Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar 8. nóvember 2024 10:02 Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar? Flest okkar trúa því að við myndum ávallt hjálpa fólki í neyð. Áhorfendaáhrif (e. bystander effect) gefa hins vegar annað til kynna og þá sérstaklega þegar fleiri en einn verða vitni að sama atburði. Ýmsir félagslegir þættir hafa þarna áhrif. Við speglum okkur gjarnan í viðbrögðum annarra í kringum okkur og af því leiðir að ef enginn annar bregst við hættunni, drögum við jafnvel þá ályktun að aðstæður séu ekki eins hættulegar og við töldum fyrst. Einnig er algengt að við, án þess að vera endilega meðvituð um það, bíðum eftir að einhver önnur bregðist við. Ákveðin togstreita verður til innra með okkur í ofangreindum aðstæðum, þar sem við viljum grípa inn í og bregðast við í aðstæðum sem við upplifum brjóta gegn gildum okkar eða siðferði á sama tíma og við viljum ekki skera okkur úr hópnum sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að í þessari klemmu erum við líklegri til að fylgja hópnum en að taka af skarið. Umræða um áhorfendaáhrif er nauðsynleg meðal allra samfélagshópa þar sem meðvitund er fyrsta skrefið í að breyta hegðun okkar. Ef við vitum að það er í okkar náttúrulega eðli að skipta okkur ekki af, þegar við sjáum aðra í háska, getum við undirbúið okkur og jafnvel æft okkur í að bregðast öðruvísi við. Áhorfendaáhrif hafa ekki aðeins áhrif þegar kemur að fólki í háska. Þau ná líka til aðstæðna þar sem einelti, áreitni eða mismunun á sér stað. Í slíkum aðstæðum sjáum við að áhorfendur standa oft aðgerðarlausir hjá þar sem þeir telja að aðrir muni grípa inn í eða bregðast við. Aðgerðarleysið viðheldur hins vegar skaðanum og því er mikilvægt að brjóta vítahringinn með því að valdefla einstaklinga í viðbrögðum, í að tjá sig og skapa menningu þar sem öll taka ábyrgð. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hafa áhorfendaáhrif þróast samhliða. Á meðan samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að benda á og aðhafast gegn óréttlæti, geta áhorfaendaáhrif enn unnið gegn okkur. Breytur sem ýta undir áhorfaendaáhrif geta margfaldast á internetinu þar sem við getum ekki séð líkamleg viðbrögð annarra. Fjölmörg dæmi eru um ofbeldi gegn einstaklingum sem hafa verið skrifuð og birt á samfélagsmiðlum og hlotið fjöldaáhorf, og jafnvel umsagnir eða “like”, án þess að nokkur hafi komið einstaklingnum í neyð til aðstoðar eða bjargar. Því miður eru dæmi um að, þegar einstaklingar stíga upp og reyna að koma til bjargar, lendi þeir í slæmri útreið, sem verður til þess að fólk veigrar sér við slíkt eða hreinlega gefst upp. Það krefst hugrekkis að láta sig varða og grípa inn í, en til eru margar leiðir til að bregðast við. Sem dæmi má nefna að stöðva óviðeigandi orðræðu, aðstoða manneskju í háska eða hafa samband við viðbragðsaðila. Fyrstu viðbrögð skipta máli og lágmarks aðkoma getur hvatt önnur til að bregðast við. Með styrk fjöldans getur verið öruggara að grípa inn í aðstæður. 8. nóvember er dagur eineltis. Áhorfendaáhrif í samhengi eineltis varpa ljósi á mikilvægi þess að efla vitund og ábyrgð allra sem verða vitni að slíku áreiti, þar sem hver og einn áhorfandi getur gegnt lykilhlutverki í því að draga úr eða jafnvel stöðva einelti með því að sýna samkennd, taka afstöðu eða styðja þolendur frekar en að láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú einhvern tímann orðið vitni að óþægilegum atburði þar sem einstaklingur var mögulega í neyð og þú varst í vafa um hvort þú ættir að koma viðkomandi til aðstoðar? Flest okkar trúa því að við myndum ávallt hjálpa fólki í neyð. Áhorfendaáhrif (e. bystander effect) gefa hins vegar annað til kynna og þá sérstaklega þegar fleiri en einn verða vitni að sama atburði. Ýmsir félagslegir þættir hafa þarna áhrif. Við speglum okkur gjarnan í viðbrögðum annarra í kringum okkur og af því leiðir að ef enginn annar bregst við hættunni, drögum við jafnvel þá ályktun að aðstæður séu ekki eins hættulegar og við töldum fyrst. Einnig er algengt að við, án þess að vera endilega meðvituð um það, bíðum eftir að einhver önnur bregðist við. Ákveðin togstreita verður til innra með okkur í ofangreindum aðstæðum, þar sem við viljum grípa inn í og bregðast við í aðstæðum sem við upplifum brjóta gegn gildum okkar eða siðferði á sama tíma og við viljum ekki skera okkur úr hópnum sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að í þessari klemmu erum við líklegri til að fylgja hópnum en að taka af skarið. Umræða um áhorfendaáhrif er nauðsynleg meðal allra samfélagshópa þar sem meðvitund er fyrsta skrefið í að breyta hegðun okkar. Ef við vitum að það er í okkar náttúrulega eðli að skipta okkur ekki af, þegar við sjáum aðra í háska, getum við undirbúið okkur og jafnvel æft okkur í að bregðast öðruvísi við. Áhorfendaáhrif hafa ekki aðeins áhrif þegar kemur að fólki í háska. Þau ná líka til aðstæðna þar sem einelti, áreitni eða mismunun á sér stað. Í slíkum aðstæðum sjáum við að áhorfendur standa oft aðgerðarlausir hjá þar sem þeir telja að aðrir muni grípa inn í eða bregðast við. Aðgerðarleysið viðheldur hins vegar skaðanum og því er mikilvægt að brjóta vítahringinn með því að valdefla einstaklinga í viðbrögðum, í að tjá sig og skapa menningu þar sem öll taka ábyrgð. Með aukinni notkun samfélagsmiðla hafa áhorfendaáhrif þróast samhliða. Á meðan samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að benda á og aðhafast gegn óréttlæti, geta áhorfaendaáhrif enn unnið gegn okkur. Breytur sem ýta undir áhorfaendaáhrif geta margfaldast á internetinu þar sem við getum ekki séð líkamleg viðbrögð annarra. Fjölmörg dæmi eru um ofbeldi gegn einstaklingum sem hafa verið skrifuð og birt á samfélagsmiðlum og hlotið fjöldaáhorf, og jafnvel umsagnir eða “like”, án þess að nokkur hafi komið einstaklingnum í neyð til aðstoðar eða bjargar. Því miður eru dæmi um að, þegar einstaklingar stíga upp og reyna að koma til bjargar, lendi þeir í slæmri útreið, sem verður til þess að fólk veigrar sér við slíkt eða hreinlega gefst upp. Það krefst hugrekkis að láta sig varða og grípa inn í, en til eru margar leiðir til að bregðast við. Sem dæmi má nefna að stöðva óviðeigandi orðræðu, aðstoða manneskju í háska eða hafa samband við viðbragðsaðila. Fyrstu viðbrögð skipta máli og lágmarks aðkoma getur hvatt önnur til að bregðast við. Með styrk fjöldans getur verið öruggara að grípa inn í aðstæður. 8. nóvember er dagur eineltis. Áhorfendaáhrif í samhengi eineltis varpa ljósi á mikilvægi þess að efla vitund og ábyrgð allra sem verða vitni að slíku áreiti, þar sem hver og einn áhorfandi getur gegnt lykilhlutverki í því að draga úr eða jafnvel stöðva einelti með því að sýna samkennd, taka afstöðu eða styðja þolendur frekar en að láta hjá líða að bregðast við. Höfundur er sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun