Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 10:32 Tinna Bjarkar Jónsdóttir hefur lengi verið í leiðtogahlutverki hjá Gróttuliðinu. @grottaknattspyrna Tinna Bjarkar Jónsdóttir hefur ákveðið að setja fótboltaskóna sína upp á hillu en hún hefur spilað alla tíð með uppeldisfélagi sínu Gróttu og á mikinn þátt í uppgangi kvennafótboltans á Seltjarnarnesinu. Gróttukonur voru afar nálægt því að komast upp í Bestu deildina í sumar en urðu á endanum að sætta sig við sitja eftir í Lengjudeildinni á slakari markatölu. Fram fór upp í staðinn og spilar í Bestu deildinni næsta sumar. Grótta spilar því áfram í B-deildinni en verður líka án reynsluboltans næsta sumar. Tinna er leikjahæsta kona Gróttu frá upphafi en hún er 28 ára gömul. Á að baki 133 leiki fyrir Gróttu og hefur skorað í þeim 48 mörk. Tinna hefur ekki aðeins lagt sitt á vogarskálarnar inn á vellinum því í kveðjufærslu á miðlum Gróttu kemur fram að hún var ein af stofnendum meistaraflokks kvenna sem settur var á stokk árið 2016. Tinna var fyrirliði Gróttuliðsins á árunum 2021 til 2023. „Tinna hefur verið lykilleikmaður hjá Gróttu allan sinn meistaraflokksferil en var í minna hlutverki í ár þar sem hún var að koma til baka eftir barneignir. Tinna er góður liðsfélagi og fyrirmynd yngri iðkenda í félaginu - hennar verður sárt saknað innan sem utan vallar en við óskum henni góðs gengis í þeim verkefnum sem taka við,“ segir í færslu á síðu Gróttu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Grótta Lengjudeild kvenna Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira
Gróttukonur voru afar nálægt því að komast upp í Bestu deildina í sumar en urðu á endanum að sætta sig við sitja eftir í Lengjudeildinni á slakari markatölu. Fram fór upp í staðinn og spilar í Bestu deildinni næsta sumar. Grótta spilar því áfram í B-deildinni en verður líka án reynsluboltans næsta sumar. Tinna er leikjahæsta kona Gróttu frá upphafi en hún er 28 ára gömul. Á að baki 133 leiki fyrir Gróttu og hefur skorað í þeim 48 mörk. Tinna hefur ekki aðeins lagt sitt á vogarskálarnar inn á vellinum því í kveðjufærslu á miðlum Gróttu kemur fram að hún var ein af stofnendum meistaraflokks kvenna sem settur var á stokk árið 2016. Tinna var fyrirliði Gróttuliðsins á árunum 2021 til 2023. „Tinna hefur verið lykilleikmaður hjá Gróttu allan sinn meistaraflokksferil en var í minna hlutverki í ár þar sem hún var að koma til baka eftir barneignir. Tinna er góður liðsfélagi og fyrirmynd yngri iðkenda í félaginu - hennar verður sárt saknað innan sem utan vallar en við óskum henni góðs gengis í þeim verkefnum sem taka við,“ segir í færslu á síðu Gróttu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna)
Grótta Lengjudeild kvenna Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Sjá meira