Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2024 09:24 Svens rekur fjölda nikótínpúðaverslana. Fyrirtækið er ekki ánægt með fyrirhugaða gjaldtöku af nikótínvörum. Vísir/Egill Eigandi nikótínpúðaverslunar fullyrðir að nýtt gjald sem á að leggja á púðana muni leiða til aukinnar notkunar rafrettna og tóbaks. Gjaldið þýði að sígarettupakkar og nikótínpúðadósir verði á svipuðu verði. Lagt er til að tekið verði upp tuttugu króna gjald á hvert gramm níkótínpúða og fjörutíu krónur af hverjum millilítra af vökva í rafrettum í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum, sem liggur fyrir á Alþingi. Reiknað er með að gjaldið hækki verð á nikótínpúðadósum um þrjú hundruð krónur og einnota rafrettum um áttatíu krónur. Nikótínpúðar og rafrettur hafa fram að þessu að mestu verið undanþegnar gjaldtöku sem er lögð á áfengi og tóbak. Afleiðing gjaldsins er að verð á nikótínpúðadós hækkar allt að tvöfalt og verði dós með tuttugu púðum því á svipuðu verði og pakki með tuttugu vindlingum, að því er kemur fram í umsögn frá Ragnari Orra Benediktssyni fyrir hönd nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens um frumvarpið. Á sama tíma hækki rafrettur um sautján prósent í verði. Í þessu felist neyslustýting frá nikótínpúðum til rafrettna og tóbaks sem Ragnar Orri skrifa að geti ekki verið í samræmi við lýðheilsusjónarmið. „Ef skatturinn yrði lagður á eins og hann liggur fyrir Alþingi núna mun rafrettunotkun margfaldast og tóbaksnotkun aukast á mjög skömmum tíma,“ segir í umsögninni. Að mati fyrirtækisins urfi að hækka skatt á tóbak um fimmtíu til hundrað prósent ef lýðheilsusjónarmið eiga að liggja til grundvallar skattlagningu á nikótínvörum. Innflutnings- og dreifingarfyrirtækið Dufland tekur í sama streng í sinni umsögn. Með því að færa staðgönguvörur tóbaks í sama verðflokk og tóbak sé vegið að því markmiði að draga úr tóbaksneyslu barna og ungmenna. Landlæknisembættið lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið í sinni umsögn. Það taldi þó að einnig hefði komið til greina að miða gjaldið við nikótínmagn varanna þar sem það gæti vrikað sem hvati til að minnka styrkleika nikótíns í þeim almennt. Ekki heil brú í að skattleggja umbúðirnar Þá gerir Svens athugasemd við að taka eigi gjald af heildarþyngd nikótínvara en ekki nettóþyngd. Þetta þýði að þyngd dósarinnar hafi áhrif á gjöld af púðunum. Ekki sé heil brú í því að skattleggja umbúðir vörunnar. Krefst fyrirtækið þess að gjaldtökunni verði frestað og vandað betur til verka við hana eða að kveðið verði um eins árs aðlögunartímabil. Þá vill það að gjaldið verði lækkað verulega þannig að rafrettur og tóbak verði ekki „helsti kostur neytenda vegna verðmunar við nikótínpúða“. Dufland gagnrýnir harðlega í sinni umsókn hversu brátt fyrirhugaða gjaldið ber að og hversu hátt það er. Örfáir dagar hafi verið gefnir til samráðs um gjaldtöku sem eigi eftir að þvinga innflutnings-, dreifingar- og smásölufyrirtæki til þess að auka álagningu á vöruna. „Neytandi mun því upplifa tvöföldun á neysluverði,“ segir í umsögninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Rafrettur Tengdar fréttir Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. 24. október 2024 20:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Lagt er til að tekið verði upp tuttugu króna gjald á hvert gramm níkótínpúða og fjörutíu krónur af hverjum millilítra af vökva í rafrettum í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum, sem liggur fyrir á Alþingi. Reiknað er með að gjaldið hækki verð á nikótínpúðadósum um þrjú hundruð krónur og einnota rafrettum um áttatíu krónur. Nikótínpúðar og rafrettur hafa fram að þessu að mestu verið undanþegnar gjaldtöku sem er lögð á áfengi og tóbak. Afleiðing gjaldsins er að verð á nikótínpúðadós hækkar allt að tvöfalt og verði dós með tuttugu púðum því á svipuðu verði og pakki með tuttugu vindlingum, að því er kemur fram í umsögn frá Ragnari Orra Benediktssyni fyrir hönd nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens um frumvarpið. Á sama tíma hækki rafrettur um sautján prósent í verði. Í þessu felist neyslustýting frá nikótínpúðum til rafrettna og tóbaks sem Ragnar Orri skrifa að geti ekki verið í samræmi við lýðheilsusjónarmið. „Ef skatturinn yrði lagður á eins og hann liggur fyrir Alþingi núna mun rafrettunotkun margfaldast og tóbaksnotkun aukast á mjög skömmum tíma,“ segir í umsögninni. Að mati fyrirtækisins urfi að hækka skatt á tóbak um fimmtíu til hundrað prósent ef lýðheilsusjónarmið eiga að liggja til grundvallar skattlagningu á nikótínvörum. Innflutnings- og dreifingarfyrirtækið Dufland tekur í sama streng í sinni umsögn. Með því að færa staðgönguvörur tóbaks í sama verðflokk og tóbak sé vegið að því markmiði að draga úr tóbaksneyslu barna og ungmenna. Landlæknisembættið lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið í sinni umsögn. Það taldi þó að einnig hefði komið til greina að miða gjaldið við nikótínmagn varanna þar sem það gæti vrikað sem hvati til að minnka styrkleika nikótíns í þeim almennt. Ekki heil brú í að skattleggja umbúðirnar Þá gerir Svens athugasemd við að taka eigi gjald af heildarþyngd nikótínvara en ekki nettóþyngd. Þetta þýði að þyngd dósarinnar hafi áhrif á gjöld af púðunum. Ekki sé heil brú í því að skattleggja umbúðir vörunnar. Krefst fyrirtækið þess að gjaldtökunni verði frestað og vandað betur til verka við hana eða að kveðið verði um eins árs aðlögunartímabil. Þá vill það að gjaldið verði lækkað verulega þannig að rafrettur og tóbak verði ekki „helsti kostur neytenda vegna verðmunar við nikótínpúða“. Dufland gagnrýnir harðlega í sinni umsókn hversu brátt fyrirhugaða gjaldið ber að og hversu hátt það er. Örfáir dagar hafi verið gefnir til samráðs um gjaldtöku sem eigi eftir að þvinga innflutnings-, dreifingar- og smásölufyrirtæki til þess að auka álagningu á vöruna. „Neytandi mun því upplifa tvöföldun á neysluverði,“ segir í umsögninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Rafrettur Tengdar fréttir Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. 24. október 2024 20:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. 24. október 2024 20:01