Freista þess að sækja þrjátíu milljarða í nýtt hlutafé frá erlendum fjárfestum
Landeldisfyrirtækið First Water hóf formlega fyrr í þessum mánuði fjármögnunarferli með erlendum ráðgjafa sínum sem miðar að því að sækja allt að tvö hundruð milljónir evra í nýtt hlutafé frá alþjóðlegum fjárfestum og sjóðum. Félagið, sem stendur að uppbyggingu á eldisstöð með um fimmtíu þúsund tonna framleiðslugetu, hefur fram til þessa alfarið verið fjármagnað af íslenskum fjárfestum og bönkum.
Tengdar fréttir
Aðaleigandi Geo Salmo fer fyrir ellefu milljarða fjárfestingafélagi
Fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem hagnaðist verulega fyrir fáeinum árum þegar erlendir fjárfestar keyptu Advania og síðar gagnavershluta fyrirtækisins, ræður yfir samtals um ellefu milljarða króna eignasafni hér á landi og er nánast skuldlaust. Miðað við bókfært virði á litlum eftirstandandi hlut þess í Advania var upplýsingatæknifyrirtækið, sem hefur stækkað hratt undanfarin ár, verðmetið á nærri 300 milljarða um síðustu áramót.
Ísland á möguleika á að vera meðal stærstu þjóða í fiskeldi
Ísland gæti orðið fjórða stærsta land í heimi í fiskeldi gangi spá Boston Consulting Group eftir, sagði framkvæmdastjóri hjá SalMar sem er næststærsta laxeldisfyrirtæki í heimi.
Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun
Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.
Laxeldið First Water eykur hlutafé um ríflega tólf milljarða
First Water, sem áður hét Landeldi og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna.