Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 19:37 Myndefnið var tekið í september. vísir Nýtt myndefni frá tvennum erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með spörkum og þeim veitt högg. Íslenskur dýraverndunarsinni segir umrætt myndefni sýna ljótan veruleika sem blóðmerar búa við. Myndefnið sem sýnt er í fréttinni var tekið í ónefndri íslenskri sveit í september á síðasta blóðtökutímabili. Þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök hafa undir höndum gríðarlegt magn af sambærilegu myndefni sem tekið var upp á sex mismunandi sveitarbæjum í haust. Þau hafa einvörðungu yfirfarið um helming myndefnisins. Samtökin vöktu mikla athygli árið 2021 fyrir heimildarmynd um blóðmerarhald á Íslandi. Matvælastofnun nefnir sérstaklega velferð hryssnanna við rekstur í rétt og nærgætni í umgengni í skilyrðum sem stofnunin setur fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Í ágúst urðu umrædd dýraverndunarsamtök fyrir miklum vonbrigðum þegar MAST ákvað að falla frá rannsókn á meintu dýraníði vegna skorts á sönnunargögnum í máli þar sem í forgrunni var myndefni úr heimildarmynd samtakanna. Dýraverndunarsamtökunum þótti augljóst að maður hefði sparkað í andlit hryssu sem föst var við blóðtökubás umrætt sinn. Verði að stöðva „þarflausan þjáningahring“ Það sem sést á hinu nýja myndefni kemur dýravininum og hestakonunni Rósu Líf Darradóttur ekki á óvart því hún segir ekki mögulegt að framkvæma þetta með sómasamlegum hætti. „Þær eru skelfingu losnar, hryssurnar, það að setja hest inn í þröngan blóðtökubás og binda höfuðið á honum upp og strappa bakið niður, stinga hann í hálsinn með þykkri nál eru örugglega verstu aðstæður sem þú getur sett hesta í, vegna þess að þeir eru flóttadýr. Og þeir vilja flýja slæmar aðstæður.“ Úr blóði hinna fylfullu hryssna er að finna hormón sem fyrirtækið Ísteka einangrar og kemur í sölu. „Er einhver þörf fyrir þetta hormón? Við erum að pína íslenskar hryssur til að pína erlendar gyltur eða svín í verksmiðjubuskap til að auka frjósemi þeirra og aðstæðurnar sem þessi svin búa við eru alveg ömurlegar, þannig að að má segja að þetta sé einhvers konar þarflaus þjáningarhringur sem við verðum að stöðva.“ Blóðmerahald Hestar Tengdar fréttir Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Myndefnið sem sýnt er í fréttinni var tekið í ónefndri íslenskri sveit í september á síðasta blóðtökutímabili. Þýsk og svissnesk dýraverndunarsamtök hafa undir höndum gríðarlegt magn af sambærilegu myndefni sem tekið var upp á sex mismunandi sveitarbæjum í haust. Þau hafa einvörðungu yfirfarið um helming myndefnisins. Samtökin vöktu mikla athygli árið 2021 fyrir heimildarmynd um blóðmerarhald á Íslandi. Matvælastofnun nefnir sérstaklega velferð hryssnanna við rekstur í rétt og nærgætni í umgengni í skilyrðum sem stofnunin setur fyrir blóðtöku úr fylfullum hryssum. Í ágúst urðu umrædd dýraverndunarsamtök fyrir miklum vonbrigðum þegar MAST ákvað að falla frá rannsókn á meintu dýraníði vegna skorts á sönnunargögnum í máli þar sem í forgrunni var myndefni úr heimildarmynd samtakanna. Dýraverndunarsamtökunum þótti augljóst að maður hefði sparkað í andlit hryssu sem föst var við blóðtökubás umrætt sinn. Verði að stöðva „þarflausan þjáningahring“ Það sem sést á hinu nýja myndefni kemur dýravininum og hestakonunni Rósu Líf Darradóttur ekki á óvart því hún segir ekki mögulegt að framkvæma þetta með sómasamlegum hætti. „Þær eru skelfingu losnar, hryssurnar, það að setja hest inn í þröngan blóðtökubás og binda höfuðið á honum upp og strappa bakið niður, stinga hann í hálsinn með þykkri nál eru örugglega verstu aðstæður sem þú getur sett hesta í, vegna þess að þeir eru flóttadýr. Og þeir vilja flýja slæmar aðstæður.“ Úr blóði hinna fylfullu hryssna er að finna hormón sem fyrirtækið Ísteka einangrar og kemur í sölu. „Er einhver þörf fyrir þetta hormón? Við erum að pína íslenskar hryssur til að pína erlendar gyltur eða svín í verksmiðjubuskap til að auka frjósemi þeirra og aðstæðurnar sem þessi svin búa við eru alveg ömurlegar, þannig að að má segja að þetta sé einhvers konar þarflaus þjáningarhringur sem við verðum að stöðva.“
Blóðmerahald Hestar Tengdar fréttir Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09