Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 08:31 Pétur Rúðrik Guðmundsson mætir þrettán ára lærlingi sínum, Kára Vagni Birkissyni, í kvöld þegar þriðja mót Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye. Stöð 2 Sport Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram af krafti en þriðja umferð fer fram á Bullseye í Reykjavík í kvöld. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru sumir leikmenn í góðri stöðu með að tryggja sig í gegnum niðurskurð en aðrir með bakið uppvið vegg og verða á ná í stig. Eins eru sumir þegar dottnir úr deildinni og aðrir að stíga í fyrsta sinn á stokk í kvöld. Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira