Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir og Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 16:03 Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“. Þar var greint frá rannsókn sem gerð var í Englandi og Wales á upplifun þolenda af því að kæra kynferðisbrot til lögreglu þar í landi. Niðurstöður voru sláandi, flestir þátttakendur sögðust að þeir hefðu ekki kært ef þeir hefðu vitað fyrir fram hvernig ferlið myndi ganga fyrir sig. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendur vildu að gerendur gerðu sér grein fyrir því að skömmin liggur hjá þeim, ekki þolandanum. Þá kom fram að mörgum þolendum fannst skipta meira máli að gerandinn bryti ekki gegn öðrum og fengi aðstoð til að breyta hegðun sinni frekar en að fá dóm. Þá skiptir miklu máli fyrir þolendur að finna fyrir samkennd, góðvild og virðingu. Þegar þessir þættir voru til staðar gat það haft jákvæð áhrif á bataferli þeirra. En hvernig staðan á Íslandi? Ætla má að þolendur ofbeldis, þá sérstaklega kynferðisofbeldis upplifiþað sama hér á landi. Vitað er að margir þolendur kynferðisofbeldis veigra sér við að leita til lögreglu og leita frekar til meðferðaraðila fá aðstoð við að vinna úr afleiðingum brotsins. Bataferlið gengur misvel og ýmislegt sem hefur áhrif á það, meðal annars viðbrögð umhverfis við frásögn þolanda. Þá getur eitthvað gerst í lífi viðkomandi sem ýfir upp minningar tengdar brotinu, og eins reynist úrvinnslan oft erfið þegar skortur er á svörum og viðurkenningu frá geranda um það sem hann gerði og áhrifin sem það hafði. Í Bretlandi, og nú einnig á Íslandi er í boði úrræði sem miðar að því að leiða saman þolendur og gerendur, í því skyni að mæta þessari þörf þolenda fyrir svör og viðurkenningu á þeim skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta úrræði hefur verið nefnt Uppbyggileg réttvísi á íslensku (e. Restorative Justice). Hér á landi starfa nú þegar sérfræðingar í Uppbyggilegri réttvísi. Tvær leiðir eru í boði, annars vegar þar sem þolandi og gerandi hittast og hins vegar þar sem bréfaskipti fara á milli þessara aðila með stuðningi sérfræðings. Markmið úrræðisins er að styðja við þolanda, bæta líðan hans og stuðla að farsælli úrvinnslu. Mikilvægt er að gæta þess að valda ekki frekari skaða og því er öryggismat framkvæmt á báðum aðilum áður í upphafi vinnunnar. Þá þurfa bæði þolandi og gerandi að hafa tekið þátt í meðferðarvinnu vegna brotsins, með það að markmiði að efla bjargráð, stuðla að bættri líðan og, í tilfelli geranda, stuðla að breyttri hegðun. Í sumum tilvikum hafa þolandi og gerandi áhuga á að koma sér saman um samskiptareglum ef þau hittast í framtíðinni. Þolandi getur einnig haft þörf fyrir að tjá geranda hvaða áhrif brotið hefur haft á sig og ræða önnur atriði tengd upplifun sinni af kynferðisbrotinu. Úrræðið hentar bæði nýjum og eldri málum, óháð því hvort þau hafa verið kærð til lögreglu eða ekki. Hvert mál er einstakt og þarf því að skoðast sérstaklega til að meta hvort það eigi erindi í úrræðið. Uppbyggileg réttvísi hefur sýnt fram á að geta haft veruleg jákvæð áhrif á líðan og bataferli brotaþola. Með því að mæta þörf þeirra fyrir svör, viðurkenningu og sanngirni, veitir úrræðið mikilvægt tækifæri til bættrar líðan fyrir þolendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að úrræðið geti haft jákvæð áhrif á betrun þess sem braut af sér og dregið úr líkum á frekari brotum. Höfundar greinarinnar telja mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis hafi vitneskju um þessa leið sem kost í bataferli sínu, því ólíkt er milli einstaklinga hvað hentar hverjum og einum í þeirri vegferð að ná bata eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kristín Skjaldardóttir, félagsráðgjafi og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Á vefmiðlinum Vísir birtist áhugaverð grein að morgni 12. nóvember s.l. undir yfirskriftinni „Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið af fenginni reynslu“. Þar var greint frá rannsókn sem gerð var í Englandi og Wales á upplifun þolenda af því að kæra kynferðisbrot til lögreglu þar í landi. Niðurstöður voru sláandi, flestir þátttakendur sögðust að þeir hefðu ekki kært ef þeir hefðu vitað fyrir fram hvernig ferlið myndi ganga fyrir sig. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þolendur vildu að gerendur gerðu sér grein fyrir því að skömmin liggur hjá þeim, ekki þolandanum. Þá kom fram að mörgum þolendum fannst skipta meira máli að gerandinn bryti ekki gegn öðrum og fengi aðstoð til að breyta hegðun sinni frekar en að fá dóm. Þá skiptir miklu máli fyrir þolendur að finna fyrir samkennd, góðvild og virðingu. Þegar þessir þættir voru til staðar gat það haft jákvæð áhrif á bataferli þeirra. En hvernig staðan á Íslandi? Ætla má að þolendur ofbeldis, þá sérstaklega kynferðisofbeldis upplifiþað sama hér á landi. Vitað er að margir þolendur kynferðisofbeldis veigra sér við að leita til lögreglu og leita frekar til meðferðaraðila fá aðstoð við að vinna úr afleiðingum brotsins. Bataferlið gengur misvel og ýmislegt sem hefur áhrif á það, meðal annars viðbrögð umhverfis við frásögn þolanda. Þá getur eitthvað gerst í lífi viðkomandi sem ýfir upp minningar tengdar brotinu, og eins reynist úrvinnslan oft erfið þegar skortur er á svörum og viðurkenningu frá geranda um það sem hann gerði og áhrifin sem það hafði. Í Bretlandi, og nú einnig á Íslandi er í boði úrræði sem miðar að því að leiða saman þolendur og gerendur, í því skyni að mæta þessari þörf þolenda fyrir svör og viðurkenningu á þeim skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta úrræði hefur verið nefnt Uppbyggileg réttvísi á íslensku (e. Restorative Justice). Hér á landi starfa nú þegar sérfræðingar í Uppbyggilegri réttvísi. Tvær leiðir eru í boði, annars vegar þar sem þolandi og gerandi hittast og hins vegar þar sem bréfaskipti fara á milli þessara aðila með stuðningi sérfræðings. Markmið úrræðisins er að styðja við þolanda, bæta líðan hans og stuðla að farsælli úrvinnslu. Mikilvægt er að gæta þess að valda ekki frekari skaða og því er öryggismat framkvæmt á báðum aðilum áður í upphafi vinnunnar. Þá þurfa bæði þolandi og gerandi að hafa tekið þátt í meðferðarvinnu vegna brotsins, með það að markmiði að efla bjargráð, stuðla að bættri líðan og, í tilfelli geranda, stuðla að breyttri hegðun. Í sumum tilvikum hafa þolandi og gerandi áhuga á að koma sér saman um samskiptareglum ef þau hittast í framtíðinni. Þolandi getur einnig haft þörf fyrir að tjá geranda hvaða áhrif brotið hefur haft á sig og ræða önnur atriði tengd upplifun sinni af kynferðisbrotinu. Úrræðið hentar bæði nýjum og eldri málum, óháð því hvort þau hafa verið kærð til lögreglu eða ekki. Hvert mál er einstakt og þarf því að skoðast sérstaklega til að meta hvort það eigi erindi í úrræðið. Uppbyggileg réttvísi hefur sýnt fram á að geta haft veruleg jákvæð áhrif á líðan og bataferli brotaþola. Með því að mæta þörf þeirra fyrir svör, viðurkenningu og sanngirni, veitir úrræðið mikilvægt tækifæri til bættrar líðan fyrir þolendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að úrræðið geti haft jákvæð áhrif á betrun þess sem braut af sér og dregið úr líkum á frekari brotum. Höfundar greinarinnar telja mikilvægt að þolendur kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis hafi vitneskju um þessa leið sem kost í bataferli sínu, því ólíkt er milli einstaklinga hvað hentar hverjum og einum í þeirri vegferð að ná bata eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kristín Skjaldardóttir, félagsráðgjafi og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og miðlari Uppbyggilegs réttlætis, Domus Mentis Geðheilsustöð.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun