Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 22:02 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir margt áhugavert í nýrri Maskínukönnun. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir fylgi flokkanna enn á mikilli hreyfinu. Það sé ekki fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum en það gæti gerst núna. Hann segir að möguleiki sé á að sett verði nýtt Íslandsmet í dauðum atkvæðum. „Helsta breytingin í þessari könnun er að Viðreisn er að bæta vel við sig,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fylgið hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og stendur nú í 19,4 prósentum. Hann segir erfitt að vita hvað valdi. Það geti verið stefnumál eins og Evrópumál eða jafnvel framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, í kappræðum á Stöð 2 og RÚV. „Við vitum hins vegar hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma miðað við síðustu kosningar,“ segir Ólafur. Ríflega þriðjungur sem ætli að kjósa flokkinn hafi gert það líka síðast, þriðjungur hafi kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk og svo hafi þriðjungur kosið Vinstri græn, Samfylkingu eða Pírata. „Viðreisn er að fá fylgið víða að.“ Ólafur segir að í könnuninni megi einnig sjá að fylgið flakki á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Það sé samhljómur meðal þessara flokka. Auk þess hafi það sést vel í kappræðum á RÚV síðustu helgi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lögðu báðir mikla áherslu á klassíska markaðshyggju, lítil ríkisafskipti og lága skatta. Fólk kjósi yfirleitt það sem það vill kjósa Í könnuninni má einnig sjá að margir flokkar eru enn að berjast við það að ná inn á þing. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar. Ólafur segir hugsanlegt að kjósendur þessara flokka kjósi taktískt svo að atkvæði þeirra falli ekki í glæ. Það sé hins vegar ekkert fordæmi fyrir því að kjósendur kjósi taktískt í alþingiskosningum. „Þeir hafa yfirleitt bara kosið það sem þeir vilja.“ Það hafi sést taktísk kosning forsetakosningunum í vor og því megi alveg vera að kjósendur ákveði að gera það sama í lok nóvember. „Ef að niðurstöðurnar yrðu eins og könnunin með þessa þrjá flokka, þá myndu 15 prósent atkvæða verða dauð í kosningunum, og það yrði nýtt Íslandsmet.“ Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Helsta breytingin í þessari könnun er að Viðreisn er að bæta vel við sig,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Viðreisn er á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fylgið hefur ríflega tvöfaldast frá síðustu kosningum og stendur nú í 19,4 prósentum. Hann segir erfitt að vita hvað valdi. Það geti verið stefnumál eins og Evrópumál eða jafnvel framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns flokksins, í kappræðum á Stöð 2 og RÚV. „Við vitum hins vegar hvaðan fylgi Viðreisnar er að koma miðað við síðustu kosningar,“ segir Ólafur. Ríflega þriðjungur sem ætli að kjósa flokkinn hafi gert það líka síðast, þriðjungur hafi kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk og svo hafi þriðjungur kosið Vinstri græn, Samfylkingu eða Pírata. „Viðreisn er að fá fylgið víða að.“ Ólafur segir að í könnuninni megi einnig sjá að fylgið flakki á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Það sé samhljómur meðal þessara flokka. Auk þess hafi það sést vel í kappræðum á RÚV síðustu helgi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lögðu báðir mikla áherslu á klassíska markaðshyggju, lítil ríkisafskipti og lága skatta. Fólk kjósi yfirleitt það sem það vill kjósa Í könnuninni má einnig sjá að margir flokkar eru enn að berjast við það að ná inn á þing. Það eru Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar. Ólafur segir hugsanlegt að kjósendur þessara flokka kjósi taktískt svo að atkvæði þeirra falli ekki í glæ. Það sé hins vegar ekkert fordæmi fyrir því að kjósendur kjósi taktískt í alþingiskosningum. „Þeir hafa yfirleitt bara kosið það sem þeir vilja.“ Það hafi sést taktísk kosning forsetakosningunum í vor og því megi alveg vera að kjósendur ákveði að gera það sama í lok nóvember. „Ef að niðurstöðurnar yrðu eins og könnunin með þessa þrjá flokka, þá myndu 15 prósent atkvæða verða dauð í kosningunum, og það yrði nýtt Íslandsmet.“
Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39 Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. 7. nóvember 2024 19:50
„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. 7. nóvember 2024 08:39
Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5. nóvember 2024 13:55