Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. nóvember 2024 08:26 Verkfall hefst í MR á mánudaginn verði ekki samið fyrir þann tíma. Vilhelm Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. Ef ekki verður samið á næstu dögum hefst verkfall í MR á mánudaginn kemur. Foreldrarnir segjast skilja og virða réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. „Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt,“ segir ennfremur. Stjórnin bendir þó á að verkfallsvopninu sé hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum MR. „Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan.“ Foreldrarnir benda einnig á úrskurð Umboðsmanns barna á dögunum þar sem segir að börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli sé mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Foreldrarnir benda á að viðræður milli aðila hafi því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. „Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum,“ segir að lokum. Yfirlýsingin í heild sinni: Reykjavík, 12. nóvember 2024 Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík hefur þungar áhyggjur af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. Við skiljum og virðum réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt. Verkfallsvopninu er hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum Menntaskólans. Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan. Eins og fram kemur í úrskurði Umboðsmanns barna[1]: „Þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur verður ekki litið fram hjá því að börn eru skólaskyld og þau eiga stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Að mati umboðsmanns barna er börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar“. Stjórnin leggur áherslu á orð umboðsmanns barna og bendir á alvarlegar afleiðingar verkfallsins sem getur orðið til þess að „viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis“. Fjarvera frá skóla getur aukið líkur á að börn þrói með sér skólaforðun og fjarveran getur einnig haft „óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annarsstaðar“. Sýnum þessu börnum og ungmennum nærgætni. Nú er í boði að láta ganga betur. Það er skýlaus krafa okkar að samningsaðilar vinni hratt og markvisst að lausn deilunnar þannig að fórnarkostnaðurinn leggist ekki á þessa nemendur. Þótt úrlausn kjarasamningsákvæða frá 2016 sé flókið mál og nái til fleiri hópa en kennara er nauðsynlegt að finna lausn á því. Viðræður milli aðila hafa því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum. Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík. Kennaraverkfall 2024 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa á leikskólum Hafnarfjarðar greiða ný atkvæði um verkfall. Verði tillagan samþykkt fara starfsmenn í verkfall í tvo sólarhringa á tímabilinu 21. nóvember til 5. desember. 9. nóvember 2024 15:20 Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8. nóvember 2024 12:08 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Ef ekki verður samið á næstu dögum hefst verkfall í MR á mánudaginn kemur. Foreldrarnir segjast skilja og virða réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. „Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt,“ segir ennfremur. Stjórnin bendir þó á að verkfallsvopninu sé hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum MR. „Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan.“ Foreldrarnir benda einnig á úrskurð Umboðsmanns barna á dögunum þar sem segir að börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli sé mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Foreldrarnir benda á að viðræður milli aðila hafi því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. „Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum,“ segir að lokum. Yfirlýsingin í heild sinni: Reykjavík, 12. nóvember 2024 Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík hefur þungar áhyggjur af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. Við skiljum og virðum réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt. Verkfallsvopninu er hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum Menntaskólans. Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan. Eins og fram kemur í úrskurði Umboðsmanns barna[1]: „Þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur verður ekki litið fram hjá því að börn eru skólaskyld og þau eiga stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Að mati umboðsmanns barna er börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar“. Stjórnin leggur áherslu á orð umboðsmanns barna og bendir á alvarlegar afleiðingar verkfallsins sem getur orðið til þess að „viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis“. Fjarvera frá skóla getur aukið líkur á að börn þrói með sér skólaforðun og fjarveran getur einnig haft „óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annarsstaðar“. Sýnum þessu börnum og ungmennum nærgætni. Nú er í boði að láta ganga betur. Það er skýlaus krafa okkar að samningsaðilar vinni hratt og markvisst að lausn deilunnar þannig að fórnarkostnaðurinn leggist ekki á þessa nemendur. Þótt úrlausn kjarasamningsákvæða frá 2016 sé flókið mál og nái til fleiri hópa en kennara er nauðsynlegt að finna lausn á því. Viðræður milli aðila hafa því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum. Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík.
Yfirlýsingin í heild sinni: Reykjavík, 12. nóvember 2024 Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík hefur þungar áhyggjur af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. Við skiljum og virðum réttmætar kröfur kennara í kjarabaráttu sinni. Mikilvægt er að staðið sé við gerða samninga og nauðsynlegt að sýna kennurum og starfi þeirra virðingu. Þeir hafa stuðning okkar enda framlag þeirra ómetanlegt. Verkfallsvopninu er hins vegar að þessu sinni beint af þunga gagnvart aðeins hluta nemenda, þar á meðal nemendum Menntaskólans. Þessir nemendur geta hvorki haft áhrif á lausn deilunnar eða vikið sér undan henni en hún getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra og vellíðan. Eins og fram kemur í úrskurði Umboðsmanns barna[1]: „Þó verkfallsrétturinn sé óumdeildur verður ekki litið fram hjá því að börn eru skólaskyld og þau eiga stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Að mati umboðsmanns barna er börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar“. Stjórnin leggur áherslu á orð umboðsmanns barna og bendir á alvarlegar afleiðingar verkfallsins sem getur orðið til þess að „viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis“. Fjarvera frá skóla getur aukið líkur á að börn þrói með sér skólaforðun og fjarveran getur einnig haft „óafturkræfar afleiðingar fyrir börn að geta ekki sótt skóla og fyrir sum börn er skólinn griðastaður sem veitir öryggi sem þau njóta ekki annarsstaðar“. Sýnum þessu börnum og ungmennum nærgætni. Nú er í boði að láta ganga betur. Það er skýlaus krafa okkar að samningsaðilar vinni hratt og markvisst að lausn deilunnar þannig að fórnarkostnaðurinn leggist ekki á þessa nemendur. Þótt úrlausn kjarasamningsákvæða frá 2016 sé flókið mál og nái til fleiri hópa en kennara er nauðsynlegt að finna lausn á því. Viðræður milli aðila hafa því miður ekki enn skilað þeim árangri sem stefnt var að. Við hvetjum samningsaðila til að leita allra leiða til að binda sem fyrst enda á þessa deilu og hlífa þannig nemendum. Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík.
Kennaraverkfall 2024 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Tengdar fréttir Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa á leikskólum Hafnarfjarðar greiða ný atkvæði um verkfall. Verði tillagan samþykkt fara starfsmenn í verkfall í tvo sólarhringa á tímabilinu 21. nóvember til 5. desember. 9. nóvember 2024 15:20 Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8. nóvember 2024 12:08 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa á leikskólum Hafnarfjarðar greiða ný atkvæði um verkfall. Verði tillagan samþykkt fara starfsmenn í verkfall í tvo sólarhringa á tímabilinu 21. nóvember til 5. desember. 9. nóvember 2024 15:20
Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8. nóvember 2024 12:08
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57