Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 12:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn hlaut 8,4 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en mælist með 19,4 prósent í nýrri könnun Maskínu vísir/vIlhelm Viðreisn er á mikilli siglingu samkvæmt nýrri könnun Maskínu og ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Samfylkingarinnar. Prófessor í stjórnmálafræði segir hættu á að metfjöldi atkvæða falli niður dauður. Könnun Maskínu var gerð frá 1. til 6. nóvember og samkvæmt henni er fylgið á töluverðri hreyfingu nú þegar rúmar þrjár vikur eru til kosninga. Samfylkingin tapar einu og hálfu prósentustigi á milli kannana. Fer úr 22,4 prósentum og í 20,9 prósent. Miðflokkurinn tapar svipuðu og fer úr sextán prósentum í 14,9 prósent. Þá dalar Sjálfstæðisflokkurinn lítillega og fylgið mælist raunar sögulega lítið. Flokkurinn var í fjórtán prósentum en er nú með 13,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Viðreisn er hins vegar á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fer úr 16,4 prósentum í 19,4 prósent. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur flug Viðreisnar stærstu tíðindin í þróun kosningabaráttunnar. „Þetta er náttúrulega alveg risa stökk sem flokkurinn hefur núna verið að taka yfir nokkrar kannanir. Hún er nú kominn nokkurn veginn jafnfætis Samfylkingu sem hefur verið að trappast niður,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.Vísir/Vilhelm Samkvæmt könnuninni eru Samfylkingin og Viðreisn samanlagt með 31 þingmann og því ansi nálægt því að geta myndað tveggja flokka stjórn. Eiríkur telur það hins vegar ólíklega sviðsmynd. Þriggja flokka stjórn með til dæmis Framsókn væri líklegri. Framsókn er eini stjórnarflokkurinn sem bætir aðeins við sig. Fer úr 6,9 prósentum í 7,5 prósent. „Framsóknarflokkurinn réttir örlítið úr kútnum eftir útspil formannsins til varnar innflytjendum og aðkomufólki í landinu. Framsóknarflokkurinn er alltaf vænlegur samstarfsflokkur í öllum ríkisstjórnum og hefur verið það í gegnum söguna. Þetta eru aðeins önnur möguleg stjórnarmynstur sem birtast í þessari könnun miðað við það sem við höfum verið að sjá að undanförnu.“ Metfjöldi dauðra atkvæða? Fokkur fólksins mælist á svipuðu róli og áður með 8,9 prósent í könnun Maskínu en þrír flokkar mælast við eða fyrir neðan þröskuld og eiga þar með á hættu að ná ekki inn á þing. Píratar rétta örlítið úr kútnum og mælast með 4,9 prósent. Fylgi VG dalar hins vegar enn og er í 3,2 prósentum. Þá mælast Sósíalistar með 4,5 prósent. „Það gæti verið þannig að metfjöldi atkvæða falli niður dauður í þessum kosningum ef enginn þessara þriggja flokka nær inn á þing. Ég hefði nú fyrirfram gert ráð fyrir því að einhver þessara flokka myndi ná yfir þröskuld en þetta er farið að mælast sem ansi viðvarandi staða. Þannig að það er kannski ekki útilokað að þeir falli hreinlega bara allir út af þingi.“ Þetta hljóti að vera áhyggjuefni þegar nær dregur kosningum, fari fólk að kjósa taktískt, líkt og mikið var rætt um í forsetakosningunum í vor. Vinstri Græn eru í snúinni stöðu að mati Eiríks. Þegar flokkurinn mælist langt undir þröskuldi gæti orðið sífellt erfiðara að sannfæra kjósendur um að lá þeim atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm „Hin taktíska atkvæðagreiðsla gengur einfaldlega út á það fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ. Þannig að fólk er tregt til að veita stjórnmálaflokki stuðning sem miklar líkur eru á að nái ekki inn, því þá nýtist atkvæðið ekki. Flokkurinn verður að virðast hafa ágætis von um að geta náð þingsæti til að fólk sé yfir höfuð tilbúið að styðja hann,“ segir Eiríkur. „Þegar flokkar falla svona langt fyrir neðan þröskuld, eins og til dæmis í tilfelli Vinstri Grænna núna, verður sí erfiðara að sannfæra kjósendur um að ljá þeim atkvæði sitt.“ Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,7 prósent samkvæmt könnun Maskínu og Ábyrgð framtíð sem býður einungis fram í Reykjavík norður mælist með 0,8 prósent. Könnunin fór fram dagana 1. til 6. nóvember og voru 1.407 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð frá 1. til 6. nóvember og samkvæmt henni er fylgið á töluverðri hreyfingu nú þegar rúmar þrjár vikur eru til kosninga. Samfylkingin tapar einu og hálfu prósentustigi á milli kannana. Fer úr 22,4 prósentum og í 20,9 prósent. Miðflokkurinn tapar svipuðu og fer úr sextán prósentum í 14,9 prósent. Þá dalar Sjálfstæðisflokkurinn lítillega og fylgið mælist raunar sögulega lítið. Flokkurinn var í fjórtán prósentum en er nú með 13,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Viðreisn er hins vegar á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fer úr 16,4 prósentum í 19,4 prósent. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur flug Viðreisnar stærstu tíðindin í þróun kosningabaráttunnar. „Þetta er náttúrulega alveg risa stökk sem flokkurinn hefur núna verið að taka yfir nokkrar kannanir. Hún er nú kominn nokkurn veginn jafnfætis Samfylkingu sem hefur verið að trappast niður,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.Vísir/Vilhelm Samkvæmt könnuninni eru Samfylkingin og Viðreisn samanlagt með 31 þingmann og því ansi nálægt því að geta myndað tveggja flokka stjórn. Eiríkur telur það hins vegar ólíklega sviðsmynd. Þriggja flokka stjórn með til dæmis Framsókn væri líklegri. Framsókn er eini stjórnarflokkurinn sem bætir aðeins við sig. Fer úr 6,9 prósentum í 7,5 prósent. „Framsóknarflokkurinn réttir örlítið úr kútnum eftir útspil formannsins til varnar innflytjendum og aðkomufólki í landinu. Framsóknarflokkurinn er alltaf vænlegur samstarfsflokkur í öllum ríkisstjórnum og hefur verið það í gegnum söguna. Þetta eru aðeins önnur möguleg stjórnarmynstur sem birtast í þessari könnun miðað við það sem við höfum verið að sjá að undanförnu.“ Metfjöldi dauðra atkvæða? Fokkur fólksins mælist á svipuðu róli og áður með 8,9 prósent í könnun Maskínu en þrír flokkar mælast við eða fyrir neðan þröskuld og eiga þar með á hættu að ná ekki inn á þing. Píratar rétta örlítið úr kútnum og mælast með 4,9 prósent. Fylgi VG dalar hins vegar enn og er í 3,2 prósentum. Þá mælast Sósíalistar með 4,5 prósent. „Það gæti verið þannig að metfjöldi atkvæða falli niður dauður í þessum kosningum ef enginn þessara þriggja flokka nær inn á þing. Ég hefði nú fyrirfram gert ráð fyrir því að einhver þessara flokka myndi ná yfir þröskuld en þetta er farið að mælast sem ansi viðvarandi staða. Þannig að það er kannski ekki útilokað að þeir falli hreinlega bara allir út af þingi.“ Þetta hljóti að vera áhyggjuefni þegar nær dregur kosningum, fari fólk að kjósa taktískt, líkt og mikið var rætt um í forsetakosningunum í vor. Vinstri Græn eru í snúinni stöðu að mati Eiríks. Þegar flokkurinn mælist langt undir þröskuldi gæti orðið sífellt erfiðara að sannfæra kjósendur um að lá þeim atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm „Hin taktíska atkvæðagreiðsla gengur einfaldlega út á það fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ. Þannig að fólk er tregt til að veita stjórnmálaflokki stuðning sem miklar líkur eru á að nái ekki inn, því þá nýtist atkvæðið ekki. Flokkurinn verður að virðast hafa ágætis von um að geta náð þingsæti til að fólk sé yfir höfuð tilbúið að styðja hann,“ segir Eiríkur. „Þegar flokkar falla svona langt fyrir neðan þröskuld, eins og til dæmis í tilfelli Vinstri Grænna núna, verður sí erfiðara að sannfæra kjósendur um að ljá þeim atkvæði sitt.“ Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,7 prósent samkvæmt könnun Maskínu og Ábyrgð framtíð sem býður einungis fram í Reykjavík norður mælist með 0,8 prósent. Könnunin fór fram dagana 1. til 6. nóvember og voru 1.407 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira