Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 10:30 Samkvæmt Lýðheilsuvísi embættis landlæknis upplifa 12,1% fullorðinna einstaklinga oft eða mjög oft einmanaleika árið 2024. Einstaklingar finna oft fyrir einmanaleika þegar þeir upplifa skort á félagslegum tengslum, en þau gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar og stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu. Félagsleg einangrun og einmanaleiki geta nefnilega tekið líkamlegan og andlegan toll og eru oft tengd við langvarandi heilsufarsvandamál. Einmanaleiki getur einnig skert félagslega færni, sem gerir einstaklingnum erfitt fyrir að mynda tengsl og viðhalda þeim, svo þeir festast í vítahring einmanaleika. Félagsleg verkefni Rauða krossins vinna markvisst að því að reyna að rjúfa einangrun einstaklinga með heimsóknum, göngutúrum, símtölum, tónlist og félagsskap hunda. Markmið verkefnanna er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Fjölbreytt starf með ríka sögu Félagsleg verkefni Rauða krossins á Íslandi, einnig þekkt sem vinaverkefnin, eru 25 ára í ár. Uppruna hugmyndafræðinnar má rekja til bandarískra Rauða kross kvenna sem voru með félagslegt hjálparstarf á sjúkrahúsum í fyrri og seinni heimstyrjöldinni, en hér á landi var það kvennadeild Rauða krossins sem hóf heimsóknir á sjúkrahúsin árið 1966 og þá kölluðu þær sig sjúkravini. Félagslega verkefnið heimsóknarvinir fór síðan af stað hjá Rauða krossinum árið 1999 og er í dag stærsta verkefnið. Sjálfboðaliðar fara í heimsóknir til einstaklinga sem óska eftir því og svo er það undir gestgjafanum komið út á hvað hún gengur. Heimsóknin getur snúist um að spjalla, að spila, fara í léttan göngutúr, á kaffihús og margt, margt fleira. Heimsóknarvinur með hund hófst árið 2006 og þar fer sjálfboðaliði með eigin hund í heimsóknir til þeirra sem óska eftir því. Heimsóknin getur verið einkaheimsókn, göngutúr eða hópheimsóknir. Gönguvinaverkefnið var svo sett í gang árið 2016 og eins og nafnið gefur til kynna þá fer sjálfboðaliðinn út að ganga með sínum gestgjafa. Þeir sem taka þátt í þessum þremur verkefnum hitta gestgjafa sinn að jafnaði einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Heimsóknirnar geta til dæmis farið fram á einkaheimilum, dvalarheimilum eða sjálfstæðum íbúðakjörnum. Ný verkefni enn að fæðast Símavinaverkefnið var einnig sett á fót árið 2016, en eins og nafnið gefur til kynna þá heyrast símavinir í síma, en það gera þeir tvisvar sinnum í viku og spjalla í um 30 mínútur í senn. Í þessu verkefni skiptir fjarlægðin engu máli, sem getur verið mikill kostur fyrir marga. Nýjasta verkefnið, tónlistarvinir, fór svo af stað í byrjun þessa árs. Í þessu verkefni eru einstaklingar og/eða hópar sem hafa lítil sem engin tök á að fara frá heimili sínu til þess að njóta lifandi tónlistar heimsóttir af einhverjum sem getur spilað fyrir þá. Langvarandi vinátta verður til Í dag eru um 205 sjálfboðaliðar í verkefnunum á öllu landinu. Það þýðir að um 200 einstaklingar fá annað hvort heimsókn einu sinni í viku eða símtal tvisvar í viku. Bara á þessu ári hafa rúmlega 100 manns verið „paraðir“ við sjálfboðaliða, en hinir hafa fengið heimsóknir mun lengur. Þegar sjálfboðaliðar taka að sér heimsóknir skuldbinda þeir sig í ár og eftir það taka þeir ákvörðun um það hvort þeir vilji halda áfram heimsóknum til sama einstaklings eða fara inn í annað verkefni. Flestir kjósa að halda áfram að fara í heimsóknir og í flestum tilfellum verður vináttan mikil og jafnvel til lífstíðar. Ein þannig heimsókn hófst árið 2007 en sú heimsókn var með hund, ein af þeim fyrstu sem farið var í þegar hundavinaverkefnið byrjaði. Þá fór Bjarni með hundinn sinn, hana Ídu, í heimsókn til hans Jóns. Þegar Ída dó hélt Bjarni samt áfram að fara í heimsóknir til Jóns og í dag hittast þeir ennþá í hverri viku og fara yfir vikuna og kíkja jafnvel á rúntinn. Mikil hlýja og gagnkvæm virðing er á milli þessara manna og þeir hafa brallað ýmislegt skemmtilegt saman í gegnum árin. „Nú hlakka ég til einhvers“ Árangur heimsóknanna er mjög góður. Bæði þau sem fá heimsóknirnar og þau sem fara í heimsóknirnar eru ánægð og 55% sjálfboðaliða segjast sjá jákvæðar breytingar á heimsóknarvini sínum frá því þeir byrjuðu að fara í heimsóknir. Setningar eins og „nú hlakka ég til einhvers“, „þetta brýtur upp vikuna og er tilhlökkunarefni í hverri viku “ og „nú er ég ekki eins einmana“ eru meðal þess sem sjálfboðaliðar hafa fengið að heyra frá gestgjöfum sínum. Það er alltaf þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða í verkefnin, en eins og staðan er í dag þá eru rétt tæplega 80 manns að bíða eftir því að fá heimsókn og/eða símtal. Þörfin hefur aldrei verið meiri en eins og áður sagði getur félagsleg einangrun og einmanaleiki haft mjög skaðleg áhrif, svo þessi verkefni hafa mikið gildi sem heilbrigðisþjónusta en samt þarf enga sérfræðimenntun til að taka þátt. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt er hægt að sækja um sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í félagsverkefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Lýðheilsuvísi embættis landlæknis upplifa 12,1% fullorðinna einstaklinga oft eða mjög oft einmanaleika árið 2024. Einstaklingar finna oft fyrir einmanaleika þegar þeir upplifa skort á félagslegum tengslum, en þau gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar og stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu. Félagsleg einangrun og einmanaleiki geta nefnilega tekið líkamlegan og andlegan toll og eru oft tengd við langvarandi heilsufarsvandamál. Einmanaleiki getur einnig skert félagslega færni, sem gerir einstaklingnum erfitt fyrir að mynda tengsl og viðhalda þeim, svo þeir festast í vítahring einmanaleika. Félagsleg verkefni Rauða krossins vinna markvisst að því að reyna að rjúfa einangrun einstaklinga með heimsóknum, göngutúrum, símtölum, tónlist og félagsskap hunda. Markmið verkefnanna er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Fjölbreytt starf með ríka sögu Félagsleg verkefni Rauða krossins á Íslandi, einnig þekkt sem vinaverkefnin, eru 25 ára í ár. Uppruna hugmyndafræðinnar má rekja til bandarískra Rauða kross kvenna sem voru með félagslegt hjálparstarf á sjúkrahúsum í fyrri og seinni heimstyrjöldinni, en hér á landi var það kvennadeild Rauða krossins sem hóf heimsóknir á sjúkrahúsin árið 1966 og þá kölluðu þær sig sjúkravini. Félagslega verkefnið heimsóknarvinir fór síðan af stað hjá Rauða krossinum árið 1999 og er í dag stærsta verkefnið. Sjálfboðaliðar fara í heimsóknir til einstaklinga sem óska eftir því og svo er það undir gestgjafanum komið út á hvað hún gengur. Heimsóknin getur snúist um að spjalla, að spila, fara í léttan göngutúr, á kaffihús og margt, margt fleira. Heimsóknarvinur með hund hófst árið 2006 og þar fer sjálfboðaliði með eigin hund í heimsóknir til þeirra sem óska eftir því. Heimsóknin getur verið einkaheimsókn, göngutúr eða hópheimsóknir. Gönguvinaverkefnið var svo sett í gang árið 2016 og eins og nafnið gefur til kynna þá fer sjálfboðaliðinn út að ganga með sínum gestgjafa. Þeir sem taka þátt í þessum þremur verkefnum hitta gestgjafa sinn að jafnaði einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Heimsóknirnar geta til dæmis farið fram á einkaheimilum, dvalarheimilum eða sjálfstæðum íbúðakjörnum. Ný verkefni enn að fæðast Símavinaverkefnið var einnig sett á fót árið 2016, en eins og nafnið gefur til kynna þá heyrast símavinir í síma, en það gera þeir tvisvar sinnum í viku og spjalla í um 30 mínútur í senn. Í þessu verkefni skiptir fjarlægðin engu máli, sem getur verið mikill kostur fyrir marga. Nýjasta verkefnið, tónlistarvinir, fór svo af stað í byrjun þessa árs. Í þessu verkefni eru einstaklingar og/eða hópar sem hafa lítil sem engin tök á að fara frá heimili sínu til þess að njóta lifandi tónlistar heimsóttir af einhverjum sem getur spilað fyrir þá. Langvarandi vinátta verður til Í dag eru um 205 sjálfboðaliðar í verkefnunum á öllu landinu. Það þýðir að um 200 einstaklingar fá annað hvort heimsókn einu sinni í viku eða símtal tvisvar í viku. Bara á þessu ári hafa rúmlega 100 manns verið „paraðir“ við sjálfboðaliða, en hinir hafa fengið heimsóknir mun lengur. Þegar sjálfboðaliðar taka að sér heimsóknir skuldbinda þeir sig í ár og eftir það taka þeir ákvörðun um það hvort þeir vilji halda áfram heimsóknum til sama einstaklings eða fara inn í annað verkefni. Flestir kjósa að halda áfram að fara í heimsóknir og í flestum tilfellum verður vináttan mikil og jafnvel til lífstíðar. Ein þannig heimsókn hófst árið 2007 en sú heimsókn var með hund, ein af þeim fyrstu sem farið var í þegar hundavinaverkefnið byrjaði. Þá fór Bjarni með hundinn sinn, hana Ídu, í heimsókn til hans Jóns. Þegar Ída dó hélt Bjarni samt áfram að fara í heimsóknir til Jóns og í dag hittast þeir ennþá í hverri viku og fara yfir vikuna og kíkja jafnvel á rúntinn. Mikil hlýja og gagnkvæm virðing er á milli þessara manna og þeir hafa brallað ýmislegt skemmtilegt saman í gegnum árin. „Nú hlakka ég til einhvers“ Árangur heimsóknanna er mjög góður. Bæði þau sem fá heimsóknirnar og þau sem fara í heimsóknirnar eru ánægð og 55% sjálfboðaliða segjast sjá jákvæðar breytingar á heimsóknarvini sínum frá því þeir byrjuðu að fara í heimsóknir. Setningar eins og „nú hlakka ég til einhvers“, „þetta brýtur upp vikuna og er tilhlökkunarefni í hverri viku “ og „nú er ég ekki eins einmana“ eru meðal þess sem sjálfboðaliðar hafa fengið að heyra frá gestgjöfum sínum. Það er alltaf þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða í verkefnin, en eins og staðan er í dag þá eru rétt tæplega 80 manns að bíða eftir því að fá heimsókn og/eða símtal. Þörfin hefur aldrei verið meiri en eins og áður sagði getur félagsleg einangrun og einmanaleiki haft mjög skaðleg áhrif, svo þessi verkefni hafa mikið gildi sem heilbrigðisþjónusta en samt þarf enga sérfræðimenntun til að taka þátt. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt er hægt að sækja um sem sjálfboðaliði á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í félagsverkefnum.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar