Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2024 16:48 Úkraínskir hermenn í Lúhansk-héraði. Getty/Kostiantyn Liberov Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í dag að í heildina stæðu hermenn hans í Kúrsk gegn um fimmtíu þúsund óvinum en talið er að þeirra á meðal séu hermenn frá Norður-Kóreu. Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Á meðan á þessu hefur gengið hefur Rússum gengið betur í austurhluta Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa sótt hraðar fram en markmið þeirra virðist vera að ná yfirráðum á öllu Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Sirskí segir að ef ekki væri fyrir árásina á Kúrsk væru tugir þúsunda af bestu hermönnum Rússa að taka þátt í árásunum í austri og ástandið þar væri því enn verra, samkvæmt frétt Reuters. Búast við sókn á næstu dögum New York Times sagði þó frá því í gær að Rússum hefði tekist að byggja upp sveitir sínar í Kúrsk án þess að flytja hermenn af vígstöðvunum í austurhluta Úkraínu. Bandarískir heimildarmenn NYT sögðu að Rússar hefðu gert miklar árásir á úkraínska hermenn í Kúrsk úr lofti og með stórskotaliði en væru ekki enn byrjaðir að sækja fram gegn þeim. Búist er við slíkum árásum á næstu dögum og er búist við því að norðurkórsekir hermenn muni taka þátt í þeim. Áðurnefndir heimildarmenn sögðu einnig að Úkraínumenn hefðu byggt upp öflugar varnir í Kúrsk og að þeir gætu haldið aftur af sókn Rússa, í það minnsta um tíma. Bandaríkjamenn eru sagðir svartsýnni á gang stríðsins, samhliða hægum en stöðugum landvinningum Rússa. Að hluta til sé þar um að kenna hve illa Úkraínumönnum hafi gengið að fylla upp í raðir sínar en mannekla hefur lengi leikið þá grátt. Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í á dögunum að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í dag að í heildina stæðu hermenn hans í Kúrsk gegn um fimmtíu þúsund óvinum en talið er að þeirra á meðal séu hermenn frá Norður-Kóreu. Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Á meðan á þessu hefur gengið hefur Rússum gengið betur í austurhluta Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa sótt hraðar fram en markmið þeirra virðist vera að ná yfirráðum á öllu Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Sirskí segir að ef ekki væri fyrir árásina á Kúrsk væru tugir þúsunda af bestu hermönnum Rússa að taka þátt í árásunum í austri og ástandið þar væri því enn verra, samkvæmt frétt Reuters. Búast við sókn á næstu dögum New York Times sagði þó frá því í gær að Rússum hefði tekist að byggja upp sveitir sínar í Kúrsk án þess að flytja hermenn af vígstöðvunum í austurhluta Úkraínu. Bandarískir heimildarmenn NYT sögðu að Rússar hefðu gert miklar árásir á úkraínska hermenn í Kúrsk úr lofti og með stórskotaliði en væru ekki enn byrjaðir að sækja fram gegn þeim. Búist er við slíkum árásum á næstu dögum og er búist við því að norðurkórsekir hermenn muni taka þátt í þeim. Áðurnefndir heimildarmenn sögðu einnig að Úkraínumenn hefðu byggt upp öflugar varnir í Kúrsk og að þeir gætu haldið aftur af sókn Rússa, í það minnsta um tíma. Bandaríkjamenn eru sagðir svartsýnni á gang stríðsins, samhliða hægum en stöðugum landvinningum Rússa. Að hluta til sé þar um að kenna hve illa Úkraínumönnum hafi gengið að fylla upp í raðir sínar en mannekla hefur lengi leikið þá grátt. Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í á dögunum að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21
Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21