Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2024 20:06 Guðmundur Magnússon, íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er með stórt gönguverkefni í gangi í Garðskagavita, sem tekur hann eitt ár að klára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur Magnússon íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ kallar ekki allt ömmu sína því hann ætlar að ganga upp og niður tröppurnar Garðskagavita í 365 daga, eða í heilt ár, á annað hundrað tröppur í hverri ferð. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garðinum þriggja barna faðir. Hann gengur oftast upp og niður vitann síðdegis en með því er hann að safna áheitum fyrir Píeta samtökin. Með stigagöngunni vill hann vekja athygli á auknum geðvanda á Íslandi, ekki síst á meðal barna og unglinga. „Málið er að fólk, sem er með mikla vanlíðan það á það til að einangra sig og það var önnur hugmyndin með þessu verkefni, það var það að ég er búin að gefa það út að fara á hverjum degi á þessu tímabili, þá get ég ekki sleppt því sama hvað bjátar á og það er stundum erfitt að hafa sig út úr húsi fyrir marga veit ég,” segir Guðmundur. Tröppurnar eru á annað hundrað og Guðmundur segir ekki erfitt fyrir ungan mann að þramma þær upp og niður og það sé alltaf auðveldara með hverjum degi en nú er hann búin að fara um 50 ferðir. Hann hefur fengið mikla athygli heimamanna vegna verkefnisins. „Ég hef lært það í gegnum lífið að maður þarf stundum að fara rótækarleiðir til þess að fólk hlusti og þetta er nógu galið þannig að fólk fari að veita því athygli og þá skapast umræða og fólk fer að líta betur í kringum sig.” Með verkefninu vill Guðmundur leggja Píeta samtökunum lið þar sem allir geta styrkt samtökin í tengslum við tröppuverkefninu í Garðskagavita.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að Píeta samtökin séu að vinna frábært starf og því vilji hann leggja samtökunum lið með sínu tröppu verkefni. „Þeir bjóða upp á fría þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur og ég held að það séu ekki allir sem viti það og ég er að reyna að vekja athygli á því að þú getur leitað þér hjálpar án þess að það kosti mánaðarlaunin,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára. „Og ég man aldrei eftir því að nokkur maður hafi talað um það við mig, ekki ráðgjafi, ekki skólinn, engin, Ég er alveg opinn með mín veikindi og það hefur klárlega hjálpað mér,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára.Aðsend Þetta er rosalega fallegt og flott framtak hjá þér. Takk fyrir. Leitið ykkur hjálpar ef ykkur líður illa, það er engin skömm af því,” segir Guðmundur göngugarpur í Garðinum. Garðskagaviti er mjög fallegur viti, sem mikið af ferðamönnum heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Guðmundar, Leiðin að ljósinu Suðurnesjabær Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garðinum þriggja barna faðir. Hann gengur oftast upp og niður vitann síðdegis en með því er hann að safna áheitum fyrir Píeta samtökin. Með stigagöngunni vill hann vekja athygli á auknum geðvanda á Íslandi, ekki síst á meðal barna og unglinga. „Málið er að fólk, sem er með mikla vanlíðan það á það til að einangra sig og það var önnur hugmyndin með þessu verkefni, það var það að ég er búin að gefa það út að fara á hverjum degi á þessu tímabili, þá get ég ekki sleppt því sama hvað bjátar á og það er stundum erfitt að hafa sig út úr húsi fyrir marga veit ég,” segir Guðmundur. Tröppurnar eru á annað hundrað og Guðmundur segir ekki erfitt fyrir ungan mann að þramma þær upp og niður og það sé alltaf auðveldara með hverjum degi en nú er hann búin að fara um 50 ferðir. Hann hefur fengið mikla athygli heimamanna vegna verkefnisins. „Ég hef lært það í gegnum lífið að maður þarf stundum að fara rótækarleiðir til þess að fólk hlusti og þetta er nógu galið þannig að fólk fari að veita því athygli og þá skapast umræða og fólk fer að líta betur í kringum sig.” Með verkefninu vill Guðmundur leggja Píeta samtökunum lið þar sem allir geta styrkt samtökin í tengslum við tröppuverkefninu í Garðskagavita.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að Píeta samtökin séu að vinna frábært starf og því vilji hann leggja samtökunum lið með sínu tröppu verkefni. „Þeir bjóða upp á fría þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur og ég held að það séu ekki allir sem viti það og ég er að reyna að vekja athygli á því að þú getur leitað þér hjálpar án þess að það kosti mánaðarlaunin,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára. „Og ég man aldrei eftir því að nokkur maður hafi talað um það við mig, ekki ráðgjafi, ekki skólinn, engin, Ég er alveg opinn með mín veikindi og það hefur klárlega hjálpað mér,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára.Aðsend Þetta er rosalega fallegt og flott framtak hjá þér. Takk fyrir. Leitið ykkur hjálpar ef ykkur líður illa, það er engin skömm af því,” segir Guðmundur göngugarpur í Garðinum. Garðskagaviti er mjög fallegur viti, sem mikið af ferðamönnum heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Guðmundar, Leiðin að ljósinu
Suðurnesjabær Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira