Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2024 12:44 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar og núverandi oddviti, er á leið í veikindaleyfi. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í gær þrjár beiðnir sveitarstjórnarfulltrúa um lausn frá störfum. Áður höfðu tveir fulltrúar beðist lausnar. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá 12. nóvember en í bókun oddvita, Þorgeirs Pálssonar, segir að af þessum fimm hafi fjórir beðist lausnar sökum álags og áreitis. Allir hafi þeir lagt upp með að gera vel fyrir sveitarfélagið, bæta það og efla, og gengið fram af heilindum og með sannfæringu. „En það dugði ekki til. Endalausar ásakanir, niðurrif og nú síðast kom fram á síðasta sveitarstjórnarfundi bókun tveggja sveitarstjórnarmanna um að þeir hefðu fengið hótanir vegna starfa sinna í sveitarstjórn. Þetta hefur nú leitt til þess að þessir fulltrúar sjá sér ekki fært lengur, sín og fjölskyldna sinna vegna, að starfa í sveitarstjórn fyrir Strandabyggð. Þessi framkoma í garð kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn er með öllu ólíðandi og á sér fá ef nokkur fordæmi,“ segir í bókuninni. Oddvitinn segir árásir á kjörna fulltrúa jafngilda árási á lýðræðið og ekkert grín að „draga sífellt inn til umræðu“ mál sem ættu ekki heima í sveitarstjórn, til þess eins að gera fulltrúa meirihlutans og ákvarðanir hans tortryggilegar. „Fólk hefur verið sakað um frændhygli í samningum við verktaka. Því hefur opinberlega verið haldið fram að t.d. oddviti hafi sakað einstakling í samfélaginu um að hafa stolið tugum milljóna úr sjóðum sveitarfélagsins, svo dæmi séu tekin. Hvoru tveggja eru grafalvarlegar ásakanir, sem uppfylla öll skilyrði til málsóknar, kjósi menn svo,“ segir í bókun oddvitans. „Er þetta eðlilegt starfsumhverfi? Nei. Þetta er umhverfi litað af heift og ofbeldi og á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni eða eðlilegan pólitískan ágreining um stefnu eða áherslur. Þetta er í raun ein tegund ofbeldis og það er mikilvægt að allir sem þetta lesa, skilji alvarleika þessa máls. Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar.“ Greint er frá því í fundargerðinni að oddvitinn, Þorgeir Pálsson, sé sjálfur á leið í veikindaleyfi í lok dagsins í dag. Varaoddviti verður skipaður á fundi sveitarstjórnar í desember. Strandabyggð Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá 12. nóvember en í bókun oddvita, Þorgeirs Pálssonar, segir að af þessum fimm hafi fjórir beðist lausnar sökum álags og áreitis. Allir hafi þeir lagt upp með að gera vel fyrir sveitarfélagið, bæta það og efla, og gengið fram af heilindum og með sannfæringu. „En það dugði ekki til. Endalausar ásakanir, niðurrif og nú síðast kom fram á síðasta sveitarstjórnarfundi bókun tveggja sveitarstjórnarmanna um að þeir hefðu fengið hótanir vegna starfa sinna í sveitarstjórn. Þetta hefur nú leitt til þess að þessir fulltrúar sjá sér ekki fært lengur, sín og fjölskyldna sinna vegna, að starfa í sveitarstjórn fyrir Strandabyggð. Þessi framkoma í garð kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn er með öllu ólíðandi og á sér fá ef nokkur fordæmi,“ segir í bókuninni. Oddvitinn segir árásir á kjörna fulltrúa jafngilda árási á lýðræðið og ekkert grín að „draga sífellt inn til umræðu“ mál sem ættu ekki heima í sveitarstjórn, til þess eins að gera fulltrúa meirihlutans og ákvarðanir hans tortryggilegar. „Fólk hefur verið sakað um frændhygli í samningum við verktaka. Því hefur opinberlega verið haldið fram að t.d. oddviti hafi sakað einstakling í samfélaginu um að hafa stolið tugum milljóna úr sjóðum sveitarfélagsins, svo dæmi séu tekin. Hvoru tveggja eru grafalvarlegar ásakanir, sem uppfylla öll skilyrði til málsóknar, kjósi menn svo,“ segir í bókun oddvitans. „Er þetta eðlilegt starfsumhverfi? Nei. Þetta er umhverfi litað af heift og ofbeldi og á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni eða eðlilegan pólitískan ágreining um stefnu eða áherslur. Þetta er í raun ein tegund ofbeldis og það er mikilvægt að allir sem þetta lesa, skilji alvarleika þessa máls. Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar.“ Greint er frá því í fundargerðinni að oddvitinn, Þorgeir Pálsson, sé sjálfur á leið í veikindaleyfi í lok dagsins í dag. Varaoddviti verður skipaður á fundi sveitarstjórnar í desember.
Strandabyggð Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira