeirra í þeim skólum sem valdir eru, án skýringa á grundvelli þess hvers vegna einir nemendur sæta skerðingum fram yfir aðra skóla á landinu,“ segir í yfirlýsingunni. Staða nemenda erfið Þá segir að stjórnin lýsi yfir áhyggjum af stöðu nemenda í skólanum og þá sérstaklega þeirra barna sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra áskoranna eða áskoranna í námi. „Þessar aðgerðir skapa óvissu og streitu fyrir fjölskyldur og raska skólastarfi í þeim skólum sem verða fyrir valinu, án nokkurrar skýringar á grundvelli þess hvers vegna nemendur Áslandsskóla skulu sæta þessum skerðingum fram yfir aðra.“ Foreldrafélagið bendir á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi öll börn rétt á námi og vernd gegn mismunun. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013. „Foreldrafélagið telur að núverandi verkfallsaðgerðir gangi gegn þessum grunngildum með því að skerða nám nemenda í Áslandsskóla fram yfir önnur börn í þjóðfélaginu.“ Þá hvetja þau að lokum samningsaðila til að ná sáttum.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Réttindi barna Hafnarfjörður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira