Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 17:31 Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Innflytjendur gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumarkaði, en þeir telja nú um 25% vinnuafls í landinu. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD og þeir halda hér uppi láglaunagreinum. Úttektin sýnir jafnframt að færni í íslenskri tungu hefur mikil áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og að 50% þeirra ætlar sér að setjast hér að. Nýjar áskoranir Aukning innflytjenda hefur leitt til nýrra áskorana í íslensku samfélagi og fyrir íslenska vinnustaði. Innflytjendur standa oft frammi fyrir hindrunum í að aðlagast menningunni og vinnustöðum, sem getur leitt til aukins félagslegs ójöfnuðar og einangrunar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld, samfélagið og vinnustaðir aðstoði við að auðvelda samþættingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Þessar áskoranir krefjast nýrrar nálgunar í stjórnun og mannauðsmálum. Mikilvægt er að við vinnum saman að lausnum sem stuðla að því að innflytjendur geti aðlagast íslenskum vinnustöðum, þau finni að það sé vel tekið á móti þeim, og fái sömu tækifæri. Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Hvað geta fyrirtæki gert? Fyrirtækin geta byrjað á því að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima, og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna. Á sama tíma er jafn mikilvægt að auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Vinnustaðir geta spurt sig hvort þau séu að veita erlendu starfsfólki sömu þjónustu og innlendu starfsfólki? Er ráðningarferillinn eins, móttaka nýliða, starfsþróunarmöguleikar og fræðsla? Fá erlendir starfsmenn tækifæri á starfsmannasamtölum og upplýsingum um viðburði á vegum fyrirtækisins? Hver er stefna fyrirtækisins varðandi inngildingu og fjölreytileika? Ef íslensk fyrirtækja ætla að laða að sér hæft starfsfólk, er mikilvægt að þau bjóði upp á íslenskunám fyrir erlent starfsfólk á vinnutíma, ásamt fræðslu um fyrirtækið og íslenska vinnustaðarmenningu. Einnig er mikilvægt að innlendu starfsfólki sé boðið upp á fræðslu um ólíka menningarheima og stefnu fyrirtækisins í inngildingu. Slík fræðsla getur aukið skilning og samkennd á vinnustaðnum, sem stuðlar að betri samvinnu og jákvæðara starfsumhverfi. Vinnustaðir geta líka skoðað hvernig tækni, eins og rafrænar samskiptaleiðir eða fræðslufyrirkomulag geti stutt við inngildingu og auðveldað þeim að aðlagast vinnustaðnum. Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk. Þessar aðgerðir myndu ekki aðeins styðja við inngildingu erlends starfsfólks, heldur einnig auka velferð, samheldni og fjölbreytileika á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er ráðgjafi hjá Attentus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Innflytjendamál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Innflytjendur gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumarkaði, en þeir telja nú um 25% vinnuafls í landinu. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD og þeir halda hér uppi láglaunagreinum. Úttektin sýnir jafnframt að færni í íslenskri tungu hefur mikil áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og að 50% þeirra ætlar sér að setjast hér að. Nýjar áskoranir Aukning innflytjenda hefur leitt til nýrra áskorana í íslensku samfélagi og fyrir íslenska vinnustaði. Innflytjendur standa oft frammi fyrir hindrunum í að aðlagast menningunni og vinnustöðum, sem getur leitt til aukins félagslegs ójöfnuðar og einangrunar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld, samfélagið og vinnustaðir aðstoði við að auðvelda samþættingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Þessar áskoranir krefjast nýrrar nálgunar í stjórnun og mannauðsmálum. Mikilvægt er að við vinnum saman að lausnum sem stuðla að því að innflytjendur geti aðlagast íslenskum vinnustöðum, þau finni að það sé vel tekið á móti þeim, og fái sömu tækifæri. Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Hvað geta fyrirtæki gert? Fyrirtækin geta byrjað á því að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima, og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna. Á sama tíma er jafn mikilvægt að auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Vinnustaðir geta spurt sig hvort þau séu að veita erlendu starfsfólki sömu þjónustu og innlendu starfsfólki? Er ráðningarferillinn eins, móttaka nýliða, starfsþróunarmöguleikar og fræðsla? Fá erlendir starfsmenn tækifæri á starfsmannasamtölum og upplýsingum um viðburði á vegum fyrirtækisins? Hver er stefna fyrirtækisins varðandi inngildingu og fjölreytileika? Ef íslensk fyrirtækja ætla að laða að sér hæft starfsfólk, er mikilvægt að þau bjóði upp á íslenskunám fyrir erlent starfsfólk á vinnutíma, ásamt fræðslu um fyrirtækið og íslenska vinnustaðarmenningu. Einnig er mikilvægt að innlendu starfsfólki sé boðið upp á fræðslu um ólíka menningarheima og stefnu fyrirtækisins í inngildingu. Slík fræðsla getur aukið skilning og samkennd á vinnustaðnum, sem stuðlar að betri samvinnu og jákvæðara starfsumhverfi. Vinnustaðir geta líka skoðað hvernig tækni, eins og rafrænar samskiptaleiðir eða fræðslufyrirkomulag geti stutt við inngildingu og auðveldað þeim að aðlagast vinnustaðnum. Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk. Þessar aðgerðir myndu ekki aðeins styðja við inngildingu erlends starfsfólks, heldur einnig auka velferð, samheldni og fjölbreytileika á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er ráðgjafi hjá Attentus
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar