Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2024 10:08 Áherslur flokkanna eru þær sömu þegar kemur að nikótínpúðum en ólíkar hvað varðar sölu á áfengi. Allir þeir flokkar sem svöruðu spurningum fornvarnarsamtaka um nikótínpúða og áfengissölu sögðust vilja stemma stigu við notkun barna og unglinga á nikótínpúðum. Aðeins tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn, sögðust hins vegar vilja leggja niður ÁTVR og heimila sölu áfengis í verslunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fræðslu- og forvarna, Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum, IOGT og Samstarfi félagasamtaka í forvörnum. Samkvæmt tilkynningunni bárust svör frá Framsóknarflokknum, Samfylkingunni, Sjálfstæðisflokknum, Sósíalistaflokknum, Vinstri grænum og Viðreisn en Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Píratar svöruðu ekki. „Vegna sorglegrar þróunar í nikótínpúða- og áfengismálum, sem eru bæði mikilvæg lýðheilsu- og samfélagsmál, telja forvarnarsamtök að almenningur eigi rétt á að vita afstöðu flokkanna til þessara mála nú þegar styttast fer í myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ segir í fréttatilkynningunni. „Forvarnarsamtök telja að svör flokkanna sýni samstöðu þeirra um að verja börn og ungmenni gegn nikótíni, en ósamstöðu um áfengissöluna. Mið- og vinstriflokkar vilja ekki leggja niður ÁTVR og selja áfengi í almennum verslunum vegna lýðheilsu- og samfélagsjónarmiða. Hægri flokkar vilja hins vegar leggja niður ÁTVR og selja áfengi í almennum verslunum til að auka frelsi í verslun. Samstaðan um vörn gegn nikótíni gleður, en ósamstaðan um áfengissöluna er forvarnarsamtökum mikið áhyggjuefni.“ Spurt var: Telur flokkur þinn rétt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna? Ef já, til hvaða aðgerða viltu að stjórnvöld grípi? Vill flokkur þinn að ÁTVR verði lagt niður og áfengið selt í almennum verslunum? Tengd skjöl Ítarleg_svör_framboða_á_landsvísu_við_spurningum_forvarnarsamtaka_14_nóv_2024PDF113KBSækja skjal Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Nikótínpúðar Skattar og tollar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Aðeins tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn, sögðust hins vegar vilja leggja niður ÁTVR og heimila sölu áfengis í verslunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fræðslu- og forvarna, Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum, IOGT og Samstarfi félagasamtaka í forvörnum. Samkvæmt tilkynningunni bárust svör frá Framsóknarflokknum, Samfylkingunni, Sjálfstæðisflokknum, Sósíalistaflokknum, Vinstri grænum og Viðreisn en Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Píratar svöruðu ekki. „Vegna sorglegrar þróunar í nikótínpúða- og áfengismálum, sem eru bæði mikilvæg lýðheilsu- og samfélagsmál, telja forvarnarsamtök að almenningur eigi rétt á að vita afstöðu flokkanna til þessara mála nú þegar styttast fer í myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ segir í fréttatilkynningunni. „Forvarnarsamtök telja að svör flokkanna sýni samstöðu þeirra um að verja börn og ungmenni gegn nikótíni, en ósamstöðu um áfengissöluna. Mið- og vinstriflokkar vilja ekki leggja niður ÁTVR og selja áfengi í almennum verslunum vegna lýðheilsu- og samfélagsjónarmiða. Hægri flokkar vilja hins vegar leggja niður ÁTVR og selja áfengi í almennum verslunum til að auka frelsi í verslun. Samstaðan um vörn gegn nikótíni gleður, en ósamstaðan um áfengissöluna er forvarnarsamtökum mikið áhyggjuefni.“ Spurt var: Telur flokkur þinn rétt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna? Ef já, til hvaða aðgerða viltu að stjórnvöld grípi? Vill flokkur þinn að ÁTVR verði lagt niður og áfengið selt í almennum verslunum? Tengd skjöl Ítarleg_svör_framboða_á_landsvísu_við_spurningum_forvarnarsamtaka_14_nóv_2024PDF113KBSækja skjal
Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Nikótínpúðar Skattar og tollar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira