Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 12:12 Ksenia Karelina í dómsal í Moskvu í sumar. EPA/STRINGER Rússneskur dómstóll hafnaði í gær áfrýjunarkröfu 32 ára konu sem dæmd var fyrir landráð í sumar. Ksenia Karelina var dæmd til tólf ára fangelsisvistar fyrir að gefa tæpar sjö þúsund krónur til góðgerðafélags fyrir Úkraínumenn, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Karelina er bæði rússneskur og bandarískur ríkisborgari og starfar sem ballerína. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 gaf hún um fimmtíu dali til góðgerðarsamtaka í New York sem stutt hafa Úkraínumenn. Það samsvarar um sjö þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Hún var svo handtekin þegar hún ferðaðist frá Bandaríkjunum til að heimsækja fjölskyldu sína í Rússlandi. Í fyrstu var hún ákærð fyrir „smávægilegt skemmdarverk“, samkvæmt frétt Moscow Times. Hún var sökuð um að safna fjármunum sem notaðir voru til að kaupa hergögn fyrir úkraínska herinn og var ákærunni síðar breytt og hún ákærð fyrir landráð. Karelina var svo sakfelld í sumar og dæmd til tólf ára fangelsisvistar. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst dóminum sem grimmdarlegri illsku. Hér að neðan má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í sumar þegar Karelina var dæmd. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi sakað Rússa um að handtaka bandaríska ríkisborgara fyrir litlar sem engar sakir, með því markmiði að dæma þá í fangelsi og nota seinna meir í fangaskiptum. Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Karelina er bæði rússneskur og bandarískur ríkisborgari og starfar sem ballerína. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 gaf hún um fimmtíu dali til góðgerðarsamtaka í New York sem stutt hafa Úkraínumenn. Það samsvarar um sjö þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Hún var svo handtekin þegar hún ferðaðist frá Bandaríkjunum til að heimsækja fjölskyldu sína í Rússlandi. Í fyrstu var hún ákærð fyrir „smávægilegt skemmdarverk“, samkvæmt frétt Moscow Times. Hún var sökuð um að safna fjármunum sem notaðir voru til að kaupa hergögn fyrir úkraínska herinn og var ákærunni síðar breytt og hún ákærð fyrir landráð. Karelina var svo sakfelld í sumar og dæmd til tólf ára fangelsisvistar. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst dóminum sem grimmdarlegri illsku. Hér að neðan má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í sumar þegar Karelina var dæmd. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi sakað Rússa um að handtaka bandaríska ríkisborgara fyrir litlar sem engar sakir, með því markmiði að dæma þá í fangelsi og nota seinna meir í fangaskiptum.
Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36
Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59