Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 11:31 Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag. Treystum Flokki fólksins til góðra verka. Ég hef nú tekið slaginn og er í framboði með Flokki fólksins sem er eini flokkurinn á Alþingi sem hefur á þessu kjörtímabili staðið með eflingu strandveiða og á móti kvótasetningu á grásleppu með framsali og braski sem veikir enn frekar strandveiðikerfið. Það verður að stöðva þessa sífelldu samþjöppun í fiskveiðistjórnunarkerfinu og efla fjölskyldufyrirtæki í smábátaútgerð um land allt. Verðmæti strandveiða. Á þessu ári var verðmæti strandveiðiafla um 5 milljarðar króna sem sýnir mikilvægi framlags þessarar atvinnugreinar til samfélagsins og þeirrar byggðafestu sem henni fylgir. Um 700 fjölskyldur byggja hluta afkomu sinnar af veiðunum og fjöldi afleiddra starfa verða til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í formi ýmiss konar verslunar og þjónustu. Þessi atvinnugrein hefur verið mikilvæg lífæð fyrir sjávarbyggðir víðsvegar um land. Sköðum ekki lífríki sjávar. Dragnótaveiðar á grunnslóð eiga ekki rétt á sér. Dragnótaveiðar skaða verulega sjávarbotninn og eyðileggja hrygningar- og uppvaxtarsvæði fiskistofna. Slíkar veiðar hafa verið leyfðar í Faxaflóa sem er viðkvæmt uppvaxtar og hrygningasvæði margra fiskistofna og þær munu skilja eftir sig til lengri tíma auðn, tóm og fiskleysi. Það er ekki hægt að réttlæta stórvirk þung botndræg veiðarfæri á grunnslóð eins og leyft hefur verið. Þetta þarf að stoppa strax. Sjálfbærar umhverfisvænar veiðar. Handfæraveiðar eru vistvænar og geta ekki valdið ofveiði eða raskað sjávarlífríkinu. Þær viðhalda öflugri strandveiðimenningu um land allt og styðja við ferðaþjónustu og skapa verðmæt störf í heimabyggð. Strandveiðar eru umhverfisvænar og hægt er að nota rafdrifin veiðarfæri og verið er að þróa umhverfisvæna orkugjafa fyrir strandveiðibáta. Í dag er olíueyðsla á hvert kíló af veiddum fiski minni vegna strandveiða, en vegna togveiða. Þjóðin styður öflugar strandveiðar. Í könnun Matvælaráðuneytisins sem gerð var í tengslum við verkefnið „Auðlindin okkar“ kom fram að 72% þjóðarinnar styðji eflingu strandveiða og að aflaheimildir til þeirra verði auknar verulega svo hægt sé að stunda að lágmarki 48 daga á sumri eins og alltaf var ætlunin. Undanfarið hafa veiðarnar verið stöðvaðar um mitt sumar sem er óásættanlegt og veldur eðlilega óánægju og togstreitu á milli landshluta þar sem fiskgengd er mismunandi á milli svæða. Það er mikilvægt að þingheimur hlusti á þjóðina og fari að vilja hennar. Flokkur fólksins mun berjast af alefli fyrir eflingu smábátaútgerðar, réttlæti í sjávarútvegi og vernda sjávarbyggðirnar. Höfundur skipar 2. sæti hjá Flokk fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag. Treystum Flokki fólksins til góðra verka. Ég hef nú tekið slaginn og er í framboði með Flokki fólksins sem er eini flokkurinn á Alþingi sem hefur á þessu kjörtímabili staðið með eflingu strandveiða og á móti kvótasetningu á grásleppu með framsali og braski sem veikir enn frekar strandveiðikerfið. Það verður að stöðva þessa sífelldu samþjöppun í fiskveiðistjórnunarkerfinu og efla fjölskyldufyrirtæki í smábátaútgerð um land allt. Verðmæti strandveiða. Á þessu ári var verðmæti strandveiðiafla um 5 milljarðar króna sem sýnir mikilvægi framlags þessarar atvinnugreinar til samfélagsins og þeirrar byggðafestu sem henni fylgir. Um 700 fjölskyldur byggja hluta afkomu sinnar af veiðunum og fjöldi afleiddra starfa verða til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í formi ýmiss konar verslunar og þjónustu. Þessi atvinnugrein hefur verið mikilvæg lífæð fyrir sjávarbyggðir víðsvegar um land. Sköðum ekki lífríki sjávar. Dragnótaveiðar á grunnslóð eiga ekki rétt á sér. Dragnótaveiðar skaða verulega sjávarbotninn og eyðileggja hrygningar- og uppvaxtarsvæði fiskistofna. Slíkar veiðar hafa verið leyfðar í Faxaflóa sem er viðkvæmt uppvaxtar og hrygningasvæði margra fiskistofna og þær munu skilja eftir sig til lengri tíma auðn, tóm og fiskleysi. Það er ekki hægt að réttlæta stórvirk þung botndræg veiðarfæri á grunnslóð eins og leyft hefur verið. Þetta þarf að stoppa strax. Sjálfbærar umhverfisvænar veiðar. Handfæraveiðar eru vistvænar og geta ekki valdið ofveiði eða raskað sjávarlífríkinu. Þær viðhalda öflugri strandveiðimenningu um land allt og styðja við ferðaþjónustu og skapa verðmæt störf í heimabyggð. Strandveiðar eru umhverfisvænar og hægt er að nota rafdrifin veiðarfæri og verið er að þróa umhverfisvæna orkugjafa fyrir strandveiðibáta. Í dag er olíueyðsla á hvert kíló af veiddum fiski minni vegna strandveiða, en vegna togveiða. Þjóðin styður öflugar strandveiðar. Í könnun Matvælaráðuneytisins sem gerð var í tengslum við verkefnið „Auðlindin okkar“ kom fram að 72% þjóðarinnar styðji eflingu strandveiða og að aflaheimildir til þeirra verði auknar verulega svo hægt sé að stunda að lágmarki 48 daga á sumri eins og alltaf var ætlunin. Undanfarið hafa veiðarnar verið stöðvaðar um mitt sumar sem er óásættanlegt og veldur eðlilega óánægju og togstreitu á milli landshluta þar sem fiskgengd er mismunandi á milli svæða. Það er mikilvægt að þingheimur hlusti á þjóðina og fari að vilja hennar. Flokkur fólksins mun berjast af alefli fyrir eflingu smábátaútgerðar, réttlæti í sjávarútvegi og vernda sjávarbyggðirnar. Höfundur skipar 2. sæti hjá Flokk fólksins í NV kjördæmi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun