Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 12:12 Ksenia Karelina í dómsal í Moskvu í sumar. EPA/STRINGER Rússneskur dómstóll hafnaði í gær áfrýjunarkröfu 32 ára konu sem dæmd var fyrir landráð í sumar. Ksenia Karelina var dæmd til tólf ára fangelsisvistar fyrir að gefa tæpar sjö þúsund krónur til góðgerðafélags fyrir Úkraínumenn, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Karelina er bæði rússneskur og bandarískur ríkisborgari og starfar sem ballerína. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 gaf hún um fimmtíu dali til góðgerðarsamtaka í New York sem stutt hafa Úkraínumenn. Það samsvarar um sjö þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Hún var svo handtekin þegar hún ferðaðist frá Bandaríkjunum til að heimsækja fjölskyldu sína í Rússlandi. Í fyrstu var hún ákærð fyrir „smávægilegt skemmdarverk“, samkvæmt frétt Moscow Times. Hún var sökuð um að safna fjármunum sem notaðir voru til að kaupa hergögn fyrir úkraínska herinn og var ákærunni síðar breytt og hún ákærð fyrir landráð. Karelina var svo sakfelld í sumar og dæmd til tólf ára fangelsisvistar. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst dóminum sem grimmdarlegri illsku. Hér að neðan má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í sumar þegar Karelina var dæmd. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi sakað Rússa um að handtaka bandaríska ríkisborgara fyrir litlar sem engar sakir, með því markmiði að dæma þá í fangelsi og nota seinna meir í fangaskiptum. Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Karelina er bæði rússneskur og bandarískur ríkisborgari og starfar sem ballerína. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 gaf hún um fimmtíu dali til góðgerðarsamtaka í New York sem stutt hafa Úkraínumenn. Það samsvarar um sjö þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Hún var svo handtekin þegar hún ferðaðist frá Bandaríkjunum til að heimsækja fjölskyldu sína í Rússlandi. Í fyrstu var hún ákærð fyrir „smávægilegt skemmdarverk“, samkvæmt frétt Moscow Times. Hún var sökuð um að safna fjármunum sem notaðir voru til að kaupa hergögn fyrir úkraínska herinn og var ákærunni síðar breytt og hún ákærð fyrir landráð. Karelina var svo sakfelld í sumar og dæmd til tólf ára fangelsisvistar. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst dóminum sem grimmdarlegri illsku. Hér að neðan má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í sumar þegar Karelina var dæmd. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi sakað Rússa um að handtaka bandaríska ríkisborgara fyrir litlar sem engar sakir, með því markmiði að dæma þá í fangelsi og nota seinna meir í fangaskiptum.
Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36
Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59