Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar 18. nóvember 2024 09:01 Enn á ný er umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu komin á dagskrá. Það er eins og yfirráð Íslands yfir eigin auðlindum sé ekkert tiltökumál og bara einhver skemmtilegur jólapakki. Auðlindir í eigu þjóðar Við eigum miklu frekar að tryggja eign þjóðarinnar á auðlindum hafsins, orkunni í iðrum jarðar, vindorkunni, fjörðunum og heilnæmu vatni og nýta allt þetta til innlendrar verðmætasköpunar. Innganga í ESB gengur þvert gegn þessu markmiði. Við viljum hvorki selja Landsvirkjun eða selja raforku úr landi, getum við ekki öll verið sammála um það? Við viljum að vindmyllur framtíðar séu í eigu þjóðarinnar og nýtist til orkuskipta og verðmætasköpunar. Við viljum setja skorður við uppkaup erlendra aðila á verðmætu landi. Orku- og fæðuöryggi Við sem þjóð megum ekki lenda í þeirri stöðu að ekki sé til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki í landinu, það þurfum við að tryggja. Við þurfum einnig að tryggja að matvælaframleiðsla sé í landinu og að hún sé á forsendum heilnæmis og sjálfbærni.Heimsfaraldur og stríð í Evrópu hafa sýnt okkur hversu fallvalt þetta öryggi er og það er mun meiri akkur fyrir íslenska þjóð að tryggja eigið öryggi en að taka áhættu á að aðrar þjóðir styðji okkur ekki þegar til kastanna kemur, eins og gerðist í bankahruninu, þegar lönd Evrópu snerust gegn okkur. Töpuð vinna og tækifæri Með inngöngu í ESB opnast fyrir frjálst kaupæði stórra auðhringja í íslensku samfélagi sem verður til þess að arður fyrirtækja fer úr landi, miðlæg atvinna, yfirstjórn og bakvinnsla færist erlendis og verður þannig til þess að atvinnuleysi eykst og laun lækka. Látum ekki blekkjast Umsókn er ekki aðildarviðræður heldur aðlögun og er ekki sú framtíðarsýn sem við í Framsókn höfum. Við viljum vera sjálfstæð þjóð með yfirráð yfir eigin auðlindum og við ætlum að tryggja að svo verði.Okkar krafa komi til ríkisstjórnarviðræðna er að Ísland verði ekki fært Evrópusambandinu í jólagjöf.Við ætlum að tryggja að Ísland verði jólagjöfin hvert einasta ár til afkomenda okkar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu komin á dagskrá. Það er eins og yfirráð Íslands yfir eigin auðlindum sé ekkert tiltökumál og bara einhver skemmtilegur jólapakki. Auðlindir í eigu þjóðar Við eigum miklu frekar að tryggja eign þjóðarinnar á auðlindum hafsins, orkunni í iðrum jarðar, vindorkunni, fjörðunum og heilnæmu vatni og nýta allt þetta til innlendrar verðmætasköpunar. Innganga í ESB gengur þvert gegn þessu markmiði. Við viljum hvorki selja Landsvirkjun eða selja raforku úr landi, getum við ekki öll verið sammála um það? Við viljum að vindmyllur framtíðar séu í eigu þjóðarinnar og nýtist til orkuskipta og verðmætasköpunar. Við viljum setja skorður við uppkaup erlendra aðila á verðmætu landi. Orku- og fæðuöryggi Við sem þjóð megum ekki lenda í þeirri stöðu að ekki sé til næg orka fyrir heimili og fyrirtæki í landinu, það þurfum við að tryggja. Við þurfum einnig að tryggja að matvælaframleiðsla sé í landinu og að hún sé á forsendum heilnæmis og sjálfbærni.Heimsfaraldur og stríð í Evrópu hafa sýnt okkur hversu fallvalt þetta öryggi er og það er mun meiri akkur fyrir íslenska þjóð að tryggja eigið öryggi en að taka áhættu á að aðrar þjóðir styðji okkur ekki þegar til kastanna kemur, eins og gerðist í bankahruninu, þegar lönd Evrópu snerust gegn okkur. Töpuð vinna og tækifæri Með inngöngu í ESB opnast fyrir frjálst kaupæði stórra auðhringja í íslensku samfélagi sem verður til þess að arður fyrirtækja fer úr landi, miðlæg atvinna, yfirstjórn og bakvinnsla færist erlendis og verður þannig til þess að atvinnuleysi eykst og laun lækka. Látum ekki blekkjast Umsókn er ekki aðildarviðræður heldur aðlögun og er ekki sú framtíðarsýn sem við í Framsókn höfum. Við viljum vera sjálfstæð þjóð með yfirráð yfir eigin auðlindum og við ætlum að tryggja að svo verði.Okkar krafa komi til ríkisstjórnarviðræðna er að Ísland verði ekki fært Evrópusambandinu í jólagjöf.Við ætlum að tryggja að Ísland verði jólagjöfin hvert einasta ár til afkomenda okkar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun