Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 10:57 Elon Musk hefur sagt að niðurfelling skattaívilnana vegna rafmagnsbílakaupa muni reynast Tesla vel til lengri tíma. AP/Alex Brandon Teymi Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur lagt línurnar að því að binda enda á 7.500 dala skattaívilnun fyrir fólk sem kaupir rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Er það sagt vera liður í umfangsmeiri breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum meðal Trump-liða en talið er að breytingin muni koma verulega niður á rafmagnsbílavæðingu í Bandaríkjunum, sem hægt hefur verulega á. Forsvarsmenn Tesla, stærsta rafmagnsbílaframleiðanda Bandaríkjanna, hafa sagst styðja þessar ætlanir en Joe Biden, núverandi forseti, hóf þessar skattaívilnanir. Elon Musk, eigandi Tesla og auðugasti maður heims, sagði í sumar að niðurfelling skattaívilnana myndi koma niður á sölu fyrirtækisins til skamms tíma en hann væri þó hlynntur slíkum aðgerðum. Það væri vegna þess að það myndi koma mun verr niður á samkeppnisaðilum Tesla eins og General Motors og þannig hagnast Tesla til lengri tíma. Musk tók virkan þátt í kosningabaráttu Trumps og er sagður vinna náið með teymi Trumps. Þá hefur Trump gert Musk að sérstökum ráðgjafa sínum um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Í frétt Reuters segir að Tesla hafi selt tæplega helming allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi þessa árs. Aðrir bandarískir bílaframleiðendur séu þar langt á eftir. Þessi fyrirtæki hafa þó saxað verulega á forskot Tesla á undanförnum árum. Það sést á því að árið 2020 seldi Tesla rúm áttatíu prósent allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja niðurfellingu skattaívilnana þýða að samkeppnisaðilar Tesla eigi erfiðara með að halda í við fyrirtækið til lengri tíma. Mike Murphy, Repúblikani sem stýrir hagsmunahópi rafmagnsbílaframleiðenda, segir í samtali við Reuters að ætlanir teymis Trumps muni koma verulega niður á bandarískum bílaframleiðendum, sem séu ekki bara að berjast við Tesla heldur einnig kínverska framleiðendur sem fá verulegar niðurgreiðslur frá yfirvöldum í Kína og hafa verið að auka markaðshlutdeild sína um heiminn allan. „Trump-liðar eru að sýna að þeir hafa engan áhuga á að hjálpa bandarískum bílaframleiðendum að lifa af hina væntanlegu kínversku innrás,“ sagði Murphy. Bandaríkin Donald Trump Tesla Joe Biden Kína Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum meðal Trump-liða en talið er að breytingin muni koma verulega niður á rafmagnsbílavæðingu í Bandaríkjunum, sem hægt hefur verulega á. Forsvarsmenn Tesla, stærsta rafmagnsbílaframleiðanda Bandaríkjanna, hafa sagst styðja þessar ætlanir en Joe Biden, núverandi forseti, hóf þessar skattaívilnanir. Elon Musk, eigandi Tesla og auðugasti maður heims, sagði í sumar að niðurfelling skattaívilnana myndi koma niður á sölu fyrirtækisins til skamms tíma en hann væri þó hlynntur slíkum aðgerðum. Það væri vegna þess að það myndi koma mun verr niður á samkeppnisaðilum Tesla eins og General Motors og þannig hagnast Tesla til lengri tíma. Musk tók virkan þátt í kosningabaráttu Trumps og er sagður vinna náið með teymi Trumps. Þá hefur Trump gert Musk að sérstökum ráðgjafa sínum um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Í frétt Reuters segir að Tesla hafi selt tæplega helming allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi þessa árs. Aðrir bandarískir bílaframleiðendur séu þar langt á eftir. Þessi fyrirtæki hafa þó saxað verulega á forskot Tesla á undanförnum árum. Það sést á því að árið 2020 seldi Tesla rúm áttatíu prósent allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja niðurfellingu skattaívilnana þýða að samkeppnisaðilar Tesla eigi erfiðara með að halda í við fyrirtækið til lengri tíma. Mike Murphy, Repúblikani sem stýrir hagsmunahópi rafmagnsbílaframleiðenda, segir í samtali við Reuters að ætlanir teymis Trumps muni koma verulega niður á bandarískum bílaframleiðendum, sem séu ekki bara að berjast við Tesla heldur einnig kínverska framleiðendur sem fá verulegar niðurgreiðslur frá yfirvöldum í Kína og hafa verið að auka markaðshlutdeild sína um heiminn allan. „Trump-liðar eru að sýna að þeir hafa engan áhuga á að hjálpa bandarískum bílaframleiðendum að lifa af hina væntanlegu kínversku innrás,“ sagði Murphy.
Bandaríkin Donald Trump Tesla Joe Biden Kína Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent