„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2024 12:23 Dýrleif Nanna er formaður nemendafélags FSU. Vísir Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. Kennarar við Fjölbrautarskóla Suðurlands, eða FSU, hafa verið í verkfalli frá 29. október síðastliðnum, en því lýkur að óbreyttu 20. desember. Lítill gangur virðist vera í viðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög, og formlegur fundur samninganefnda ekki verið haldinn í tvær vikur. Ósanngjarnt og fáránlegt Formaður nemendafélags FSU segir óvissu um framhaldið leggjast illa í nemendur skólans. „Við vitum einhvern veginn ekkert hvað er að frétta, eða hvort það sé eitthvað að frétta. Sömuleiðis með framhaldið, hvernig næstu önn verður háttað og svo framvegis,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, formaður nemendafélags FSU. Hún segir nemendur ósátta með útfærslu á verkfallinu. „Okkur finnst þessi aðgerð, og hvernig fyrirkomulagi verkfallsins er háttað, að velja bara einn skóla umfram aðra vera frekar ósanngjörn og í raun bara frekar fáránleg.“ Allir að pæla í MR Á morgun hefst verkfall kennara í Menntaskólanum í Reykjavík, en Dýrleif segir nemendur hafa upplifað sig hundsaða fram að þessu. „En núna þegar MR er að fara í verkfall þá allt í einu byrja fjölmiðlar og aðrir að pæla meira í þessu. Annars upplifum við okkur svolítið eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi.“ Nemendur vilji komast í skólann sem fyrst. „Það er erfitt að halda rútínu fyrir marga. Ég veit um suma sem gátu litið á þá björtu hlið þegar verkfallið var að byrja að þeir gætu bara farið að vinna. Svo er alls ekkert öllum sem gefst kostur á því að fá vinnu. Sumum fannst þetta algjör lúxus í eina viku, en svo þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það líti ekki út fyrir að við séum að fara að mæta aftur fyrir jól, þá er þetta orðið svolítið þreytt,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Framhaldsskólar Árborg Tengdar fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. 16. nóvember 2024 22:54 Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Kennarar við Fjölbrautarskóla Suðurlands, eða FSU, hafa verið í verkfalli frá 29. október síðastliðnum, en því lýkur að óbreyttu 20. desember. Lítill gangur virðist vera í viðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög, og formlegur fundur samninganefnda ekki verið haldinn í tvær vikur. Ósanngjarnt og fáránlegt Formaður nemendafélags FSU segir óvissu um framhaldið leggjast illa í nemendur skólans. „Við vitum einhvern veginn ekkert hvað er að frétta, eða hvort það sé eitthvað að frétta. Sömuleiðis með framhaldið, hvernig næstu önn verður háttað og svo framvegis,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, formaður nemendafélags FSU. Hún segir nemendur ósátta með útfærslu á verkfallinu. „Okkur finnst þessi aðgerð, og hvernig fyrirkomulagi verkfallsins er háttað, að velja bara einn skóla umfram aðra vera frekar ósanngjörn og í raun bara frekar fáránleg.“ Allir að pæla í MR Á morgun hefst verkfall kennara í Menntaskólanum í Reykjavík, en Dýrleif segir nemendur hafa upplifað sig hundsaða fram að þessu. „En núna þegar MR er að fara í verkfall þá allt í einu byrja fjölmiðlar og aðrir að pæla meira í þessu. Annars upplifum við okkur svolítið eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi.“ Nemendur vilji komast í skólann sem fyrst. „Það er erfitt að halda rútínu fyrir marga. Ég veit um suma sem gátu litið á þá björtu hlið þegar verkfallið var að byrja að þeir gætu bara farið að vinna. Svo er alls ekkert öllum sem gefst kostur á því að fá vinnu. Sumum fannst þetta algjör lúxus í eina viku, en svo þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það líti ekki út fyrir að við séum að fara að mæta aftur fyrir jól, þá er þetta orðið svolítið þreytt,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Framhaldsskólar Árborg Tengdar fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. 16. nóvember 2024 22:54 Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. 16. nóvember 2024 22:54
Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36
„Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00