Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 08:31 Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza byrjuðu að skauta saman fyrr á þessu ári og eru strax farin að ná frábærum árangri. JPHOTOS Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Ítalinn Manuel Piazza verða fyrsta parið í sögunni til að keppa fyrir Íslands hönd á sjálfu Evrópumeistaramótinu á listskautum, eftir að hafa unnið bronsverðlaun á móti í Dortmund um helgina. Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðinsflokki, þegar hún vann Reykjavíkurleikana. Þau Júlía og Manuel, sem er 24 ára og frá Ortiesei á Norður-Ítalíu, urðu um helgina fyrsta parið til að keppa fyrir Íslands hönd á listskautum. Frumraunin tókst listavel því þau unnu bronsverðlaun á NRW Trophy og náðu nógu góðum árangri til að tryggja sig inn á EM í Eistlandi, sem fram fer 28. janúar til 2. febrúar á næsta ári. Eins og gefur að skilja eru þetta fyrstu verðlaun Íslendings í paraskautun. Parið vissi að það þyrfti 75.00 tæknistig samanlagt, í stutta og frjálsa prógramminu á mótinu í Þýskalandi, til að komast á EM. Á laugardaginn fengu þau 26,41 í tæknieinkunn, og í heildina 47,04 stig, fyrir stutta prógrammið. Þau fylgdu því svo eftir í gær með því að fá 49,40 stig í tæknieinkunn og samtals 93,46 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt. Það gerir samtals 75,81 stig í tæknieinkunn og 140,50 heildarstig, og farseðlarnir á EM þar með klárir. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir er að fara að keppa á EM í lok janúar, með Ítalanum Manuel Piazza. Þau keppa fyrir Íslands hönd.JPHOTOS Parið æfir í Bergamo á Ítalíu í Afreksmiðstöð ISU, undir handleiðslu Rosanna Murante og Ondrej Hotarek. Þau æfa að hluta til á Íslandi undir stjórn Benjamin Naggiar, yfirþjálfara Fjölnis, en hann hefur verið þjálfari Júlíu Sylvíu síðan 2021. Benjamin Naggiar er kóreógraferinn í teyminu og hefur samið bæði keppnisprógömm parsins. Skautaíþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðinsflokki, þegar hún vann Reykjavíkurleikana. Þau Júlía og Manuel, sem er 24 ára og frá Ortiesei á Norður-Ítalíu, urðu um helgina fyrsta parið til að keppa fyrir Íslands hönd á listskautum. Frumraunin tókst listavel því þau unnu bronsverðlaun á NRW Trophy og náðu nógu góðum árangri til að tryggja sig inn á EM í Eistlandi, sem fram fer 28. janúar til 2. febrúar á næsta ári. Eins og gefur að skilja eru þetta fyrstu verðlaun Íslendings í paraskautun. Parið vissi að það þyrfti 75.00 tæknistig samanlagt, í stutta og frjálsa prógramminu á mótinu í Þýskalandi, til að komast á EM. Á laugardaginn fengu þau 26,41 í tæknieinkunn, og í heildina 47,04 stig, fyrir stutta prógrammið. Þau fylgdu því svo eftir í gær með því að fá 49,40 stig í tæknieinkunn og samtals 93,46 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt. Það gerir samtals 75,81 stig í tæknieinkunn og 140,50 heildarstig, og farseðlarnir á EM þar með klárir. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir er að fara að keppa á EM í lok janúar, með Ítalanum Manuel Piazza. Þau keppa fyrir Íslands hönd.JPHOTOS Parið æfir í Bergamo á Ítalíu í Afreksmiðstöð ISU, undir handleiðslu Rosanna Murante og Ondrej Hotarek. Þau æfa að hluta til á Íslandi undir stjórn Benjamin Naggiar, yfirþjálfara Fjölnis, en hann hefur verið þjálfari Júlíu Sylvíu síðan 2021. Benjamin Naggiar er kóreógraferinn í teyminu og hefur samið bæði keppnisprógömm parsins.
Skautaíþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira