Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 22:01 Líkamsræktarkappi sem ætlar að fara sautján hundruð kílómetra á þrektækjum á einni viku segist vera aukaatriði í verkefninu. Markmiðið er að vekja athygli á málstað sem stendur honum nærri og styðja við Pieta-samtökin. Það er löng vika framundan hjá Einari Hansberg Árnasyni en klukkan fjögur í dag hófst átakið í líkamsræktarstöðinni Afrek í Skógarhlíð 10 sem ætlað er að vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna. Hann verður að allan sólarhringinn og átakið er sent út í beinu streymi þar sem hægt er að fylgjast með hvernig gengur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þetta eru 1750 kílómetrar í heildina sem að skiptist þannig að þetta eru 2000 metrar á hjóli, 1000 metrar á róðrarvél og 500 metrar á skíðatæki, 500 umferðir af þessu og síðan ætlum við að flétta einhverjum upphífingum inn í þetta til gamans,“ segir Einar. „En ég mæli ekki með þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. Margt hægt að gera til að styðja hvort annað Hann mælir hins vegar með því að fólk kynni sér starfsemi Píeta-samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, og sé óhrætt við að leita sér hjálpar og stuðnings. Málstaðurinn stendur Einari nærri og því vildi hann leggja samtökunum lið. „Þegar ég hugsa til baka þá eru örugglega þrír, fjórir æskuvinir mínir sem fóru þessa leið, tóku líf sitt. Ég var bara það ungur að ég áttaði mig ekki á því. En svo fyrir svona rúmu ári síðan fór einn góður félagi, vinur, sem að sá ekki fram úr lífinu og fór þessa leið,“ segir Einar. Það séu margar leiðir aðrar leiðir til að leggja baráttunni lið eða rétta fram hjálparhönd. „Maður getur gert svo margt, við þurfum ekki að æfa í eina viku til að vera til staðar fyrir hvort annað, bara taka eftir hvort öðru,“ segir Einar. Þótt Einar verði að mestu einn að klára æfingarnar nýtur hann stuðnings frá góðum hópi fólks þar sem konan hans fer fremst í flokki sem mun hlaupa eitthvað í skarðið á meðan hann hvílir. „Þeir sem vilja, eru andvaka eða hvað sem það er geta komið og spjallað og tekið í tækin þegar það er laust pláss. En annars bara verið góð við hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með átaki Einars í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Þá er hægt að heita á Einar með framlögum á söfnunarreikning Píeta samtakanna Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041. Geðheilbrigði Hjálparstarf Góðverk Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Það er löng vika framundan hjá Einari Hansberg Árnasyni en klukkan fjögur í dag hófst átakið í líkamsræktarstöðinni Afrek í Skógarhlíð 10 sem ætlað er að vekja athygli á starfi Pieta-samtakanna. Hann verður að allan sólarhringinn og átakið er sent út í beinu streymi þar sem hægt er að fylgjast með hvernig gengur. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Þetta eru 1750 kílómetrar í heildina sem að skiptist þannig að þetta eru 2000 metrar á hjóli, 1000 metrar á róðrarvél og 500 metrar á skíðatæki, 500 umferðir af þessu og síðan ætlum við að flétta einhverjum upphífingum inn í þetta til gamans,“ segir Einar. „En ég mæli ekki með þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. Margt hægt að gera til að styðja hvort annað Hann mælir hins vegar með því að fólk kynni sér starfsemi Píeta-samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum, og sé óhrætt við að leita sér hjálpar og stuðnings. Málstaðurinn stendur Einari nærri og því vildi hann leggja samtökunum lið. „Þegar ég hugsa til baka þá eru örugglega þrír, fjórir æskuvinir mínir sem fóru þessa leið, tóku líf sitt. Ég var bara það ungur að ég áttaði mig ekki á því. En svo fyrir svona rúmu ári síðan fór einn góður félagi, vinur, sem að sá ekki fram úr lífinu og fór þessa leið,“ segir Einar. Það séu margar leiðir aðrar leiðir til að leggja baráttunni lið eða rétta fram hjálparhönd. „Maður getur gert svo margt, við þurfum ekki að æfa í eina viku til að vera til staðar fyrir hvort annað, bara taka eftir hvort öðru,“ segir Einar. Þótt Einar verði að mestu einn að klára æfingarnar nýtur hann stuðnings frá góðum hópi fólks þar sem konan hans fer fremst í flokki sem mun hlaupa eitthvað í skarðið á meðan hann hvílir. „Þeir sem vilja, eru andvaka eða hvað sem það er geta komið og spjallað og tekið í tækin þegar það er laust pláss. En annars bara verið góð við hvort annað.“ Hægt er að fylgjast með átaki Einars í beinu streymi í spilaranum hér að neðan. Þá er hægt að heita á Einar með framlögum á söfnunarreikning Píeta samtakanna Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Hjálparstarf Góðverk Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira