Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 15:17 Lindsey Vonn var á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París í sumar. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn hefur nú staðfest að hún muni snúa aftur til keppni, fertug að aldri, tæpum sex árum eftir að hún lagði skíðin á hilluna. Vonn er sannkölluð skíðastjarna en hún á í sínu safni þrenn ólympíuverðlaun (gull í bruni og brons í risasvigi 2010, og brons í bruni 2018), átta verðlaun af heimsmeistaramótum og fjóra heimsbikarmeistaratitla. Þá setti hún met með því að vinna 82 heimsbikarmót en landa hennar, Mikaela Shiffrin, sló það met í janúar í fyrra og er komin í 97 sigra. Gagnrýnd fyrir endurkomuna Ekki hafa allir hrifist af hugmyndum Vonn um að snúa aftur til keppni og þannig sagðist Þjóðverjinn Markus Wasmeier, 61 árs gamall tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, telja um einhvers konar leikþátt að ræða sem jaðraði við hneyksli. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Ótrúlegt að geta skíðað á ný án verkja Eins og fyrr segir hætti Vonn að keppa í febrúar 2019 en hún hafði þá ítrekað glímt við meiðsli af ýmsum toga. Síðast í apríl var hún í aðgerð þar sem skipt var um hluta af hné. Vonn hefur hins vegar verið við æfingar síðustu mánuði og nú styttist í hennar fyrstu keppni í langan tíma. „Það hefur verið ótrúlegt ferðalag að komast aftur á skíði án þess að finna fyrir sársauka. Mig langar að halda áfram að deila þekkingu minni á íþróttinni með þessum ótrúlegu konum,“ sagði Vonn og vísaði til liðsfélaga sinna í bandaríska skíðalandsliðinu. Vonn er strax aftur orðin hluti af landsliðinu en það kemur svo í ljós hvenær hennar fyrsta mót verður. Næstu Vetrarólympíuleikar verða á Ítalíu í febrúar 2026. Skíðaíþróttir Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Vonn er sannkölluð skíðastjarna en hún á í sínu safni þrenn ólympíuverðlaun (gull í bruni og brons í risasvigi 2010, og brons í bruni 2018), átta verðlaun af heimsmeistaramótum og fjóra heimsbikarmeistaratitla. Þá setti hún met með því að vinna 82 heimsbikarmót en landa hennar, Mikaela Shiffrin, sló það met í janúar í fyrra og er komin í 97 sigra. Gagnrýnd fyrir endurkomuna Ekki hafa allir hrifist af hugmyndum Vonn um að snúa aftur til keppni og þannig sagðist Þjóðverjinn Markus Wasmeier, 61 árs gamall tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, telja um einhvers konar leikþátt að ræða sem jaðraði við hneyksli. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Ótrúlegt að geta skíðað á ný án verkja Eins og fyrr segir hætti Vonn að keppa í febrúar 2019 en hún hafði þá ítrekað glímt við meiðsli af ýmsum toga. Síðast í apríl var hún í aðgerð þar sem skipt var um hluta af hné. Vonn hefur hins vegar verið við æfingar síðustu mánuði og nú styttist í hennar fyrstu keppni í langan tíma. „Það hefur verið ótrúlegt ferðalag að komast aftur á skíði án þess að finna fyrir sársauka. Mig langar að halda áfram að deila þekkingu minni á íþróttinni með þessum ótrúlegu konum,“ sagði Vonn og vísaði til liðsfélaga sinna í bandaríska skíðalandsliðinu. Vonn er strax aftur orðin hluti af landsliðinu en það kemur svo í ljós hvenær hennar fyrsta mót verður. Næstu Vetrarólympíuleikar verða á Ítalíu í febrúar 2026.
Skíðaíþróttir Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti