Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 10:32 Marta á ferðinni með boltann í sigrinum sæta gegn Kansas City Current í gær. Getty/Dustin Markland Brasilíska goðsögnin Marta er enn mögnuð í fótbolta, orðin 38 ára gömul, og hún skoraði stórkostlegt sigurmark fyrir Orlando Pride þegar liðið vann 3-2 sigur gegn Kansas City. Mark Mörtu var ekki bara stórkostlegt heldur skilaði það Orlando í úrslitaleik bandarísku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn. Markið má sjá hér að neðan en Marta skoraði það eftir hreint ótrúlegan sprett, þar sem hún fíflaði meðal annars tvo varnarmenn upp úr skónum með einni og sömu hreyfingunni, og lék svo einnig á markvörð Kansas. MARTA WITH A GOAL-OF-THE-YEAR CANDIDATE 🔥 🔥 ABSOLUTELY SENDS TWO DEFENDERS BEFORE SLOTTING IT HOME 😱 pic.twitter.com/77Iw4es5On— ESPN (@espn) November 17, 2024 There will never be too many angles of this Marta goal 🤩 pic.twitter.com/HSzgamZ9Nv— National Women’s Soccer League (@NWSL) November 17, 2024 Bandaríska landsliðskonan Alana Cook og Kayla Sharples vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst því það voru þær sem lágu eftir á grasinu eftir gabbhreyfingu Mörtu. Marta skoraði þarna sitt ellefta mark á leiktíðinni og í þriðja leiknum í röð. Hún kom Orlando í 3-1 á 82. mínútu og mark Vanessu DiBernardo í uppbótartíma dugði því Kansas ekki til að jafna metin. Debinha hafði komið Kansas yfir á 33. mínútu en Haley McCutcheon og hin sambíska Barbra Banda sáu til þess að Orlando kæmist yfir snemma í seinni hálfleik. Mark Banda var snoturt, þó það félli óneitanlega í skuggann á marki Mörtu. What a GOAL by Barbra Banda 🔥 Orlando Pride leads 2-1 in the NWSL semifinal 👀 pic.twitter.com/6eOjFb8yAx— ESPN (@espn) November 17, 2024 Eins og fyrr segir er Orlando, sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék áður með, nú komið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn í fyrsta sinn, eftir að hafa einnig unnið deildarkeppnina í fyrsta sinn. Liðið mætir Washington Spirit í úrslitaleiknum næstkomandi laugardag. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Mark Mörtu var ekki bara stórkostlegt heldur skilaði það Orlando í úrslitaleik bandarísku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn. Markið má sjá hér að neðan en Marta skoraði það eftir hreint ótrúlegan sprett, þar sem hún fíflaði meðal annars tvo varnarmenn upp úr skónum með einni og sömu hreyfingunni, og lék svo einnig á markvörð Kansas. MARTA WITH A GOAL-OF-THE-YEAR CANDIDATE 🔥 🔥 ABSOLUTELY SENDS TWO DEFENDERS BEFORE SLOTTING IT HOME 😱 pic.twitter.com/77Iw4es5On— ESPN (@espn) November 17, 2024 There will never be too many angles of this Marta goal 🤩 pic.twitter.com/HSzgamZ9Nv— National Women’s Soccer League (@NWSL) November 17, 2024 Bandaríska landsliðskonan Alana Cook og Kayla Sharples vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst því það voru þær sem lágu eftir á grasinu eftir gabbhreyfingu Mörtu. Marta skoraði þarna sitt ellefta mark á leiktíðinni og í þriðja leiknum í röð. Hún kom Orlando í 3-1 á 82. mínútu og mark Vanessu DiBernardo í uppbótartíma dugði því Kansas ekki til að jafna metin. Debinha hafði komið Kansas yfir á 33. mínútu en Haley McCutcheon og hin sambíska Barbra Banda sáu til þess að Orlando kæmist yfir snemma í seinni hálfleik. Mark Banda var snoturt, þó það félli óneitanlega í skuggann á marki Mörtu. What a GOAL by Barbra Banda 🔥 Orlando Pride leads 2-1 in the NWSL semifinal 👀 pic.twitter.com/6eOjFb8yAx— ESPN (@espn) November 17, 2024 Eins og fyrr segir er Orlando, sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék áður með, nú komið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn í fyrsta sinn, eftir að hafa einnig unnið deildarkeppnina í fyrsta sinn. Liðið mætir Washington Spirit í úrslitaleiknum næstkomandi laugardag.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira