Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 23:58 Konan var sökuð um að hafa ofsótt hundafóðrarann og fjölskyldu hennar. Vísir/Vilhelm Kona var í dag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness. Hún var sökuð um að hafa fitað hund af tegundinni corgi á fóðurheimili. Málsatvik eru þau að sú sýknaða auglýsti í júlí 2023 eftir góðu fóðurheimili fyrir tveggja ára tík af tegundinni Pembroke Welsh Corgi. Um sýningarhund var að ræða sem lýst er í dómnum sem orkumiklum og miklum útivistarhundi. Kona setti sig í samband við Elenu samdægurs og tók strax við hundinum. Þær gerðu skriflegan fóðursamning seinna sama ár. Hundurinn yrði enn sem áður í eigu hinnar sýknuðu. Mátti ekki þyngjast meira Í smáskilaboðum milli málsaðila frá því í ágúst 2023 kemur fram að hundurinn sé orðinn ellefu kíló og tekur sú sýknaða sérstaklega fram að hann megi alls ekki þyngjast meira. Ellefu kíló séu hámark fyrir hundinn. Hún biður um að hundurinn sé látinn hlaupa frjáls úti en ekki í taumi. Hún lét jafnframt vita af hundasýningu á vegum Hundaræktarfélags Íslands þann annan mars 2024 sem hundurinn, sem heitir Farta, væri skráð í. Hún ítrekaði þá einnig að Farta væri orðin of feit og væri ekki látin hreyfa sig nægilega mikið. Annan febrúar þessa árs sendi lögmaður stefnanda hinni stefndu bréf þar sem fram kom að hún hefði áhyggjur af hundinum. Sú sýknaða hafi reynt að taka hann af stefnanda án samþykkis hennar 30. janúar með því að senda tvo menn á heimili hennar á meðan hún var ekki heima. Lagt var til að fóðursamningnum yrði sagt upp og að kaupsamningur yrði gerður í staðinn. Huglægt mat að hundurinn væri feitur Lögmaður hinnar sýknuðu mótmælti bréfinu og sagði lögreglu hafa farið að heimili hennar og ekki á vegum hinnar sýknuðu. Seinna kom það á daginn að tilkynnt hefði verið um vanrækslu hunds. Lögmaður stefnanda svaraði þessu og mótmælti því að hundurinn væri of þungur þar sem hvorki lægi fyrir mat dómara eða dýralæknis. Það væri huglægt mat að hundurinn væri feitur. Stefnandi bauðst til að kaupa Förtu á hundrað þúsund krónur. Önnur sáttartillaga var sú að fóðursamningnum yrði rift og að greiddar yrðu bætur upp á 811 þúsund krónur auk lögmannskostnaðar og miskabóta. Hundasýningin sem Farta var skráð á fór fram þann annan mars á þessu ári og kom stefnandi þangða með hundinn. Sú sýknaða kvaðst fyrir dóminum hafa afhent stefnanda þar yfirlýsingu um riftun á fóðursamningnum. Stefnandi sýndi þeirri sýknuðu hundinn og sagðist þá hafa afhent dóttur sinni hann og farið með aðra hunda sem hún var einnig að sýna í sýningarhring. Sauð upp úr á hundasýningu Seinna sama dag varð orðasenna á milli stefnanda og dóttur hinnar sýknuðu vegna hundsins og fram kemur í dómnum að lögregla hafi verið kölluð til. Umsögn barst svo frá HRFÍ þann annan og þriðja mars þar sem fram kemur að Farta hafi verið sýnd í þungu ásigkomulagi og að hún þurfi að fara í megrun. Þrátt fyrir það vann hún annað sætið í opnum flokki og hlaut einkunnina very good. Fram kemur í dómnum einnig að eiginmaður stefnanda hafi glímt við mikla streitu þar sem stefnda hefði verið að áreita þau hjónin í fleiri mánuði. Þau hafi upplifað það þannig að þau hefðu verði í stöðugri hættu á að Farta yrði tekin af þeim færu þau með hana út. Stefnandi hafði einnig áhyggjur af því að stefnda hefði ætlað sér frekar að hagnast á hundinum en að annast hann af heilindum. Þá hafi hún einnig upplifað líkamlega árás frá stefndu þar sem hún hafi ráðist að henni á hundasýningunni eins og fram kom. Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Stefnandi krafðist skaðabóta af stefndu, eiganda hundsins, vegna málsins. Það er vegna alls þess tjóns sem hún hafi bakað henni með ólögmætri og fyrirvaralausri riftun á fóðursamningnum. Hún hafi strax frá móttöku riftunaryfirlýsingarinnar mótmælt henni harðlega og segir stefndu eki hafa haft neitt tilefni til riftunarinnar. Hún hélt því fram að hún hafi haft hund í umsjá sinni í tæpa átta mánuði án þess að fá fyrir það greitt og krafðist tveggja milljóna króna fyrir. Þá krafðist hún einnig miskabóta upp á tvær milljónir krafa vegna móðgunar. Hundaræktarsamfélagið sé lítið og ljóst að æra hennar og virðing hafi beðið hnekki af atvikum málsins. Heildarkrafa var því fjórar milljónir. Sú stefnda hafnaði þessum kröfum og sagði máli sínu til stuðnings að fóðursamningar séu staðlaðir hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Ákvæði um réttindi og skyldur varðandi sýningahunda komi skýrt fram hjá þeim. Einnig hafi stefnandi fóðrað Förtu of mikið og ekki sinnt hreyfingu hennar nægilega vel. Hundurinn hafi þyngst um þriðjung líkamsþyngdar sinnar á því tímabili sem hér um ræðir. Átti að vera í keppnisformi Dómari tók undir með hinni stefndu og taldi að ljóst væri að stefnanda mætti vera kunnugt að henni bæri að hafa hundinn í því formi að hann gæti keppt til verðlauna á sýningum eða keppnum. Ítrekað hafi komið fram í samskiptum þeirra tveggja að ræktanda var mikið í mun að hundurinn myndi ekki fitna eins og hann gerði í umsjá stefnanda. Stefnda var sýknuð af kröfum stefnanda og henni gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Dóminn má lesa í heild sinni með því að smella hér. Dómsmál Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Málsatvik eru þau að sú sýknaða auglýsti í júlí 2023 eftir góðu fóðurheimili fyrir tveggja ára tík af tegundinni Pembroke Welsh Corgi. Um sýningarhund var að ræða sem lýst er í dómnum sem orkumiklum og miklum útivistarhundi. Kona setti sig í samband við Elenu samdægurs og tók strax við hundinum. Þær gerðu skriflegan fóðursamning seinna sama ár. Hundurinn yrði enn sem áður í eigu hinnar sýknuðu. Mátti ekki þyngjast meira Í smáskilaboðum milli málsaðila frá því í ágúst 2023 kemur fram að hundurinn sé orðinn ellefu kíló og tekur sú sýknaða sérstaklega fram að hann megi alls ekki þyngjast meira. Ellefu kíló séu hámark fyrir hundinn. Hún biður um að hundurinn sé látinn hlaupa frjáls úti en ekki í taumi. Hún lét jafnframt vita af hundasýningu á vegum Hundaræktarfélags Íslands þann annan mars 2024 sem hundurinn, sem heitir Farta, væri skráð í. Hún ítrekaði þá einnig að Farta væri orðin of feit og væri ekki látin hreyfa sig nægilega mikið. Annan febrúar þessa árs sendi lögmaður stefnanda hinni stefndu bréf þar sem fram kom að hún hefði áhyggjur af hundinum. Sú sýknaða hafi reynt að taka hann af stefnanda án samþykkis hennar 30. janúar með því að senda tvo menn á heimili hennar á meðan hún var ekki heima. Lagt var til að fóðursamningnum yrði sagt upp og að kaupsamningur yrði gerður í staðinn. Huglægt mat að hundurinn væri feitur Lögmaður hinnar sýknuðu mótmælti bréfinu og sagði lögreglu hafa farið að heimili hennar og ekki á vegum hinnar sýknuðu. Seinna kom það á daginn að tilkynnt hefði verið um vanrækslu hunds. Lögmaður stefnanda svaraði þessu og mótmælti því að hundurinn væri of þungur þar sem hvorki lægi fyrir mat dómara eða dýralæknis. Það væri huglægt mat að hundurinn væri feitur. Stefnandi bauðst til að kaupa Förtu á hundrað þúsund krónur. Önnur sáttartillaga var sú að fóðursamningnum yrði rift og að greiddar yrðu bætur upp á 811 þúsund krónur auk lögmannskostnaðar og miskabóta. Hundasýningin sem Farta var skráð á fór fram þann annan mars á þessu ári og kom stefnandi þangða með hundinn. Sú sýknaða kvaðst fyrir dóminum hafa afhent stefnanda þar yfirlýsingu um riftun á fóðursamningnum. Stefnandi sýndi þeirri sýknuðu hundinn og sagðist þá hafa afhent dóttur sinni hann og farið með aðra hunda sem hún var einnig að sýna í sýningarhring. Sauð upp úr á hundasýningu Seinna sama dag varð orðasenna á milli stefnanda og dóttur hinnar sýknuðu vegna hundsins og fram kemur í dómnum að lögregla hafi verið kölluð til. Umsögn barst svo frá HRFÍ þann annan og þriðja mars þar sem fram kemur að Farta hafi verið sýnd í þungu ásigkomulagi og að hún þurfi að fara í megrun. Þrátt fyrir það vann hún annað sætið í opnum flokki og hlaut einkunnina very good. Fram kemur í dómnum einnig að eiginmaður stefnanda hafi glímt við mikla streitu þar sem stefnda hefði verið að áreita þau hjónin í fleiri mánuði. Þau hafi upplifað það þannig að þau hefðu verði í stöðugri hættu á að Farta yrði tekin af þeim færu þau með hana út. Stefnandi hafði einnig áhyggjur af því að stefnda hefði ætlað sér frekar að hagnast á hundinum en að annast hann af heilindum. Þá hafi hún einnig upplifað líkamlega árás frá stefndu þar sem hún hafi ráðist að henni á hundasýningunni eins og fram kom. Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Stefnandi krafðist skaðabóta af stefndu, eiganda hundsins, vegna málsins. Það er vegna alls þess tjóns sem hún hafi bakað henni með ólögmætri og fyrirvaralausri riftun á fóðursamningnum. Hún hafi strax frá móttöku riftunaryfirlýsingarinnar mótmælt henni harðlega og segir stefndu eki hafa haft neitt tilefni til riftunarinnar. Hún hélt því fram að hún hafi haft hund í umsjá sinni í tæpa átta mánuði án þess að fá fyrir það greitt og krafðist tveggja milljóna króna fyrir. Þá krafðist hún einnig miskabóta upp á tvær milljónir krafa vegna móðgunar. Hundaræktarsamfélagið sé lítið og ljóst að æra hennar og virðing hafi beðið hnekki af atvikum málsins. Heildarkrafa var því fjórar milljónir. Sú stefnda hafnaði þessum kröfum og sagði máli sínu til stuðnings að fóðursamningar séu staðlaðir hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Ákvæði um réttindi og skyldur varðandi sýningahunda komi skýrt fram hjá þeim. Einnig hafi stefnandi fóðrað Förtu of mikið og ekki sinnt hreyfingu hennar nægilega vel. Hundurinn hafi þyngst um þriðjung líkamsþyngdar sinnar á því tímabili sem hér um ræðir. Átti að vera í keppnisformi Dómari tók undir með hinni stefndu og taldi að ljóst væri að stefnanda mætti vera kunnugt að henni bæri að hafa hundinn í því formi að hann gæti keppt til verðlauna á sýningum eða keppnum. Ítrekað hafi komið fram í samskiptum þeirra tveggja að ræktanda var mikið í mun að hundurinn myndi ekki fitna eins og hann gerði í umsjá stefnanda. Stefnda var sýknuð af kröfum stefnanda og henni gert að greiða 1,7 milljónir króna í málskostnað. Dóminn má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Dómsmál Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira