Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2024 00:08 Davíð Þór Jónsson og Finnur Ricard Andrason ræddu komandi kosningar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sósíalistar fá fjóra menn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu. En Vinstri grænir myndu hins vegar ekki ná manni inn. „Þetta er auðvitað ekki óskastaða, en ég er samt sem áður bara mjög bjartsýnn á það að við náum inn á þing,“ sagði Finnur Ricart Andrason, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendti á að möguleiki væri á því að flokkurinn myndi fá kjördæmakjörna þingmenn þó hann nái ekki lágmarkinu til að fá jöfnunarsæti. Vísir/Grafík Finnur segist þó áhyggjufullur vegna þess að umhverfismál séu ekki að fá nægan hljómgrunn í aðdraganda kosninga. „En það er svo sem mjög skiljanlegt þegar fólk á ekki salt í grautinn eða fær ekki viðeingandi heilbrigðisþjónustu. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé sterk vinstri stefna til staðar í samfélaginu, því án hennar náum við ekki árangri í umhverfismálunum, og öfugt líka: Ef við náum ekki fullnægjandi árangri í umhverfismálum þá náum við ekki að tryggja jöfnuð í samfélaginu til lengri tíma.“ Í fréttum Stöðvar 2 sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalista í Kraganum, að könnun Maskínu sýndi það sem Sósíalistar hafi verið að finna fyrir, vaxandi meðbyr í samfélaginu. „Við finnum það þar sem við förum að okkar málflutningur nýtur hljómgrunns. Við tölum fyrir mjög róttækum og mjög gagngerðum grundvallarbreytingum,“ sagði Davíð Þór Vísir/Grafík Af hverju ætli fólk sé að halla sér frekar að Sósíalistum heldur en VG? „Kannski af því að fyrir sjö árum stungu VG stóran hlut kjósenda sinna í bakið, með því að mynda ríkisstjórn sem eiginlega strýddi gegn öllu því sem VG hafði talað um í aðdragandanum,“ svaraði Davíð Þór. Finnur sagði að það gæti vel verið. Honum þætti þó mikilvægt að rödd Vinstri grænna myndi enn heyrast á þingi. „Það er ekki nóg að vera með vinstri stefnu heldur þarf líka að vera með sterka græna stefnu, til þess að ná þessum grundvallarmarkmiðum um jöfnuð í samfélaginu.“ Davíð Þór sagði Sósíalista með mjög skýra stefnu í umhverfismálum. „Við leggjum ríka áherslu á að umhverfið njóti alltaf vafans frekar en mennskir hagaðilar.“ Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Þetta er auðvitað ekki óskastaða, en ég er samt sem áður bara mjög bjartsýnn á það að við náum inn á þing,“ sagði Finnur Ricart Andrason, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendti á að möguleiki væri á því að flokkurinn myndi fá kjördæmakjörna þingmenn þó hann nái ekki lágmarkinu til að fá jöfnunarsæti. Vísir/Grafík Finnur segist þó áhyggjufullur vegna þess að umhverfismál séu ekki að fá nægan hljómgrunn í aðdraganda kosninga. „En það er svo sem mjög skiljanlegt þegar fólk á ekki salt í grautinn eða fær ekki viðeingandi heilbrigðisþjónustu. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé sterk vinstri stefna til staðar í samfélaginu, því án hennar náum við ekki árangri í umhverfismálunum, og öfugt líka: Ef við náum ekki fullnægjandi árangri í umhverfismálum þá náum við ekki að tryggja jöfnuð í samfélaginu til lengri tíma.“ Í fréttum Stöðvar 2 sagði Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalista í Kraganum, að könnun Maskínu sýndi það sem Sósíalistar hafi verið að finna fyrir, vaxandi meðbyr í samfélaginu. „Við finnum það þar sem við förum að okkar málflutningur nýtur hljómgrunns. Við tölum fyrir mjög róttækum og mjög gagngerðum grundvallarbreytingum,“ sagði Davíð Þór Vísir/Grafík Af hverju ætli fólk sé að halla sér frekar að Sósíalistum heldur en VG? „Kannski af því að fyrir sjö árum stungu VG stóran hlut kjósenda sinna í bakið, með því að mynda ríkisstjórn sem eiginlega strýddi gegn öllu því sem VG hafði talað um í aðdragandanum,“ svaraði Davíð Þór. Finnur sagði að það gæti vel verið. Honum þætti þó mikilvægt að rödd Vinstri grænna myndi enn heyrast á þingi. „Það er ekki nóg að vera með vinstri stefnu heldur þarf líka að vera með sterka græna stefnu, til þess að ná þessum grundvallarmarkmiðum um jöfnuð í samfélaginu.“ Davíð Þór sagði Sósíalista með mjög skýra stefnu í umhverfismálum. „Við leggjum ríka áherslu á að umhverfið njóti alltaf vafans frekar en mennskir hagaðilar.“
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira