Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 15:17 Lindsey Vonn var á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París í sumar. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn hefur nú staðfest að hún muni snúa aftur til keppni, fertug að aldri, tæpum sex árum eftir að hún lagði skíðin á hilluna. Vonn er sannkölluð skíðastjarna en hún á í sínu safni þrenn ólympíuverðlaun (gull í bruni og brons í risasvigi 2010, og brons í bruni 2018), átta verðlaun af heimsmeistaramótum og fjóra heimsbikarmeistaratitla. Þá setti hún met með því að vinna 82 heimsbikarmót en landa hennar, Mikaela Shiffrin, sló það met í janúar í fyrra og er komin í 97 sigra. Gagnrýnd fyrir endurkomuna Ekki hafa allir hrifist af hugmyndum Vonn um að snúa aftur til keppni og þannig sagðist Þjóðverjinn Markus Wasmeier, 61 árs gamall tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, telja um einhvers konar leikþátt að ræða sem jaðraði við hneyksli. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Ótrúlegt að geta skíðað á ný án verkja Eins og fyrr segir hætti Vonn að keppa í febrúar 2019 en hún hafði þá ítrekað glímt við meiðsli af ýmsum toga. Síðast í apríl var hún í aðgerð þar sem skipt var um hluta af hné. Vonn hefur hins vegar verið við æfingar síðustu mánuði og nú styttist í hennar fyrstu keppni í langan tíma. „Það hefur verið ótrúlegt ferðalag að komast aftur á skíði án þess að finna fyrir sársauka. Mig langar að halda áfram að deila þekkingu minni á íþróttinni með þessum ótrúlegu konum,“ sagði Vonn og vísaði til liðsfélaga sinna í bandaríska skíðalandsliðinu. Vonn er strax aftur orðin hluti af landsliðinu en það kemur svo í ljós hvenær hennar fyrsta mót verður. Næstu Vetrarólympíuleikar verða á Ítalíu í febrúar 2026. Skíðaíþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira
Vonn er sannkölluð skíðastjarna en hún á í sínu safni þrenn ólympíuverðlaun (gull í bruni og brons í risasvigi 2010, og brons í bruni 2018), átta verðlaun af heimsmeistaramótum og fjóra heimsbikarmeistaratitla. Þá setti hún met með því að vinna 82 heimsbikarmót en landa hennar, Mikaela Shiffrin, sló það met í janúar í fyrra og er komin í 97 sigra. Gagnrýnd fyrir endurkomuna Ekki hafa allir hrifist af hugmyndum Vonn um að snúa aftur til keppni og þannig sagðist Þjóðverjinn Markus Wasmeier, 61 árs gamall tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, telja um einhvers konar leikþátt að ræða sem jaðraði við hneyksli. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Ótrúlegt að geta skíðað á ný án verkja Eins og fyrr segir hætti Vonn að keppa í febrúar 2019 en hún hafði þá ítrekað glímt við meiðsli af ýmsum toga. Síðast í apríl var hún í aðgerð þar sem skipt var um hluta af hné. Vonn hefur hins vegar verið við æfingar síðustu mánuði og nú styttist í hennar fyrstu keppni í langan tíma. „Það hefur verið ótrúlegt ferðalag að komast aftur á skíði án þess að finna fyrir sársauka. Mig langar að halda áfram að deila þekkingu minni á íþróttinni með þessum ótrúlegu konum,“ sagði Vonn og vísaði til liðsfélaga sinna í bandaríska skíðalandsliðinu. Vonn er strax aftur orðin hluti af landsliðinu en það kemur svo í ljós hvenær hennar fyrsta mót verður. Næstu Vetrarólympíuleikar verða á Ítalíu í febrúar 2026.
Skíðaíþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira