Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Vésteinn Örn Pétursson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 16. nóvember 2024 19:36 Gylfi Dalmann Aðalsteinsson er sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum. Vísir/Sigurjón Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. Samningsaðilar hafa ekki fundað formlega í að verða tvær vikur núna. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði þó fyrr í dag að það væri ofsögum sagt að menn væru ekki að tala saman. Fyrirsvarsmenn deiluaðila séu að hittast og ræða málin en það sem sé aðallega rætt sé hvernig eigi að koma viðræðum í einhvern farveg. Með öðrum orðum þá er verið að tala um hvað eigi síðan að tala um þegar menn hittast og setjast formlega niður en það verður næst gert fyrir hádegi á morgun. Eins og fram hefur komið eru starfsmenn þriggja grunnskóla, eins framhaldsskóla og eins tónlistarskóla í verkfalli ásamt fjórum leikskólum sem eru í ótímabundnu verkfalli. Svo bætist MR við á mánudaginn. Viku síðar bætast við þrír grunnskólar, einn í Garðabæ, einn í Reykjavík og einn í Reykjanesbæ. Eitt sem hefur verið til umræðu í kjaradeilunni er samkomulag frá árinu 2016, um að laun milli almenns og opinbers markaðar verði jöfnuð. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor og sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum, segir umræðuna nokkuð snúna. „Þetta er mjög flókið úrlausnarefni að ætla að fara að jafna kjör á milli vinnumarkaða, sem er þetta ákvæði frá 2016. Það hafa verið skrifaðar skýrslur um hvernig eigi að gera þetta. En það gleymist stundum að launasetning þessara tveggja vinnumarkaða er mjög ólík. Starfmsenn ríkis og sveitarfélaga eru nánast allir á töxtum, en hinn almenni vinnumarkaður, því oft er verið að bera kennara saman við háskólamenntaða sérfræðinga, en þeir fá greidd laun eftir markaðsaðstæðum, þar sem framboð og eftirspurn ræður málum,“ segir Gylfi. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að frá árinu 2016 hafi mörg skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Rangt sé hjá Kennarasambandinu að halda öðru fram. „Ég get nú ekki lagt mat á það hvernig efndir hafa verið, en það var búið að leggja fram einhverskonar markmiðasetningu, hvernig menn ætla að jafna laun á milli vinnumarkaða. Það er bara búið að taka allt of langan tíma.“ Kennaraverkföll hafi almennt verið langvinn, og skiplag verkfallanna nú sé nýtt af nálinni á opinberum markaði. Þá bitni verkföll ekki á fyrirtækjaeigendum líkt og á almenna markaðnum, heldur notendum þjónustunnar, það er að segja nemendum skólanna og í sumum tilfellum foreldrum. Yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. „Það er kannski erfitt að sjá það hvernig þessi strategía, ef við orðum það þannig, verkfall kennara, muni bera árangur. Það er flókið og erfitt að segja til um það.“ Finnst þér þetta góð leið til að ná fram kröfum, þessi tegund af verkföllum? „Nei.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Samningsaðilar hafa ekki fundað formlega í að verða tvær vikur núna. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði þó fyrr í dag að það væri ofsögum sagt að menn væru ekki að tala saman. Fyrirsvarsmenn deiluaðila séu að hittast og ræða málin en það sem sé aðallega rætt sé hvernig eigi að koma viðræðum í einhvern farveg. Með öðrum orðum þá er verið að tala um hvað eigi síðan að tala um þegar menn hittast og setjast formlega niður en það verður næst gert fyrir hádegi á morgun. Eins og fram hefur komið eru starfsmenn þriggja grunnskóla, eins framhaldsskóla og eins tónlistarskóla í verkfalli ásamt fjórum leikskólum sem eru í ótímabundnu verkfalli. Svo bætist MR við á mánudaginn. Viku síðar bætast við þrír grunnskólar, einn í Garðabæ, einn í Reykjavík og einn í Reykjanesbæ. Eitt sem hefur verið til umræðu í kjaradeilunni er samkomulag frá árinu 2016, um að laun milli almenns og opinbers markaðar verði jöfnuð. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor og sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum, segir umræðuna nokkuð snúna. „Þetta er mjög flókið úrlausnarefni að ætla að fara að jafna kjör á milli vinnumarkaða, sem er þetta ákvæði frá 2016. Það hafa verið skrifaðar skýrslur um hvernig eigi að gera þetta. En það gleymist stundum að launasetning þessara tveggja vinnumarkaða er mjög ólík. Starfmsenn ríkis og sveitarfélaga eru nánast allir á töxtum, en hinn almenni vinnumarkaður, því oft er verið að bera kennara saman við háskólamenntaða sérfræðinga, en þeir fá greidd laun eftir markaðsaðstæðum, þar sem framboð og eftirspurn ræður málum,“ segir Gylfi. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að frá árinu 2016 hafi mörg skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Rangt sé hjá Kennarasambandinu að halda öðru fram. „Ég get nú ekki lagt mat á það hvernig efndir hafa verið, en það var búið að leggja fram einhverskonar markmiðasetningu, hvernig menn ætla að jafna laun á milli vinnumarkaða. Það er bara búið að taka allt of langan tíma.“ Kennaraverkföll hafi almennt verið langvinn, og skiplag verkfallanna nú sé nýtt af nálinni á opinberum markaði. Þá bitni verkföll ekki á fyrirtækjaeigendum líkt og á almenna markaðnum, heldur notendum þjónustunnar, það er að segja nemendum skólanna og í sumum tilfellum foreldrum. Yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. „Það er kannski erfitt að sjá það hvernig þessi strategía, ef við orðum það þannig, verkfall kennara, muni bera árangur. Það er flókið og erfitt að segja til um það.“ Finnst þér þetta góð leið til að ná fram kröfum, þessi tegund af verkföllum? „Nei.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
„Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00