Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2024 09:03 „Við ætlum til Spánar um jólin, fljúgum bara í gegnum London, ekkert mál og ódýrara en að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll,” sagði ung kona við mig í sundlauginni á Siglufirði á dögunum. Hún á þrjú ung börn og þau, fimm manna fjölskylda, sjá sér fært að fara í sólina um jólin með millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli. Heimurinn hefur opnast og á tíma einnar kynslóðar hafa utanlandsferðir frá Íslandi breyst frá því að vera munaðarvara sem eldra fólk fór í með nokkurra ára millibili (oftast barnlaust) í að verða aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur í landinu. Ég ætla ekki að fara út í mikilvægi D-vítamíns fyrir landann en tel að með auknu aðgengi að ódýrara flugi hérlendis hafi lífsskilyrði íbúa á landinu batnað. Lengi vel hafa íbúar Norðurlands eystra þó ekki búið við þessi skilyrði heldur þurft að annað hvort keyra suður eða fljúga þangað til að komast erlendis með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar landsins geti valið sér búsetu og í því samhengi eru góðar samgöngur grundvallarforsenda. Íbúar landsins alls fara fram á þau lífsgæði að geta komist auðveldlega með beinu flugi erlendis og getur búsetuval litast af því. Ég fluttist sjálf norður á Siglufjörð fyrir tæpum þremur árum og hef upplifað þá byltingu sem er að verða sér stað í millilandaflugi frá svæðinu með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir íbúa. Niceair var frábær viðbót fyrir íbúa Norðurlands eystra og sýndi hvað innlendi markaðurinn á svæðinu var stór, svo varð raunveruleg bylting þegar easyJet hóf reglulegt flug frá svæðinu. Tilkoma easyJet kom samkeppnishæfu millilandaflugi til og frá Akureyri á koppinn, raunar er verðið svo samkeppnishæft að ódýrara er að fljúga til Reykjavíkur í gegnum London frá Akureyri en með beinu innanlandsflugi suma daga. Koma easyJet hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja við og styrkja félög sem hafa áhuga á að fljúga til Norðurlands eystra. Ábatinn er ekki einungis fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á Bretum sem sækja Akureyri og nærsvæði heim og jákvæð áhrif á atvinnulíf og atvinnutækifæri á þessu sama svæði afskaplega mikilvæg. Frábært er að til standi að lengja tímabil beina flugsins til London. Ný rannsókn Jón Þorvaldar Heiðarssonar sýnir að beint flug eykur lífsgæði og stuðlar að efnahagslegri grósku. Hluti farþeganna eru í vinnutengdum ferðum og því hefur beint flug áhrif á atvinnulíf. Vetrarflug minnkar jafnframt árstíðasveifluna í ferðaþjónustu og býr til heilsársstörf. Fleiri félög hafa bæst í flóruna með leiguflugi af og til og opnað ótrúlega möguleika, þannig var í sumar hægt að komast frá Akureyri til Suður-Ameríku með einu stoppi! Samfylkingin vill halda áfram að efla og styðja innanlands- og millilandaflug á flugvöllum kjördæmisins. Það er ljóst að reglulegt innanlandsflug skiptir sköpum fyrir íbúa sem þurfa því miður oft að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra lyklaþjónustu til höfuðborgarinnar sökum samþjöppunar þjónustu á því svæði. Samfylkingin fagnar því að komusalurinn á Akureyri hafi verið stækkaður, en betur má ef duga skal, salurinn hefði átt að vera umtalsvert stærri til að sinna þeirri uppbyggingu sem við óskum þess að sjá. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við flug á svæðinu, tökum flugið og opnum heiminn fyrir íbúum okkar! Höfundur er hagfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Sæunn Gísladóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„Við ætlum til Spánar um jólin, fljúgum bara í gegnum London, ekkert mál og ódýrara en að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll,” sagði ung kona við mig í sundlauginni á Siglufirði á dögunum. Hún á þrjú ung börn og þau, fimm manna fjölskylda, sjá sér fært að fara í sólina um jólin með millilandaflugi frá Akureyrarflugvelli. Heimurinn hefur opnast og á tíma einnar kynslóðar hafa utanlandsferðir frá Íslandi breyst frá því að vera munaðarvara sem eldra fólk fór í með nokkurra ára millibili (oftast barnlaust) í að verða aðgengilegri fyrir fleiri fjölskyldur í landinu. Ég ætla ekki að fara út í mikilvægi D-vítamíns fyrir landann en tel að með auknu aðgengi að ódýrara flugi hérlendis hafi lífsskilyrði íbúa á landinu batnað. Lengi vel hafa íbúar Norðurlands eystra þó ekki búið við þessi skilyrði heldur þurft að annað hvort keyra suður eða fljúga þangað til að komast erlendis með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar landsins geti valið sér búsetu og í því samhengi eru góðar samgöngur grundvallarforsenda. Íbúar landsins alls fara fram á þau lífsgæði að geta komist auðveldlega með beinu flugi erlendis og getur búsetuval litast af því. Ég fluttist sjálf norður á Siglufjörð fyrir tæpum þremur árum og hef upplifað þá byltingu sem er að verða sér stað í millilandaflugi frá svæðinu með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir íbúa. Niceair var frábær viðbót fyrir íbúa Norðurlands eystra og sýndi hvað innlendi markaðurinn á svæðinu var stór, svo varð raunveruleg bylting þegar easyJet hóf reglulegt flug frá svæðinu. Tilkoma easyJet kom samkeppnishæfu millilandaflugi til og frá Akureyri á koppinn, raunar er verðið svo samkeppnishæft að ódýrara er að fljúga til Reykjavíkur í gegnum London frá Akureyri en með beinu innanlandsflugi suma daga. Koma easyJet hefur sýnt fram á mikilvægi þess að styðja við og styrkja félög sem hafa áhuga á að fljúga til Norðurlands eystra. Ábatinn er ekki einungis fyrir íbúa svæðisins heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á Bretum sem sækja Akureyri og nærsvæði heim og jákvæð áhrif á atvinnulíf og atvinnutækifæri á þessu sama svæði afskaplega mikilvæg. Frábært er að til standi að lengja tímabil beina flugsins til London. Ný rannsókn Jón Þorvaldar Heiðarssonar sýnir að beint flug eykur lífsgæði og stuðlar að efnahagslegri grósku. Hluti farþeganna eru í vinnutengdum ferðum og því hefur beint flug áhrif á atvinnulíf. Vetrarflug minnkar jafnframt árstíðasveifluna í ferðaþjónustu og býr til heilsársstörf. Fleiri félög hafa bæst í flóruna með leiguflugi af og til og opnað ótrúlega möguleika, þannig var í sumar hægt að komast frá Akureyri til Suður-Ameríku með einu stoppi! Samfylkingin vill halda áfram að efla og styðja innanlands- og millilandaflug á flugvöllum kjördæmisins. Það er ljóst að reglulegt innanlandsflug skiptir sköpum fyrir íbúa sem þurfa því miður oft að sækja heilbrigðisþjónustu og aðra lyklaþjónustu til höfuðborgarinnar sökum samþjöppunar þjónustu á því svæði. Samfylkingin fagnar því að komusalurinn á Akureyri hafi verið stækkaður, en betur má ef duga skal, salurinn hefði átt að vera umtalsvert stærri til að sinna þeirri uppbyggingu sem við óskum þess að sjá. Samfylkingin mun beita sér fyrir áframhaldandi stuðningi við flug á svæðinu, tökum flugið og opnum heiminn fyrir íbúum okkar! Höfundur er hagfræðingur og skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun